Nota teppi til að slökkva í brennandi bílum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. apríl 2019 19:00 Nýlegir brunar í rafmagnsbílum hér á landi valda slökkviliðsmönnum áhyggjum um hvernig beita skuli búnaði komi slíkur bruni upp. Tilraunir eru nú gerðar með notkun á svokölluðu bílateppi sem á að auðvelda slökkviliðsmönnum störf ef eldur kemur upp í bílum. Breytingar á orkugjöfum faratækja í umferðinni eins og rafmagnsbílar kalla á breytingar í innviðum samfélaga. Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir slökkviliðsmenn standa frammi fyrir nýjum áskorunum þegar eldur kemur upp í bílum sem knúnir eru annarri orku en bensíni og olíu. Við erum með í rauninni alveg nýja senu í orkugjöfum bifreiða í dag. Það er rafmagn og það er metan og vetni og svo ýmislega sem á eftir að koma án efa,” segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.Pétur Pétursson, slökkviliðsstjori Brunavarna ÁrnessýsluVísir/VilhelmPétur segir slökkvilið hafa áhyggjur af því komi eldur upp í rafbílum ekki síst vegna þess hita sem getur myndast. “Ef það kviknar í rafhlöðunum á þessum bílum þá er það gríðarlega mikið vatn sem að þarf til þess að slökkva ef að það síðan gengur yfir höfuð ef að bílinn þarf ekki bara að brenna niður en það sem hefur verið að ryðja sér til rúms núna eru í rauninni segl sem eru ekki ósvipuð bara teppunum sem við notum til þess að slökkva í pottum í eldhúsum sem að slökkviliðsmennirnir draga yfir bílinn,” segir Pétur. Tilraunir gerðar með nýjar búnað Tilraunir hafa staðið yfir með slíkan búnað en veðurfarslegar aðstæður geta valdið því að erfitt getur verið að nota þennan búnað hér á landi. Menn hafa þó fulla trú að slíkur búnaður eigi eftir að reynast vel.Á þriðjudag standa Brunavarnir Árnessýslu í samvinnu við Mannvirkjastofnun fyrir ráðstefnu á Hótel Selfossi um hættur í bílum með aðra eldsneytisgjafa en bensín og olíu með áherslu á rafmagn. Meðal fyrirlesara er Frank Astveit, aðalvarðstjóri hjá slökkviliðinu í Bergen en í Noregi hefur verið mikil umræða um það hvernig bregðast skuli við eldi í bílum með aðra orkugjafa. Pétur segir slökkvilið hafa mestar áhyggjur af hleðslu rafbíla en eins og fréttastofan hefur áður greint frá eru til dæmi þar sem rafbílaeigendur hafa ekki fulla þekkingu á hvernig hleðslu þeirra skuli háttað og í raun hversu mikil eldhætta er fyrir hendi. “Svo er fólk að nota framlengingarsnúrur og annað sem að getað hitnað mikið og það hefur svo sannarlega kviknað í út frá því og það má ekki gleyma því þessir bílar standa yfirleitt mjög nálægt heimilum fólks. Þannig að ef það kviknar í bílnum á bílastæðinu heima hjá þér þá er mjög líklegt að kvikni í heimilinu þínu líka,” segir Pétur.Nýji teppið er notað til þess að breiða yfir bílinn og þannig kæfa eldinnBrunavarnir ÁrnessýsluNýir orkugjafar í bílum áskorun fyrir slökkviliðsmenn Pétur segir að þróunin nýjum orkugjöfum farartækja sé hröð og verði menn að hafa sig allan við að viða að sér upplýsingar sem erfitt getur verið að sækja. Hann segir að batterí rafbíla séu yfir vel varin gagnvart eldi og takist að grípa inn í nógu snemma þá standa slökkviliðin vel gagnvart því að takast á við slíka bílbruna. “Við erum í rauninni að stíga okkur fyrstu skref í þessu og varðandi upplýsingar um þessa orkugjafa þar vitum við hvergi nærri nóg og við eigum eftir í rauninni að koma upp námsefni til allra slökkviliðsmanna í landinu sem eru um sextán hundruð talsins til þess að kenna mönum hvernig eigi að bregðast við þessum eldum. Ef að það kviknar í batteríunum sjálfum sem brenna við gríðar háan hita að þá auðvitað erum við í vandræðum og gætum hreinlega þurft að láta það brenna út.”, segir Pétur. Slökkviliðsmenn vinna með nýja búnaðinnBrunavarnir ÁrnessýsluEkki staðlað hvar batterí eru í rafbílum Pétur segir einnig að slökkviliðsmenn standa frammi fyrir áskorunum þurfi að beita klippum á bíl knúnum raforku í alvarlegum umferðarslysum. Sér í lagi vegna þess að ekki er staðlað hvar batteríin séu staðset í rafmagnsbílum og hvernig þeim skuli slegið út. “Klippuslys í rafmagnsbílum er eitthvað sem við óttumst mjög, það má segja það bara beint út. Þeir eru ekki staðlaðir hvar batteríin eru og hvernig þetta er uppsett. í flestum tilfellum liggja þau í botninum á bílunum. Það er þó ekki alltaf. Þau geta verið í toppnum, þau geta verið á hliðunum og ef að slökkviliðsmaður klippir með klippubúnaði í batterí án þess að bílnum hafi verið slegið út, og það er ekki heldur staðlað hvað bílunum er slegið út, þá getur orðið stórslys vegna þess að þá hleypur þessi gríðar hái straumur í þau tæki og mögulega í slökkviliðsmanninn sem er að beita þeim,” segir Pétur. Slökkvilið Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Nýlegir brunar í rafmagnsbílum hér á landi valda slökkviliðsmönnum áhyggjum um hvernig beita skuli búnaði komi slíkur bruni upp. Tilraunir eru nú gerðar með notkun á svokölluðu bílateppi sem á að auðvelda slökkviliðsmönnum störf ef eldur kemur upp í bílum. Breytingar á orkugjöfum faratækja í umferðinni eins og rafmagnsbílar kalla á breytingar í innviðum samfélaga. Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir slökkviliðsmenn standa frammi fyrir nýjum áskorunum þegar eldur kemur upp í bílum sem knúnir eru annarri orku en bensíni og olíu. Við erum með í rauninni alveg nýja senu í orkugjöfum bifreiða í dag. Það er rafmagn og það er metan og vetni og svo ýmislega sem á eftir að koma án efa,” segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.Pétur Pétursson, slökkviliðsstjori Brunavarna ÁrnessýsluVísir/VilhelmPétur segir slökkvilið hafa áhyggjur af því komi eldur upp í rafbílum ekki síst vegna þess hita sem getur myndast. “Ef það kviknar í rafhlöðunum á þessum bílum þá er það gríðarlega mikið vatn sem að þarf til þess að slökkva ef að það síðan gengur yfir höfuð ef að bílinn þarf ekki bara að brenna niður en það sem hefur verið að ryðja sér til rúms núna eru í rauninni segl sem eru ekki ósvipuð bara teppunum sem við notum til þess að slökkva í pottum í eldhúsum sem að slökkviliðsmennirnir draga yfir bílinn,” segir Pétur. Tilraunir gerðar með nýjar búnað Tilraunir hafa staðið yfir með slíkan búnað en veðurfarslegar aðstæður geta valdið því að erfitt getur verið að nota þennan búnað hér á landi. Menn hafa þó fulla trú að slíkur búnaður eigi eftir að reynast vel.Á þriðjudag standa Brunavarnir Árnessýslu í samvinnu við Mannvirkjastofnun fyrir ráðstefnu á Hótel Selfossi um hættur í bílum með aðra eldsneytisgjafa en bensín og olíu með áherslu á rafmagn. Meðal fyrirlesara er Frank Astveit, aðalvarðstjóri hjá slökkviliðinu í Bergen en í Noregi hefur verið mikil umræða um það hvernig bregðast skuli við eldi í bílum með aðra orkugjafa. Pétur segir slökkvilið hafa mestar áhyggjur af hleðslu rafbíla en eins og fréttastofan hefur áður greint frá eru til dæmi þar sem rafbílaeigendur hafa ekki fulla þekkingu á hvernig hleðslu þeirra skuli háttað og í raun hversu mikil eldhætta er fyrir hendi. “Svo er fólk að nota framlengingarsnúrur og annað sem að getað hitnað mikið og það hefur svo sannarlega kviknað í út frá því og það má ekki gleyma því þessir bílar standa yfirleitt mjög nálægt heimilum fólks. Þannig að ef það kviknar í bílnum á bílastæðinu heima hjá þér þá er mjög líklegt að kvikni í heimilinu þínu líka,” segir Pétur.Nýji teppið er notað til þess að breiða yfir bílinn og þannig kæfa eldinnBrunavarnir ÁrnessýsluNýir orkugjafar í bílum áskorun fyrir slökkviliðsmenn Pétur segir að þróunin nýjum orkugjöfum farartækja sé hröð og verði menn að hafa sig allan við að viða að sér upplýsingar sem erfitt getur verið að sækja. Hann segir að batterí rafbíla séu yfir vel varin gagnvart eldi og takist að grípa inn í nógu snemma þá standa slökkviliðin vel gagnvart því að takast á við slíka bílbruna. “Við erum í rauninni að stíga okkur fyrstu skref í þessu og varðandi upplýsingar um þessa orkugjafa þar vitum við hvergi nærri nóg og við eigum eftir í rauninni að koma upp námsefni til allra slökkviliðsmanna í landinu sem eru um sextán hundruð talsins til þess að kenna mönum hvernig eigi að bregðast við þessum eldum. Ef að það kviknar í batteríunum sjálfum sem brenna við gríðar háan hita að þá auðvitað erum við í vandræðum og gætum hreinlega þurft að láta það brenna út.”, segir Pétur. Slökkviliðsmenn vinna með nýja búnaðinnBrunavarnir ÁrnessýsluEkki staðlað hvar batterí eru í rafbílum Pétur segir einnig að slökkviliðsmenn standa frammi fyrir áskorunum þurfi að beita klippum á bíl knúnum raforku í alvarlegum umferðarslysum. Sér í lagi vegna þess að ekki er staðlað hvar batteríin séu staðset í rafmagnsbílum og hvernig þeim skuli slegið út. “Klippuslys í rafmagnsbílum er eitthvað sem við óttumst mjög, það má segja það bara beint út. Þeir eru ekki staðlaðir hvar batteríin eru og hvernig þetta er uppsett. í flestum tilfellum liggja þau í botninum á bílunum. Það er þó ekki alltaf. Þau geta verið í toppnum, þau geta verið á hliðunum og ef að slökkviliðsmaður klippir með klippubúnaði í batterí án þess að bílnum hafi verið slegið út, og það er ekki heldur staðlað hvað bílunum er slegið út, þá getur orðið stórslys vegna þess að þá hleypur þessi gríðar hái straumur í þau tæki og mögulega í slökkviliðsmanninn sem er að beita þeim,” segir Pétur.
Slökkvilið Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira