Bein útsending: Framtíðarskipan vinnumála og breytingar á vinnumarkaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2019 10:17 Málþingið fer fram í Silfurbergi í Hörpu. Vísir/Vilhelm Ráðstefna um framtíðarskipan vinnumála og breytingar á vinnumarkaði (Future of Work) verður haldin í Hörpu dagana 4. og 5. apríl. Ráðstefnan, sem fer fram á ensku, er haldin í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina og Alþjóðavinnumálastofnunina í tilefni af því að öld er liðin frá því að Alþjóðavinnumálastofnunin tók til stafa. Streymt er beint frá ráðstefnunni og má sjá beina útsendingu hér að neðan.Ráðstefnan er sú síðasta af fjórum sem haldnar hafa verið árlega síðan 2016 í aðildarríkjum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í tilefni aldarafmælisins. Þar verða kynntar niðurstöður nefndar á vegum stofnunarinnar sem í eiga sæti þjóðarleiðtogar og sérfræðingar á sviði félags- og vinnumála. Þær byggja á niðurstöðum úr skýrslum frá fyrri afmælisráðstefnum. Kynnt verður áfangaskýrsla úr rannsókn Norrænu ráðherranefndarinnar um framtíð vinnumála og breytingar á vinnumarkaði sem unnin er af rannsóknarstofnuninni Fafo í Noregi. Þá verður lögð sérstök áhersla á umræður um stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Guy Ryder, forstjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, flytur erindi og hefur nokkrum alþjóðasamtökum verið boðið að senda fulltrúa til að taka þátt, m.a. Evrópusambandinu, OECD o.fl. Í ár verður aldarafmælis Alþjóðavinnumálastofnunarinnar minnst með margvíslegum hætti en hún hóf starfsemi í framhaldi af friðarsamningunum sem bundu enda á fyrri heimsstyrjöldina árið 1919. Í tilefni afmælisins hleypti stofnunin auk þess af stokkunum verkefnum sem beindust að eftirfarandi þáttum: -þróun atvinnulífs og samfélags -atvinnusköpun - einnig í þágu þeirra sem standa höllum fæti á vinnumarkaði -breytingum á skipulagi vinnumála vegna nýrrar tækni -samskiptum atvinnurekenda og launafólks, réttindum og skyldum, formi á reglusetningu o.fl. á sviði félags- og vinnumála. Því var beint til ríkisstjórna aðildarríkjanna að efna til umræðna um framangreinda þætti sem gætu orðið innlegg í stefnumótun fyrir starfsemi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í nánustu framtíð. Ríkisstjórnir Norðurlandanna í samvinnu við Skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar, Alþjóðavinnumálastofnunina og samtök aðila vinnumarkaðarins stofnuðu til samstarfsverkefnis af þessu tilefni. Haustið 2017 hófst rannsóknarverkefni sem beinist að breytingum á skipulagi vinnumála og áhrifum þess á norræna vinnumarkaðsmódelið. Enn fremur er sjónum beint að því með hvaða hætti hægt er að hafa áhrif á framvinduna þannig að sá samfélagslegi árangur sem Norðurlöndin hafa náð á sviði félags- og vinnumála glatist ekki. Frá árinu 2016 hafa eins og að framan greinir verið haldnar árlegar ráðstefnur um framtíð vinnumála sem fylgt hafa formennsku í norrænu ráðherranefndinni. Þar hafa verið tekin fyrir afmörkuð verkefni á framangreindum málefnasviðum. Fyrsta ráðstefnan var haldin í Finnlandi árið 2016, önnur í Noregi árið 2017 og sú þriðja í Svíþjóð vorið 2018. Lokaráðstefnan verður í Hörpu. Vinnumarkaður Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Sjá meira
Ráðstefna um framtíðarskipan vinnumála og breytingar á vinnumarkaði (Future of Work) verður haldin í Hörpu dagana 4. og 5. apríl. Ráðstefnan, sem fer fram á ensku, er haldin í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina og Alþjóðavinnumálastofnunina í tilefni af því að öld er liðin frá því að Alþjóðavinnumálastofnunin tók til stafa. Streymt er beint frá ráðstefnunni og má sjá beina útsendingu hér að neðan.Ráðstefnan er sú síðasta af fjórum sem haldnar hafa verið árlega síðan 2016 í aðildarríkjum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í tilefni aldarafmælisins. Þar verða kynntar niðurstöður nefndar á vegum stofnunarinnar sem í eiga sæti þjóðarleiðtogar og sérfræðingar á sviði félags- og vinnumála. Þær byggja á niðurstöðum úr skýrslum frá fyrri afmælisráðstefnum. Kynnt verður áfangaskýrsla úr rannsókn Norrænu ráðherranefndarinnar um framtíð vinnumála og breytingar á vinnumarkaði sem unnin er af rannsóknarstofnuninni Fafo í Noregi. Þá verður lögð sérstök áhersla á umræður um stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Guy Ryder, forstjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, flytur erindi og hefur nokkrum alþjóðasamtökum verið boðið að senda fulltrúa til að taka þátt, m.a. Evrópusambandinu, OECD o.fl. Í ár verður aldarafmælis Alþjóðavinnumálastofnunarinnar minnst með margvíslegum hætti en hún hóf starfsemi í framhaldi af friðarsamningunum sem bundu enda á fyrri heimsstyrjöldina árið 1919. Í tilefni afmælisins hleypti stofnunin auk þess af stokkunum verkefnum sem beindust að eftirfarandi þáttum: -þróun atvinnulífs og samfélags -atvinnusköpun - einnig í þágu þeirra sem standa höllum fæti á vinnumarkaði -breytingum á skipulagi vinnumála vegna nýrrar tækni -samskiptum atvinnurekenda og launafólks, réttindum og skyldum, formi á reglusetningu o.fl. á sviði félags- og vinnumála. Því var beint til ríkisstjórna aðildarríkjanna að efna til umræðna um framangreinda þætti sem gætu orðið innlegg í stefnumótun fyrir starfsemi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í nánustu framtíð. Ríkisstjórnir Norðurlandanna í samvinnu við Skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar, Alþjóðavinnumálastofnunina og samtök aðila vinnumarkaðarins stofnuðu til samstarfsverkefnis af þessu tilefni. Haustið 2017 hófst rannsóknarverkefni sem beinist að breytingum á skipulagi vinnumála og áhrifum þess á norræna vinnumarkaðsmódelið. Enn fremur er sjónum beint að því með hvaða hætti hægt er að hafa áhrif á framvinduna þannig að sá samfélagslegi árangur sem Norðurlöndin hafa náð á sviði félags- og vinnumála glatist ekki. Frá árinu 2016 hafa eins og að framan greinir verið haldnar árlegar ráðstefnur um framtíð vinnumála sem fylgt hafa formennsku í norrænu ráðherranefndinni. Þar hafa verið tekin fyrir afmörkuð verkefni á framangreindum málefnasviðum. Fyrsta ráðstefnan var haldin í Finnlandi árið 2016, önnur í Noregi árið 2017 og sú þriðja í Svíþjóð vorið 2018. Lokaráðstefnan verður í Hörpu.
Vinnumarkaður Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Sjá meira