„Við munum undirrita kjarasamning á morgun" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. apríl 2019 01:01 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi eftir miðnætti. „Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er það sem við stefnum að. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa hátt í eitt hundrað manns verið á skrifstofu ríkissáttasemjara í dag að leggja lokahönd á samninga. Fulltrúar frá stjórnvöldum hafa komið og kynnt sinn aðgerðarpakka fyrir verkalýðshreyfingunni auk þess sem bakland félaganna hefur verið í húsi. Halldór segir stöðuna ágæta. „Þetta hefur verið langt og strangt ferli. Þetta hefur tekið á marga og hér hefur á tímum verið tekist hart á. En á endanum er þetta með þeim hætti að allir aðilar eiga að geta ágætlega við þetta unað og það er fyrir mestu. Að létta þeirri óvissu sem hefur legið eins og mara yfir samfélaginu allt of lengi," segir Halldór. Fundur á að hefjast á nýjan leik klukkan átta í fyrramálið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, stefnir að því að undirrita kjarasamning um hádegisbil á morgun. „Við ákváðum að slíta fundi núna og hittast aftur í fyrramálið og gera þá lokaatlögu að því að klára þetta. Birta síðan undirskrifaðan samning sem við getum lagt til okkar félagsmanna í atkvæðagreiðslu á næstu dögum og kynnt fyrir almenningi vonandi seinni partinn á morgun," sagði Ragnar að loknum fundi eftir miðnætti. „Ég er allavega mjög bjartsýnn á að við náum að klára þetta fyrir hádegi." Rætt hefur verið um vaxtalækkanir, breytingar á verðtryggingu og skattamál í dag. Ragnar vill lítið gefa upp um efni samningsins og segir erfitt að útskýra eitt atriði án þess að annað þurfi með að fylgja. „Stóri ramminn er kominn, bæði hvað varðar okkar samninga við SA og síðan aðkomu stjórnvalda," segir hann. „Þetta er þríhliða samningur aðila sem eru að reyna bæta lífskjör almennings hér á landi." „Það á eftir að segja nokkur já við okkur í viðbót og þá er þetta komið," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Ekki standi þó mikið út af. „Ég hef engar áhyggjur af því að við klárum það ekki."Ertu sáttur?„Það er þannig þegar maður er í kjarasamningsgerð að maður vill alltaf meira. Og kjarabaráttu fyrir bættum kjörum íslensks verkafólks og launafólks lýkur aldrei. Við klárum þetta og svo förum við í næsta slag," sagði Vilhjálmur að loknum fundi í kvöld. Kjaramál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
„Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er það sem við stefnum að. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa hátt í eitt hundrað manns verið á skrifstofu ríkissáttasemjara í dag að leggja lokahönd á samninga. Fulltrúar frá stjórnvöldum hafa komið og kynnt sinn aðgerðarpakka fyrir verkalýðshreyfingunni auk þess sem bakland félaganna hefur verið í húsi. Halldór segir stöðuna ágæta. „Þetta hefur verið langt og strangt ferli. Þetta hefur tekið á marga og hér hefur á tímum verið tekist hart á. En á endanum er þetta með þeim hætti að allir aðilar eiga að geta ágætlega við þetta unað og það er fyrir mestu. Að létta þeirri óvissu sem hefur legið eins og mara yfir samfélaginu allt of lengi," segir Halldór. Fundur á að hefjast á nýjan leik klukkan átta í fyrramálið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, stefnir að því að undirrita kjarasamning um hádegisbil á morgun. „Við ákváðum að slíta fundi núna og hittast aftur í fyrramálið og gera þá lokaatlögu að því að klára þetta. Birta síðan undirskrifaðan samning sem við getum lagt til okkar félagsmanna í atkvæðagreiðslu á næstu dögum og kynnt fyrir almenningi vonandi seinni partinn á morgun," sagði Ragnar að loknum fundi eftir miðnætti. „Ég er allavega mjög bjartsýnn á að við náum að klára þetta fyrir hádegi." Rætt hefur verið um vaxtalækkanir, breytingar á verðtryggingu og skattamál í dag. Ragnar vill lítið gefa upp um efni samningsins og segir erfitt að útskýra eitt atriði án þess að annað þurfi með að fylgja. „Stóri ramminn er kominn, bæði hvað varðar okkar samninga við SA og síðan aðkomu stjórnvalda," segir hann. „Þetta er þríhliða samningur aðila sem eru að reyna bæta lífskjör almennings hér á landi." „Það á eftir að segja nokkur já við okkur í viðbót og þá er þetta komið," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Ekki standi þó mikið út af. „Ég hef engar áhyggjur af því að við klárum það ekki."Ertu sáttur?„Það er þannig þegar maður er í kjarasamningsgerð að maður vill alltaf meira. Og kjarabaráttu fyrir bættum kjörum íslensks verkafólks og launafólks lýkur aldrei. Við klárum þetta og svo förum við í næsta slag," sagði Vilhjálmur að loknum fundi í kvöld.
Kjaramál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira