Börn með skarð í gómi fá tannréttingar ekki greiddar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 19:45 Sigurður Oddsson hefur árum saman reynt að fá kostnað vegna tannréttinga dóttur sinnar endurgreiddan frá Sjúkratryggingum, án árangurs. Skjáskot Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Umhyggja, félag langveikra barna, skoraði á ráðherra og þingheim allan að bregðast við í dag. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans. Börn sem fæðast með skarð í vör eða gómi þarfnast margvíslegrar heilbrigðisþjónustu, meðal annars tannréttinga. Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð sem varð til þess að þessi börn með skarð í vör eða gómi féllu ekki lengur undir greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, nema í allra alvarlegustu tilfellunum. Sigþrúður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Oddssonar, er fædd 2006 og er ein þeirra barna sem hefur ítrekað verið synjað um greiðsluþátttöku í gegnum tíðina.Sjá einnig: Börnum með klofinn góm mismunað í kerfinu „Ég fæ þarna þrjár synjanir þegar ég ákveð að hafa samband við ráðuneytið,“ segir Sigurður. Þá var Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra en Sigurður segist hafa fengið þau svör að ef dóttir hans væri með skarð í harða gómi þá ætti hún að njóta greiðsluþátttöku vegna tannréttinga. Það er raunin í tilfelli Sigþrúðar en allt kom fyrir ekki. Aftur var þeim synjað. „Við kærum líka, það er synjað og það er alltaf sagt að þetta sé ekki nógu slæmt og þeir verði að synja þessu. Þó að orðalagi hafi verið breytt 2013 í reglugerðinni, þá samt miða þeir alltaf við eldri reglugerðina,“ útskýrir Sigurður.Synja áfram þrátt fyrir breytingu á reglugerð Um áramótin tók gildi breyting á reglugerð sem átti að tryggja að þessi börn fengju styrk frá Sjúkratryggingum vegna tannréttinga. Þrátt fyrir þetta hefur stofnunin haldið áfram að synja umsóknum. Fyrr í þessum mánuði var heilbrigðisráðherra spurður á Alþingi hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að taka af allan vafa um að þessi börn falli undir reglugerðina. „Hef ég óskað eftir því að ráðuneytið í samráði við Sjúkratryggingar Íslands rýni þessa stöðu. Bæði er varðar regluverkið, framkvæmdina og þá kemur til álita að endurskoða fyrirkomulag matsferlisins með það að markmið að veita þessum börnum betri þjónustu,“ svaraði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í óundirbúinni fyrirspurn Ingu Sæland þann 11. apríl síðastliðinn. Sama dag fékk Sigurður enn eina synjunina frá Sjúkratryggingum. Umhyggja, félag langveikra barna, sendi í dag áskorun til allra þingmanna, heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra og Sjúkratrygginga, um að bregðast við strax. „Nú held ég að sé bara komið á endastöð og ráðherra verði bara að fara að taka á þessu,“ segir Sigurður. Það gangi ekki lengur að SÍ feli sig á bakvið reglugerð. „Þó að ráðherra og ráðuneytið túlki reglugerðina öðruvísi, að undirstofnunin geti bara sagt; „nei við ætlum ekkert að gera þetta svona.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Umhyggja, félag langveikra barna, skoraði á ráðherra og þingheim allan að bregðast við í dag. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans. Börn sem fæðast með skarð í vör eða gómi þarfnast margvíslegrar heilbrigðisþjónustu, meðal annars tannréttinga. Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð sem varð til þess að þessi börn með skarð í vör eða gómi féllu ekki lengur undir greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, nema í allra alvarlegustu tilfellunum. Sigþrúður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Oddssonar, er fædd 2006 og er ein þeirra barna sem hefur ítrekað verið synjað um greiðsluþátttöku í gegnum tíðina.Sjá einnig: Börnum með klofinn góm mismunað í kerfinu „Ég fæ þarna þrjár synjanir þegar ég ákveð að hafa samband við ráðuneytið,“ segir Sigurður. Þá var Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra en Sigurður segist hafa fengið þau svör að ef dóttir hans væri með skarð í harða gómi þá ætti hún að njóta greiðsluþátttöku vegna tannréttinga. Það er raunin í tilfelli Sigþrúðar en allt kom fyrir ekki. Aftur var þeim synjað. „Við kærum líka, það er synjað og það er alltaf sagt að þetta sé ekki nógu slæmt og þeir verði að synja þessu. Þó að orðalagi hafi verið breytt 2013 í reglugerðinni, þá samt miða þeir alltaf við eldri reglugerðina,“ útskýrir Sigurður.Synja áfram þrátt fyrir breytingu á reglugerð Um áramótin tók gildi breyting á reglugerð sem átti að tryggja að þessi börn fengju styrk frá Sjúkratryggingum vegna tannréttinga. Þrátt fyrir þetta hefur stofnunin haldið áfram að synja umsóknum. Fyrr í þessum mánuði var heilbrigðisráðherra spurður á Alþingi hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að taka af allan vafa um að þessi börn falli undir reglugerðina. „Hef ég óskað eftir því að ráðuneytið í samráði við Sjúkratryggingar Íslands rýni þessa stöðu. Bæði er varðar regluverkið, framkvæmdina og þá kemur til álita að endurskoða fyrirkomulag matsferlisins með það að markmið að veita þessum börnum betri þjónustu,“ svaraði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í óundirbúinni fyrirspurn Ingu Sæland þann 11. apríl síðastliðinn. Sama dag fékk Sigurður enn eina synjunina frá Sjúkratryggingum. Umhyggja, félag langveikra barna, sendi í dag áskorun til allra þingmanna, heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra og Sjúkratrygginga, um að bregðast við strax. „Nú held ég að sé bara komið á endastöð og ráðherra verði bara að fara að taka á þessu,“ segir Sigurður. Það gangi ekki lengur að SÍ feli sig á bakvið reglugerð. „Þó að ráðherra og ráðuneytið túlki reglugerðina öðruvísi, að undirstofnunin geti bara sagt; „nei við ætlum ekkert að gera þetta svona.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Sjá meira