Væntingunum verið stillt í hóf Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. apríl 2019 08:00 Frá E3 ráðstefnunni. Nordicphotos/AFP Risavaxna tölvuleikjaráðstefnan E3 nálgast óðfluga og getgátur og vangaveltur um hvað stóru fyrirtækin ætli að kynna fara eins og eldur í sinu um veraldarvefinn. Þessar vangaveltur hafa að miklu leyti verið um næstu kynslóð leikjatölva eða þá uppfærslur á hinni tiltölulega nýju Nintendo Switch. Langt er síðan núverandi kynslóð leikjatölva kom á markað. Playstation 4 frá Sony kom á markað í nóvember 2013 og Xbox One frá Microsoft í sama mánuði. Nintendo Wii U kom á markað ári fyrr en seldist ekki sem skyldi. Nintendo dreif sig í að gefa út sína næstu leikjatölvu, Nintendo Switch, sem hefur selst einkar vel frá því hún kom á markað í mars 2017. Orðrómur um að Nintendo ætli að kynna ódýrari útgáfu af Switch á næstunni, jafnvel á E3, virðist ekki á rökum reistur. Í símtali með hluthöfum í vikunni blés Nintendo á þennan orðróm. Þá er vert að nefna að Sony tilkynnti í fyrra að fyrirtækið ætlaði ekki að halda stærðarinnar blaðamannafund á E3 líkt og venjulega. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið
Risavaxna tölvuleikjaráðstefnan E3 nálgast óðfluga og getgátur og vangaveltur um hvað stóru fyrirtækin ætli að kynna fara eins og eldur í sinu um veraldarvefinn. Þessar vangaveltur hafa að miklu leyti verið um næstu kynslóð leikjatölva eða þá uppfærslur á hinni tiltölulega nýju Nintendo Switch. Langt er síðan núverandi kynslóð leikjatölva kom á markað. Playstation 4 frá Sony kom á markað í nóvember 2013 og Xbox One frá Microsoft í sama mánuði. Nintendo Wii U kom á markað ári fyrr en seldist ekki sem skyldi. Nintendo dreif sig í að gefa út sína næstu leikjatölvu, Nintendo Switch, sem hefur selst einkar vel frá því hún kom á markað í mars 2017. Orðrómur um að Nintendo ætli að kynna ódýrari útgáfu af Switch á næstunni, jafnvel á E3, virðist ekki á rökum reistur. Í símtali með hluthöfum í vikunni blés Nintendo á þennan orðróm. Þá er vert að nefna að Sony tilkynnti í fyrra að fyrirtækið ætlaði ekki að halda stærðarinnar blaðamannafund á E3 líkt og venjulega.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið