Ólína bíður viðbragða Þingvallanefndar við broti gegn henni Heimir Már Pétursson skrifar 11. apríl 2019 20:45 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Formaður nefndarinnar segir athugasemdir aðallega snúast um huglæga þætti við mat á umsækjendum. Eftir að hafa auglýst starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum síðast liðið haust tók nefndin afstöðu til tveggja umsækjenda sem taldir voru hæfastir til starfsins, þeirra Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur og Einars Á.E. Sæmundsen. Á þessu tíma sátu í nefndinni þingmennirnir Ari Trausti Guðmundsson formaður, Vilhjálmur Árnason varaformaður, Páll Magnússon, Líneik Anna Sævarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Karl Gauti Hjaltason og Hanna Katrín Friðriksson. Vísir/Gvendur Fjórir fulltrúar stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með Einari en stjórnarandstöðuþingmennirnir þrír með Ólínu. Fljótlega eftir að þetta lá fyrir og gengið frá ráðningu Einars sagði Oddný sig úr nefndinni og Guðmundur Andri Thorsson tók hennar sæti. Ólína kærði ráðninguna til úrskurðarnefndar jafnréttismála sem á þriðjudag úrskurðaði að brotið hafi verið á henni samkvæmt jafnréttislögum. „Þingvallanefnd hefur ekki tekist að sýna fram á það að sá sem ráðinn var sé á nokkurn hátt hæfari en umsækjandinn sem taldi á sér brotið. Það er að segja sú sem hér stendur,” segir Ólína. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.Vísir/Baldur Ari Trausti Guðmundsson formaður nefndarinnar segir nefndarfólk aðeins hafa náð að fara stuttlega yfir úrskurðinn. En nefndin hafi fram til 23. apríl að ákveða viðbrögð sín. Málið sé meðal annars til skoðunar hjá ríkislögmanni. Athugasemdir úrskurðarnefndarinnar snúist aðallega um málsmeðferð á huglægum nótum. „Það er að segja þegar nefndarmenn eru að meta við skulum segja færni umsækjenda, við skulum bara segja í mannlegum samskiptum eða einhverju slíku. Þá þarf að færa það til bókar og vinna það eftir einhverjum stöðlum sem við töldum okkur náttúrlega vera að fylgja með Capacent,” segir Ari. „Þetta er fólk sem setur lögin og á að fara eftir þeim. Þetta sýnir auðvitað að þarna voru vinnubrögð alls ekki nægilega vönduð. Þetta er mikill áfellisdómur yfir þingvallanefndinni,” segir Ólína. Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar.Vísir/Baldur Nefndin beri því bæði stjórnsýslulega og pólitíska ábyrgð. „Ég veit ekkert hvort þau ætli að taka eitthvað frumkvæði. Bjóða sættir, biðjast afsökunar eða hvað. Ég bíð bara átekta aðeins,” segir Ólína. Það hvarli hins vegar að henni að pólitísk fortíð hennar hafi einnig haft áhrif á afstöðu nefndarinnar til hennar. Ari Trausti segir það ekki vera þannig. „Pólitísk fortíð Ólínu er þessu algerlega óviðkomandi að mínu mati, fyrir mig. Enda væri það mjög skrýtið ef við værum að ráða framkvæmdastjóra þjóðgarðs út frá pólitískri fortíð,” segir formaður þingvallanefndar. Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ræðir við lögmann sinn um næstu skref Úrskurður kærunefndar jafnréttismála dæmdi Ólínu í hag eftir að hún hlaut ekki starf sem þjóðgarðsvörður. 10. apríl 2019 19:05 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Formaður nefndarinnar segir athugasemdir aðallega snúast um huglæga þætti við mat á umsækjendum. Eftir að hafa auglýst starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum síðast liðið haust tók nefndin afstöðu til tveggja umsækjenda sem taldir voru hæfastir til starfsins, þeirra Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur og Einars Á.E. Sæmundsen. Á þessu tíma sátu í nefndinni þingmennirnir Ari Trausti Guðmundsson formaður, Vilhjálmur Árnason varaformaður, Páll Magnússon, Líneik Anna Sævarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Karl Gauti Hjaltason og Hanna Katrín Friðriksson. Vísir/Gvendur Fjórir fulltrúar stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með Einari en stjórnarandstöðuþingmennirnir þrír með Ólínu. Fljótlega eftir að þetta lá fyrir og gengið frá ráðningu Einars sagði Oddný sig úr nefndinni og Guðmundur Andri Thorsson tók hennar sæti. Ólína kærði ráðninguna til úrskurðarnefndar jafnréttismála sem á þriðjudag úrskurðaði að brotið hafi verið á henni samkvæmt jafnréttislögum. „Þingvallanefnd hefur ekki tekist að sýna fram á það að sá sem ráðinn var sé á nokkurn hátt hæfari en umsækjandinn sem taldi á sér brotið. Það er að segja sú sem hér stendur,” segir Ólína. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.Vísir/Baldur Ari Trausti Guðmundsson formaður nefndarinnar segir nefndarfólk aðeins hafa náð að fara stuttlega yfir úrskurðinn. En nefndin hafi fram til 23. apríl að ákveða viðbrögð sín. Málið sé meðal annars til skoðunar hjá ríkislögmanni. Athugasemdir úrskurðarnefndarinnar snúist aðallega um málsmeðferð á huglægum nótum. „Það er að segja þegar nefndarmenn eru að meta við skulum segja færni umsækjenda, við skulum bara segja í mannlegum samskiptum eða einhverju slíku. Þá þarf að færa það til bókar og vinna það eftir einhverjum stöðlum sem við töldum okkur náttúrlega vera að fylgja með Capacent,” segir Ari. „Þetta er fólk sem setur lögin og á að fara eftir þeim. Þetta sýnir auðvitað að þarna voru vinnubrögð alls ekki nægilega vönduð. Þetta er mikill áfellisdómur yfir þingvallanefndinni,” segir Ólína. Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar.Vísir/Baldur Nefndin beri því bæði stjórnsýslulega og pólitíska ábyrgð. „Ég veit ekkert hvort þau ætli að taka eitthvað frumkvæði. Bjóða sættir, biðjast afsökunar eða hvað. Ég bíð bara átekta aðeins,” segir Ólína. Það hvarli hins vegar að henni að pólitísk fortíð hennar hafi einnig haft áhrif á afstöðu nefndarinnar til hennar. Ari Trausti segir það ekki vera þannig. „Pólitísk fortíð Ólínu er þessu algerlega óviðkomandi að mínu mati, fyrir mig. Enda væri það mjög skrýtið ef við værum að ráða framkvæmdastjóra þjóðgarðs út frá pólitískri fortíð,” segir formaður þingvallanefndar.
Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ræðir við lögmann sinn um næstu skref Úrskurður kærunefndar jafnréttismála dæmdi Ólínu í hag eftir að hún hlaut ekki starf sem þjóðgarðsvörður. 10. apríl 2019 19:05 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ræðir við lögmann sinn um næstu skref Úrskurður kærunefndar jafnréttismála dæmdi Ólínu í hag eftir að hún hlaut ekki starf sem þjóðgarðsvörður. 10. apríl 2019 19:05
Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01