Chelsea og Man. Utd færðust hænufeti framar um helgina Hjörvar Ólafsson skrifar 29. apríl 2019 06:45 Victor Lindelof og Eden Hazard berjast um boltann í leiknum í gær. AP/Martin Rickett Fjögur lið berjast um að fylgja Manchester City og Liverpool í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Alla jafna ættu fjögur efstu lið deildarinnar að fá þátttökurétt í Meistaradeildinni fyrir Englands hönd en góð frammistaða Tottenham Hotspur í Meistaradeildinni eða Arsenal og Chelsea í Evrópudeildinni gæti orðið til þess að eitthvert liðanna sem endar í fjórða sæti fái ekki farseðil í Meistaradeildina. Um helgina virtist sem löngun Totthenham Hotspur og Arsenal til þess að hafna á meðal fjögurra efstu liða deildarinnar þegar upp verður staðið ekki vera ýkja mikil. Tottenham laut í lægra haldi fyrir West Ham United en var reyndar sterkari aðilinn lengstum í leiknum en þetta var annað tap Tottenham í síðustu þremur leikjum liðsins í deildinni. Þá hafa lærisveinar Mauricio Pochettino enn fremur beðið ósigur í fjórum af síðustu sjö deildarleikjum sínum. Þeim til varnar er leikmannahópur liðsins ekki jafn breiður og hinna liðanna í kring og er lemstraður vegna meiðsla lykilleikmanna. Leikjadagskrá Tottenham Hotspur sem hefur verið stíf virtist hafa tekið toll af leikmönnum liðsins sem voru þreyttir undir lok leiksins. Arsenalmenn sýndu hins vegar enn meira viljaleysi en nágrannar þeirra og erkifjendur þegar liðið laut í lægra haldi í sínum þriðja deildarleik í röð. Að þessu sinni var það Leicester City sem fór með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi í leik liðanna. Arsenal hefur nú tapað í fjórum af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Unay Emery hefur hvílt lykilleikmenn sína í deildinni undanfarið og svo virðist sem hann hafi meiri hug á að viðhalda frábæru gengi sínu í Evrópudeildinni en að sigla þriðja eða fjórða sætinu í höfn. Að lokum skildu Manchester United og Chelsea jöfn 1-1 í leik liðanna á Old Trafford. Manchester United batt þar enda á þriggja leikja taphrinu í deildarkeppninni og Meistaradeildinni og náði í sálfræðilega mikilvægt stig þrátt fyrir að liðið þyrfti sárlega á þremur stigum að halda. Þetta var annað jafntefli Chelsea í röð í deildinni og líklegt að Maurizio Zarri hafi verið kátari knattspyrnustjórinn af tveimur þegar hann og Ole Gunnar Solskjær brutu leikinn til mergjar að leik loknum. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni er Tottenham Hotspur í þriðja sæti með 70 stig og á eftir að heimsækja Bournemouth og sækja Everton heim. Chelsea kemur þar á eftir með 68 stig og á eftir að leika við Watford á heimavelli og Leicester City á útivelli. Arsenal er svo í fimmta sæti með 66 stig og á eftir að spila við Brighton á Emirates og Burnley á Turf Moor. Þá er Manchester United í því sjötta með 65 stig og mætir föllnu liði Huddersfield Town heima og fallkandídötum Cardiff City í lokaumferðinni. Eins og áður segir er Tottenham enn í eldlínunni í Meistaradeildinni en þar etur liðið kappi við Ajax á næstu dögum. Arsenal og Chelsea eru svo komin í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem Skytturnar leika við Valencia og bláliðar við Eintracht Frankfurt. Sigurvegarar Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar fá hvor um sig sæti í Meistaradeildinni á leiktíðinni þar á eftir. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Sjá meira
Fjögur lið berjast um að fylgja Manchester City og Liverpool í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Alla jafna ættu fjögur efstu lið deildarinnar að fá þátttökurétt í Meistaradeildinni fyrir Englands hönd en góð frammistaða Tottenham Hotspur í Meistaradeildinni eða Arsenal og Chelsea í Evrópudeildinni gæti orðið til þess að eitthvert liðanna sem endar í fjórða sæti fái ekki farseðil í Meistaradeildina. Um helgina virtist sem löngun Totthenham Hotspur og Arsenal til þess að hafna á meðal fjögurra efstu liða deildarinnar þegar upp verður staðið ekki vera ýkja mikil. Tottenham laut í lægra haldi fyrir West Ham United en var reyndar sterkari aðilinn lengstum í leiknum en þetta var annað tap Tottenham í síðustu þremur leikjum liðsins í deildinni. Þá hafa lærisveinar Mauricio Pochettino enn fremur beðið ósigur í fjórum af síðustu sjö deildarleikjum sínum. Þeim til varnar er leikmannahópur liðsins ekki jafn breiður og hinna liðanna í kring og er lemstraður vegna meiðsla lykilleikmanna. Leikjadagskrá Tottenham Hotspur sem hefur verið stíf virtist hafa tekið toll af leikmönnum liðsins sem voru þreyttir undir lok leiksins. Arsenalmenn sýndu hins vegar enn meira viljaleysi en nágrannar þeirra og erkifjendur þegar liðið laut í lægra haldi í sínum þriðja deildarleik í röð. Að þessu sinni var það Leicester City sem fór með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi í leik liðanna. Arsenal hefur nú tapað í fjórum af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Unay Emery hefur hvílt lykilleikmenn sína í deildinni undanfarið og svo virðist sem hann hafi meiri hug á að viðhalda frábæru gengi sínu í Evrópudeildinni en að sigla þriðja eða fjórða sætinu í höfn. Að lokum skildu Manchester United og Chelsea jöfn 1-1 í leik liðanna á Old Trafford. Manchester United batt þar enda á þriggja leikja taphrinu í deildarkeppninni og Meistaradeildinni og náði í sálfræðilega mikilvægt stig þrátt fyrir að liðið þyrfti sárlega á þremur stigum að halda. Þetta var annað jafntefli Chelsea í röð í deildinni og líklegt að Maurizio Zarri hafi verið kátari knattspyrnustjórinn af tveimur þegar hann og Ole Gunnar Solskjær brutu leikinn til mergjar að leik loknum. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni er Tottenham Hotspur í þriðja sæti með 70 stig og á eftir að heimsækja Bournemouth og sækja Everton heim. Chelsea kemur þar á eftir með 68 stig og á eftir að leika við Watford á heimavelli og Leicester City á útivelli. Arsenal er svo í fimmta sæti með 66 stig og á eftir að spila við Brighton á Emirates og Burnley á Turf Moor. Þá er Manchester United í því sjötta með 65 stig og mætir föllnu liði Huddersfield Town heima og fallkandídötum Cardiff City í lokaumferðinni. Eins og áður segir er Tottenham enn í eldlínunni í Meistaradeildinni en þar etur liðið kappi við Ajax á næstu dögum. Arsenal og Chelsea eru svo komin í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem Skytturnar leika við Valencia og bláliðar við Eintracht Frankfurt. Sigurvegarar Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar fá hvor um sig sæti í Meistaradeildinni á leiktíðinni þar á eftir.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Sjá meira