Stjórnvöld vilja auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna og tekjulágra Sighvatur Jónsson skrifar 4. apríl 2019 18:45 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu lífskjarasamningsins. Vísir/Vilhelm Skattar verða lækkaðir og barnabætur hækkaðar til að auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna samhliða nýjum kjarasamningum. Þá verður fæðingarorlof lengt og tekin verða upp ný húsnæðislán fyrir tekjulága. Aðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninganna koma að mestu fram á árunum 2020-2022 og ná til alls almennings í landinu. Aðgerðir stjórnvalda á samningstímanum kosta 80 milljarða króna. Fjárfestingar ríkisins í vegum og öðrum innviðum eiga að skapa 300 störf í byggingariðnaði í ár og samtals 600 störf til ársins 2021. Aðgerðir ríkisins snúa að skattalækkunum, húsnæðismálum og minnkun á vægi verðtryggingar. Ríkisstjórnin bætir við fyrri hugmyndir sínar um skattalækkun hjá þeim tekjulægstu. Lækkunin nemur nú 10.000 krónum á mánuði. Lækkun tekjuskatts og hækkun barnabóta geta aukið ráðstöfunartekjur fjögurra manna fjölskyldu með tvö börn um allt að 411 þúsund krónur á ári. Það nemur tæpum 35.000 krónum á mánuði. Breytingarnar auka ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris með tvö börn um allt að 234 þúsund krónur á ári, tæpar 20.000 krónur á mánuði. Fæðingarorlof verður lengt í tólf mánuði og hámarksgreiðslur hækkaðar úr 500 í 600 þúsund krónur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, við kynningu lífskjarasamningsins í Ráðherrabústaðnum í gær.Vísir/VilhelmBreytingar í húsnæðismálum Aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum felast meðal annars í nýrri tegund húsnæðislána fyrir tekjulága. Þá verða 40 ára verðtryggð lán aflögð frá og með næstu áramótum. Endurskoða á útreikning húsnæðisliðs vísitölu neysluverðs fyrir lok júní á næsta ári. Þá verður heimild til ráðstöfunar séreignasparnaðar inn á íbúðalán framlengd í tvö ár. Leyfilegt verður að ráðstafa 3,5% af lífeyrisiðgjaldi skattfrjálst til húsnæðiskaupa. Þannig getur fólk í sambúð sem er samtals með 650.000 krónur í mánaðarlaun nýtt ríflega 22.000 krónur á mánuði skattfrjálst í húsnæðiskostnað. Fólk getur notað þá upphæð til að safna fyrir útborgun, lækka höfuðstól verðtryggðs lán eða til að lækka höfuðstól eða afborganir á óverðtryggðu láni. Einstaklingur með 325.000 krónur á mánuði getur samkvæmt þessu ráðstafað rúmlega 11.000 krónum á mánuði skattfrjálst í húsnæðiskostnað. Frekari tillögur stjórnvalda að breytingum í húsnæðismálum sem eiga að auðvelda fólki með lágar tekjur að eignast fasteign verða kynntar á morgun. Fjölskyldumál Kjaramál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Skattar verða lækkaðir og barnabætur hækkaðar til að auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna samhliða nýjum kjarasamningum. Þá verður fæðingarorlof lengt og tekin verða upp ný húsnæðislán fyrir tekjulága. Aðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninganna koma að mestu fram á árunum 2020-2022 og ná til alls almennings í landinu. Aðgerðir stjórnvalda á samningstímanum kosta 80 milljarða króna. Fjárfestingar ríkisins í vegum og öðrum innviðum eiga að skapa 300 störf í byggingariðnaði í ár og samtals 600 störf til ársins 2021. Aðgerðir ríkisins snúa að skattalækkunum, húsnæðismálum og minnkun á vægi verðtryggingar. Ríkisstjórnin bætir við fyrri hugmyndir sínar um skattalækkun hjá þeim tekjulægstu. Lækkunin nemur nú 10.000 krónum á mánuði. Lækkun tekjuskatts og hækkun barnabóta geta aukið ráðstöfunartekjur fjögurra manna fjölskyldu með tvö börn um allt að 411 þúsund krónur á ári. Það nemur tæpum 35.000 krónum á mánuði. Breytingarnar auka ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris með tvö börn um allt að 234 þúsund krónur á ári, tæpar 20.000 krónur á mánuði. Fæðingarorlof verður lengt í tólf mánuði og hámarksgreiðslur hækkaðar úr 500 í 600 þúsund krónur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, við kynningu lífskjarasamningsins í Ráðherrabústaðnum í gær.Vísir/VilhelmBreytingar í húsnæðismálum Aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum felast meðal annars í nýrri tegund húsnæðislána fyrir tekjulága. Þá verða 40 ára verðtryggð lán aflögð frá og með næstu áramótum. Endurskoða á útreikning húsnæðisliðs vísitölu neysluverðs fyrir lok júní á næsta ári. Þá verður heimild til ráðstöfunar séreignasparnaðar inn á íbúðalán framlengd í tvö ár. Leyfilegt verður að ráðstafa 3,5% af lífeyrisiðgjaldi skattfrjálst til húsnæðiskaupa. Þannig getur fólk í sambúð sem er samtals með 650.000 krónur í mánaðarlaun nýtt ríflega 22.000 krónur á mánuði skattfrjálst í húsnæðiskostnað. Fólk getur notað þá upphæð til að safna fyrir útborgun, lækka höfuðstól verðtryggðs lán eða til að lækka höfuðstól eða afborganir á óverðtryggðu láni. Einstaklingur með 325.000 krónur á mánuði getur samkvæmt þessu ráðstafað rúmlega 11.000 krónum á mánuði skattfrjálst í húsnæðiskostnað. Frekari tillögur stjórnvalda að breytingum í húsnæðismálum sem eiga að auðvelda fólki með lágar tekjur að eignast fasteign verða kynntar á morgun.
Fjölskyldumál Kjaramál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira