Vilja breyta námi slökkviliðsmanna á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. apríl 2019 12:48 Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir sum slökkvilið ekki getað unnið eftir nýrri reglugerð sökum fjárskorts. Hann segir stöðu slökkviliða á landinu misjafna og fari eftir því hversu burðug sveitarfélögin eru til þess að reka þau. Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir sum slökkvilið ekki getað unnið eftir nýrri reglugerð sökum fjárskorts. Hann segir stöðu slökkviliða á landinu misjafna og fari eftir því hversu burðug sveitarfélögin eru til þess að reka þau. Reglugerð um starfsemi slökkviliða sem tók gildi á síðast ári var sett með það að markmiði að festa en frekar í sessi þau verkefni sem slökkviliðum ber að sinna. Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra segir að þar sem að ekki hafi verið farið eftir þeim reglum og leiðbeiningum um rekstur slökkviliða og þar sem ekki hafi verið sett nægilega fjármagn til reksturs þeirra til langs tíma geti verið erfitt fyrir sveitarfélög að standast þær kröfur sem gerðar séu til reksturs slökkviliða.„Menn hafa spurt sig að því hvort það sé mikill kostnaðarauki af þessari nýju reglugerð og jú hann er einhver alls staðar en hann er auðvitað hvað mestur þar sem skilyrðin hafa ekki verið uppfyllt en það er kannski ekki hægt að kenna um nýrri reglugerð heldur frekar því hvernig á málum hefur verið haldið,“ segir Pétur. Pétur segir að Mannvirkjastofn, sem hefur eftirlit með starfsemi slökkviliða, ekki hafa mörg úrræði til þess að beita sér í málefninu þar sem að þarf kannski að gera betur og bæta í. „Mannvirkjastofnun hefur hinst vega staðið sig mjög vel í því að bæði að fara um landið og gera stikkprufur og annað slíkt. Þar skortir kannski, eigum við að segja valdheimildir hjá mannvirkjastofnun til þess að taka á málunum. Auðvitað er síðan ekki gott heldur að ganga í svona mál af einhverri hörku heldur held ég að bæði stjórnmálamenn og sveitarstjórnarmenn og fólkið í landinu verði að gera sér grein fyrir því að þetta er málaflokkur sem að við verðum að hafa og við verðum að reka. Þetta er ein af grunnþjónustunum samfélagsins,“ segir Pétur. Árlegur fundur slökkviliðsstjóra með Mannvirkjastofnun er haldinn á Fáskrúðsfirði um helgina þar sem farið er meðal annars yfir starfsemi slökkviliðanna en menntunarmál slökkviliðsmanna hafa verið til umræðu hjá félaginu þar sem lagðar eru til talsverðar breytingar. „Við keyrum þetta á námskeiðum í dag og við aðskiljum þá sem að við köllum atvinnumenn í dag, eða sem sagt slökkviliðsmenn sem hafa þetta að aðalstarfi og svo erum við með hlutastarfandi menn. Norðmenn hafa um árabil verið að skoða breytingu á sínu kerfi. Þeir hafa verið með viðlíka kerfi og þeir eru búnir að eyða mörgum árum í að hanna nýtt menntakerfi og eru að stefna í það að fara með slökkviliðsnám í þriggja ára nám sem að við klárum nokkrum vikum og námskeiðum. Við höfum lagt til, hjá Félagi slökkviliðsstjóra, að þessum málaflokki verði breytt og við hefðum helst vilja sjá þennan málaflokk fara inn í einhver önnur skólaúrræði heldur en á stuttu námskeiðisformi,“ sagði Pétur Pétursson, ný endurkjörinn formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi. Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira
Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir sum slökkvilið ekki getað unnið eftir nýrri reglugerð sökum fjárskorts. Hann segir stöðu slökkviliða á landinu misjafna og fari eftir því hversu burðug sveitarfélögin eru til þess að reka þau. Reglugerð um starfsemi slökkviliða sem tók gildi á síðast ári var sett með það að markmiði að festa en frekar í sessi þau verkefni sem slökkviliðum ber að sinna. Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra segir að þar sem að ekki hafi verið farið eftir þeim reglum og leiðbeiningum um rekstur slökkviliða og þar sem ekki hafi verið sett nægilega fjármagn til reksturs þeirra til langs tíma geti verið erfitt fyrir sveitarfélög að standast þær kröfur sem gerðar séu til reksturs slökkviliða.„Menn hafa spurt sig að því hvort það sé mikill kostnaðarauki af þessari nýju reglugerð og jú hann er einhver alls staðar en hann er auðvitað hvað mestur þar sem skilyrðin hafa ekki verið uppfyllt en það er kannski ekki hægt að kenna um nýrri reglugerð heldur frekar því hvernig á málum hefur verið haldið,“ segir Pétur. Pétur segir að Mannvirkjastofn, sem hefur eftirlit með starfsemi slökkviliða, ekki hafa mörg úrræði til þess að beita sér í málefninu þar sem að þarf kannski að gera betur og bæta í. „Mannvirkjastofnun hefur hinst vega staðið sig mjög vel í því að bæði að fara um landið og gera stikkprufur og annað slíkt. Þar skortir kannski, eigum við að segja valdheimildir hjá mannvirkjastofnun til þess að taka á málunum. Auðvitað er síðan ekki gott heldur að ganga í svona mál af einhverri hörku heldur held ég að bæði stjórnmálamenn og sveitarstjórnarmenn og fólkið í landinu verði að gera sér grein fyrir því að þetta er málaflokkur sem að við verðum að hafa og við verðum að reka. Þetta er ein af grunnþjónustunum samfélagsins,“ segir Pétur. Árlegur fundur slökkviliðsstjóra með Mannvirkjastofnun er haldinn á Fáskrúðsfirði um helgina þar sem farið er meðal annars yfir starfsemi slökkviliðanna en menntunarmál slökkviliðsmanna hafa verið til umræðu hjá félaginu þar sem lagðar eru til talsverðar breytingar. „Við keyrum þetta á námskeiðum í dag og við aðskiljum þá sem að við köllum atvinnumenn í dag, eða sem sagt slökkviliðsmenn sem hafa þetta að aðalstarfi og svo erum við með hlutastarfandi menn. Norðmenn hafa um árabil verið að skoða breytingu á sínu kerfi. Þeir hafa verið með viðlíka kerfi og þeir eru búnir að eyða mörgum árum í að hanna nýtt menntakerfi og eru að stefna í það að fara með slökkviliðsnám í þriggja ára nám sem að við klárum nokkrum vikum og námskeiðum. Við höfum lagt til, hjá Félagi slökkviliðsstjóra, að þessum málaflokki verði breytt og við hefðum helst vilja sjá þennan málaflokk fara inn í einhver önnur skólaúrræði heldur en á stuttu námskeiðisformi,“ sagði Pétur Pétursson, ný endurkjörinn formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi.
Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira