Vinnuvikan verði 36 stundir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. apríl 2019 23:54 Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, kynnir þann hluta nýundirritaðra kjarasamningaSGS og SA sem snúa að styttingu vinnuvikunnar. vísir/vilhelm Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í kvöld kynnti Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, þennan hluta samninganna en fara má ýmsar leiðir að því að stytta vinnuvikuna samkvæmt kynningunni í kvöld. Allar virðast þær miða að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir, það er að hún verði 36 stundir í stað 40 eins og nú er. Flosi kynnti þær útfærslur sem finna má í kjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins en fram kom í máli hans að í kjarasamningum verslunarmanna sé einnig fjallað um styttingu vinnuvikunnar. Í kynningunni kom fram að lífskjarasamningurinn, eins og hann er kallaður, gefi starfsfólki möguleika á að kjósa um styttri vinnuviku á hverjum vinnustað fyrir sig. Starfsfólk og atvinnurekendur velja svo það fyrirkomulag sem hentar best á þeirra vinnustað. Óbreytt fyrirkomulag er einn kostur en annar kostur er að starfsmenn og atvinnurekendur komist að samkomulagi um að nýta styttingu á hverjum degi. Samkvæmt kynningunni mun þá hver vinnudagur styttast um 53 mínútur. Þriðji valmöguleikinn er að starfsmenn og atvinnurekendur semji um það að ljúka störfum rétt fyrir hádegi á föstudögum. Hver föstudagur myndi þá styttast um 212 mínútur. Fjórði kosturinn er svo að starfsmenn taki frí annan hvern föstudag. Annar hver föstudagur væri þá viðbótarfrídagur. Þar sem vélar stjórna hraða starfseminnar gætu starfsfólk og atvinnurekendur svo komist að samkomulagi um að nýta styttingu á hverjum degi. Hvíldarhlé væru svo útfærð á hverjum vinnustað eftir þörfum og aðstæðum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. Á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í kvöld kynnti Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, þennan hluta samninganna en fara má ýmsar leiðir að því að stytta vinnuvikuna samkvæmt kynningunni í kvöld. Allar virðast þær miða að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir, það er að hún verði 36 stundir í stað 40 eins og nú er. Flosi kynnti þær útfærslur sem finna má í kjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins en fram kom í máli hans að í kjarasamningum verslunarmanna sé einnig fjallað um styttingu vinnuvikunnar. Í kynningunni kom fram að lífskjarasamningurinn, eins og hann er kallaður, gefi starfsfólki möguleika á að kjósa um styttri vinnuviku á hverjum vinnustað fyrir sig. Starfsfólk og atvinnurekendur velja svo það fyrirkomulag sem hentar best á þeirra vinnustað. Óbreytt fyrirkomulag er einn kostur en annar kostur er að starfsmenn og atvinnurekendur komist að samkomulagi um að nýta styttingu á hverjum degi. Samkvæmt kynningunni mun þá hver vinnudagur styttast um 53 mínútur. Þriðji valmöguleikinn er að starfsmenn og atvinnurekendur semji um það að ljúka störfum rétt fyrir hádegi á föstudögum. Hver föstudagur myndi þá styttast um 212 mínútur. Fjórði kosturinn er svo að starfsmenn taki frí annan hvern föstudag. Annar hver föstudagur væri þá viðbótarfrídagur. Þar sem vélar stjórna hraða starfseminnar gætu starfsfólk og atvinnurekendur svo komist að samkomulagi um að nýta styttingu á hverjum degi. Hvíldarhlé væru svo útfærð á hverjum vinnustað eftir þörfum og aðstæðum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Tengdar fréttir Efling segist hafa slegið 25 prósent af kröfum sínum Hreinar launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum í fjórum hækkunum yfir samningstímann, sem er til 3 ára og 8 mánaða. 3. apríl 2019 22:45 Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. 3. apríl 2019 23:27 Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Efling segist hafa slegið 25 prósent af kröfum sínum Hreinar launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum í fjórum hækkunum yfir samningstímann, sem er til 3 ára og 8 mánaða. 3. apríl 2019 22:45
Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. 3. apríl 2019 23:27
Kjarasamningar undirritaðir Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld. 3. apríl 2019 22:18