FA og VR/LÍV undirrita kjarasamning Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2019 15:21 Frá undirskriftinni. Félag atvinnurekenda Félag atvinnurekenda hefur undirritað kjarasamning við VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna. SÍ tilkynningu á vef FA segir að hann verði kynntur á félagsfundi næstkomandi miðvikudag. Svo verði hann lagður fyrir stjórn FA til staðfestingar á fimmtudaginn.Engin ákvæði eru um prósentuhækkanir í samningnum.2019: Öll laun hækka um kr. 17 þúsund á mánuði frá og með 1. apríl.2020: Taxtar hækka um kr. 24 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 18 þús. frá og með 1. apríl.2021: Taxtar hækka um kr. 24 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 15.750 frá og með 1. janúar.2022: Taxtar hækka um kr. 25 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 17.250 frá og með 1. janúar. Í samningnum má einnig finna tengingu við hagvaxtastigið í landinu. Þannig myndu laun hækka ef landsframleiðsla eykst umfram tiltekin mörk. Þar að auki snýr samningurinn að launaþróunartryggingu á taxtalaun. Samkvæmt FA er markmiðið að tryggja að félagsmenn sem taki laun samkvæmt töxtum fylgi almennri launaþróun, verði launaskrið á almennum vinnumarkaði. Orlofsuppbót mun hækka árlega um þúsund krónur og auk þess verður greiddur 26 þúsund króna orlofsuppbótarauki til allra fyrir 2. maí 2019. „Orlofsuppbót árið 2019 verður því samtals 76 þúsund krónur. Jafnframt er gert ráð fyrir að orlofsuppbótin, sem samkvæmt samningi VR/LÍV og FA á að greiðast 1. júní, verði á þessu ári greidd ekki síðar en 2. maí,“ segir á vef FA. Þar segir einnig að ákvæði sé í samningnum um að vinnuvikan styttist um 45 mínútur. Virkur vinnutími fari úr 36 klst og 15 mín í 35 klst og 30 mín. Sú stytting kemur til framkvæmda um áramót og þarf að útfæra hana sérstaklega á hverjum vinnustað. „Eftir sem áður er talsverður munur á heildarkjarasamningi FA og VR/LÍV og samningi sömu aðila við SA. Samningur FA er opnari og sveigjanlegri og má nefna að skilgreining dagvinnutímabils er mun rýmri en í samningi VR/LÍV og SA. Þannig má vinna umsaminn hámarksdagvinnutíma samkvæmt samningnum hvenær sem er á tímabilinu frá kl. 7 til kl. 19, en þrengri skilgreiningar eru í samningum SA.“ Kjaramál Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur undirritað kjarasamning við VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna. SÍ tilkynningu á vef FA segir að hann verði kynntur á félagsfundi næstkomandi miðvikudag. Svo verði hann lagður fyrir stjórn FA til staðfestingar á fimmtudaginn.Engin ákvæði eru um prósentuhækkanir í samningnum.2019: Öll laun hækka um kr. 17 þúsund á mánuði frá og með 1. apríl.2020: Taxtar hækka um kr. 24 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 18 þús. frá og með 1. apríl.2021: Taxtar hækka um kr. 24 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 15.750 frá og með 1. janúar.2022: Taxtar hækka um kr. 25 þúsund á mánuði en almenn hækkun er kr. 17.250 frá og með 1. janúar. Í samningnum má einnig finna tengingu við hagvaxtastigið í landinu. Þannig myndu laun hækka ef landsframleiðsla eykst umfram tiltekin mörk. Þar að auki snýr samningurinn að launaþróunartryggingu á taxtalaun. Samkvæmt FA er markmiðið að tryggja að félagsmenn sem taki laun samkvæmt töxtum fylgi almennri launaþróun, verði launaskrið á almennum vinnumarkaði. Orlofsuppbót mun hækka árlega um þúsund krónur og auk þess verður greiddur 26 þúsund króna orlofsuppbótarauki til allra fyrir 2. maí 2019. „Orlofsuppbót árið 2019 verður því samtals 76 þúsund krónur. Jafnframt er gert ráð fyrir að orlofsuppbótin, sem samkvæmt samningi VR/LÍV og FA á að greiðast 1. júní, verði á þessu ári greidd ekki síðar en 2. maí,“ segir á vef FA. Þar segir einnig að ákvæði sé í samningnum um að vinnuvikan styttist um 45 mínútur. Virkur vinnutími fari úr 36 klst og 15 mín í 35 klst og 30 mín. Sú stytting kemur til framkvæmda um áramót og þarf að útfæra hana sérstaklega á hverjum vinnustað. „Eftir sem áður er talsverður munur á heildarkjarasamningi FA og VR/LÍV og samningi sömu aðila við SA. Samningur FA er opnari og sveigjanlegri og má nefna að skilgreining dagvinnutímabils er mun rýmri en í samningi VR/LÍV og SA. Þannig má vinna umsaminn hámarksdagvinnutíma samkvæmt samningnum hvenær sem er á tímabilinu frá kl. 7 til kl. 19, en þrengri skilgreiningar eru í samningum SA.“
Kjaramál Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira