Sisi gert kleift að sitja áfram á valdastóli 16. apríl 2019 18:04 Gagnrýnendur segja egypska þingið lítið annað en afgreiðslustofnun fyrir Sisi forseta. Vísir/EPA Egypskir þingmenn samþykktu að breyta stjórnarskrá landsins í dag til að framlengja núverandi kjörtímabil Abduls Fattah al-Sisi forseta um tvö ár og gera honum kleift að bjóða sig fram til þriðja kjörtímabils. Tillögur um að veita Sisi frekar völd yfir dómsmálum liggja einnig fyrir þinginu. Samkvæmt núverandi stjórnarskrá ætti Sisi að láta af embætti þegar öðru fjögurra ára kjörtímabili hans lýkur árið 2022. Breytingarnar sem þingmenn samþykktu í dag lengja núverandi kjörtímabil hans um tvö ár og leyfa honum að bjóða sig aftur fram árið 2024. Hann gæti þannig setið á forsetastóli til 2030, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Leggja þarf breytingarnar fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu innan þrjátíu daga. Netsérfræðingar fullyrða að egypsk stjórnvöld hafi lokað aðgangi að tugum þúsunda vefsíðna til að torvelda aðgang að vefsíðu þar sem undirskriftum gegn stjórnarskrárbreytingunum er safnað. Á næstu dögum er búist við því að þingmenn samþykki frumvörp um að festa völd hers landsins enn frekar í sessi og auka völd forsetans. Sisi komst til valda þegar herinn steypti Mohammed Morsi af stóli árið 2013. Morsi var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins en fyrir valdaránið höfðu mótmæli gegn honum geisað. Sisi var fyrst kjörinn forseti árið 2014. Hann náði endurkjöri með 97% atkvæða í fyrra en helstu andstæðingar hans hættu ýmist við framboð eða voru handteknir. Sem forseti hefur Sisi verið sakaður um berja niður andóf af offorsi og látið handtaka tugi þúsunda manna. Þingið er skipað stuðningsmönnum Sisi og hafa stjórnarandstæðingar sakað það um að vera lítið annað en afgreiðslustofnun fyrir forsetann. Egyptaland Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Egypskir þingmenn samþykktu að breyta stjórnarskrá landsins í dag til að framlengja núverandi kjörtímabil Abduls Fattah al-Sisi forseta um tvö ár og gera honum kleift að bjóða sig fram til þriðja kjörtímabils. Tillögur um að veita Sisi frekar völd yfir dómsmálum liggja einnig fyrir þinginu. Samkvæmt núverandi stjórnarskrá ætti Sisi að láta af embætti þegar öðru fjögurra ára kjörtímabili hans lýkur árið 2022. Breytingarnar sem þingmenn samþykktu í dag lengja núverandi kjörtímabil hans um tvö ár og leyfa honum að bjóða sig aftur fram árið 2024. Hann gæti þannig setið á forsetastóli til 2030, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Leggja þarf breytingarnar fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu innan þrjátíu daga. Netsérfræðingar fullyrða að egypsk stjórnvöld hafi lokað aðgangi að tugum þúsunda vefsíðna til að torvelda aðgang að vefsíðu þar sem undirskriftum gegn stjórnarskrárbreytingunum er safnað. Á næstu dögum er búist við því að þingmenn samþykki frumvörp um að festa völd hers landsins enn frekar í sessi og auka völd forsetans. Sisi komst til valda þegar herinn steypti Mohammed Morsi af stóli árið 2013. Morsi var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins en fyrir valdaránið höfðu mótmæli gegn honum geisað. Sisi var fyrst kjörinn forseti árið 2014. Hann náði endurkjöri með 97% atkvæða í fyrra en helstu andstæðingar hans hættu ýmist við framboð eða voru handteknir. Sem forseti hefur Sisi verið sakaður um berja niður andóf af offorsi og látið handtaka tugi þúsunda manna. Þingið er skipað stuðningsmönnum Sisi og hafa stjórnarandstæðingar sakað það um að vera lítið annað en afgreiðslustofnun fyrir forsetann.
Egyptaland Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira