Þurfum að skapa og móta framtíðina Sighvatur Arnmundsson skrifar 6. apríl 2019 08:30 Framtíð vinnunnar var rædd á ráðstefnunni FBL/stefán „Fólk um allan heim er að hugsa um framtíð vinnunnar af því að breytingarnar hafa verið svo hraðar. Við getum horft til þátta eins og tækninnar, loftslagsbreytinga, lýðfræðinnar og hnattvæðingarinnar. Það er verið að spyrja grundvallarspurninga um hvernig vinnan verði í framtíðinni,“ segir Guy Ryder, forstjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO). Ryder var í vikunni meðal fyrirlesara á alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu sem haldin var í samvinnu ILO og Norrænu ráðherranefndarinnar. ILO fagnar á árinu hundrað ára afmæli sínu og af því tilefni var hleypt af stokkunum sérstöku verkefni sem fjallar um framtíð vinnunnar. „Það er okkur hjá ILO hvatning að horfa til Norðurlandanna sem eru svo oft á toppnum þegar kemur að málefnum vinnumarkaðarins og fleiri málaflokkum. Þau eru mjög virk í þessari framtíðarvinnu,“ segir Guy Ryder. Hann segir mikilvægt að huga að því hvernig eigi að undirbúa fólk fyrir þær breytingar sem fram undan eru. „Við erum stödd í miðju breytingaferli. Stóru skilaboðin sem við viljum koma á framfæri eru þau að framtíðin er ekki ráðin. Framtíðin bíður ekki eftir því að gerast. Við þurfum að skapa framtíðina og móta hana.“ Þannig þurfi stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðar og samfélög að ræða þessi mál. „Því á endanum snýst það hvernig við störfum í framtíðinni um framtíð okkar samfélaga. Þetta snýst um jafnrétti, þátttöku, hamingju og efnislega velferð.“ Aðspurður segir Ryder að þessir aðilar séu í dag ekki undirbúnir að fullu fyrir komandi breytingar. Það sé hins vegar hvetjandi að þessi umræða eigi sér nú stað. „Fólk er að tala um vinnuna á hátt sem ég hef ekki upplifað í langan tíma. Við höfum oft þurft að glíma við vandamál tengd fjármálakerfinu, viðskiptum eða umhverfismálum. Vinnumálin hafa að einhverju leyti orðið út undan.“ Ryder segist ekki hafa áhyggjur af því að framtíðin feli það í sér að það verði viðvarandi skortur á störfum. „Fyrir 20 árum voru einhverjir fræðimenn að tala um endalok vinnunnar. Vélmenni myndu taka yfir störfin og við gætum bara setið heima og haft það gott. Ég held að fólk sé hætt að tala svona.“ Fram undan séu þó gríðarlegar breytingar á vinnuumhverfinu. „Fólk mun þurfa að færa sig yfir í tegundir starfa sem eru ekki enn þá til í dag. Ég held við séum að upplifa mikið umrót í vinnuumhverfi heimsins, sennilega á skala sem við höfum ekki séð áður. Við munum hvorki sjá endalok vinnunnar né mikinn skort á störfum. En við munum sjá miklar breytingar sem við þurfum að ná stjórn á og gera það vel.“ Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
„Fólk um allan heim er að hugsa um framtíð vinnunnar af því að breytingarnar hafa verið svo hraðar. Við getum horft til þátta eins og tækninnar, loftslagsbreytinga, lýðfræðinnar og hnattvæðingarinnar. Það er verið að spyrja grundvallarspurninga um hvernig vinnan verði í framtíðinni,“ segir Guy Ryder, forstjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO). Ryder var í vikunni meðal fyrirlesara á alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu sem haldin var í samvinnu ILO og Norrænu ráðherranefndarinnar. ILO fagnar á árinu hundrað ára afmæli sínu og af því tilefni var hleypt af stokkunum sérstöku verkefni sem fjallar um framtíð vinnunnar. „Það er okkur hjá ILO hvatning að horfa til Norðurlandanna sem eru svo oft á toppnum þegar kemur að málefnum vinnumarkaðarins og fleiri málaflokkum. Þau eru mjög virk í þessari framtíðarvinnu,“ segir Guy Ryder. Hann segir mikilvægt að huga að því hvernig eigi að undirbúa fólk fyrir þær breytingar sem fram undan eru. „Við erum stödd í miðju breytingaferli. Stóru skilaboðin sem við viljum koma á framfæri eru þau að framtíðin er ekki ráðin. Framtíðin bíður ekki eftir því að gerast. Við þurfum að skapa framtíðina og móta hana.“ Þannig þurfi stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðar og samfélög að ræða þessi mál. „Því á endanum snýst það hvernig við störfum í framtíðinni um framtíð okkar samfélaga. Þetta snýst um jafnrétti, þátttöku, hamingju og efnislega velferð.“ Aðspurður segir Ryder að þessir aðilar séu í dag ekki undirbúnir að fullu fyrir komandi breytingar. Það sé hins vegar hvetjandi að þessi umræða eigi sér nú stað. „Fólk er að tala um vinnuna á hátt sem ég hef ekki upplifað í langan tíma. Við höfum oft þurft að glíma við vandamál tengd fjármálakerfinu, viðskiptum eða umhverfismálum. Vinnumálin hafa að einhverju leyti orðið út undan.“ Ryder segist ekki hafa áhyggjur af því að framtíðin feli það í sér að það verði viðvarandi skortur á störfum. „Fyrir 20 árum voru einhverjir fræðimenn að tala um endalok vinnunnar. Vélmenni myndu taka yfir störfin og við gætum bara setið heima og haft það gott. Ég held að fólk sé hætt að tala svona.“ Fram undan séu þó gríðarlegar breytingar á vinnuumhverfinu. „Fólk mun þurfa að færa sig yfir í tegundir starfa sem eru ekki enn þá til í dag. Ég held við séum að upplifa mikið umrót í vinnuumhverfi heimsins, sennilega á skala sem við höfum ekki séð áður. Við munum hvorki sjá endalok vinnunnar né mikinn skort á störfum. En við munum sjá miklar breytingar sem við þurfum að ná stjórn á og gera það vel.“
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira