Segja Indverja hyggja á árás gegn Pakistan Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2019 19:53 Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan. EPA/HOW HWEE YOUNG Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan, segir yfirvöld ríkisins búa yfir upplýsingum um að Indverjar ætli sér að gera árás á Pakistan. Yfirvöld Indlands saka nágranna sína um móðursýki. Samband ríkjanna hefur verið stirt frá því í febrúar þegar hryðjuverkasamtök, sem starfrækt eru í Pakistan, felldu 40 indverska hermenn í sjálfsmorðsárás í Kasmír. Indverjar gerðu í kjölfarið loftárás á yfirráðasvæði Pakistan í Kasmír og kom til orrustu á milli flugmanna ríkjanna sem endaði með því að ein indversk þota var skotin niður. Indverjar hafa jafnvel sakað Pakistana um að hafa komið að sjálfsmorðsárásinni. Því hefur verið neitað í Islamabad og Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, hefur heitið því að starfa með Indverjum til að rannsaka þær ásakanir búi þeir yfir einhverjum marktækum sönnunargögnum. Bæði ríkin búa yfir kjarnorkuvopnum og hafa háð þrjár styrjaldir sín á milli frá því Bretar yfirgáfu svæðið og skiptu ríkjunum upp eftir trúarbrögðum heimamanna árið 1947. Af þeim hafa tvær snúist um Kasmír, sem bæði ríkin gera tilkall til en stjórna sitthvorum hluta héraðsins. Qureshi ræddi við blaðamenn í dag og sagði að Pakistanar hefðu áreiðanlegar upplýsingar um að Indverjar væru að skipuleggja árás á Pakistan á milli 16. og 20. apríl. Hann sagði að búið væri að koma þeim upplýsingum til sendiherra fastaríkja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Raveesh Kumar, talsmaður Utanríkisráðuneytis Indlands, sagði ekkert til í þessum ásökunum. Hann sagði þær fáránlegar og sagði að Qureshi væri að sýna óábyrga hegðun. Markmið hans væri að valda usla og hvetja hryðjuverkamenn í Pakistan til þess að gera árásir í Indlandi. Indland Pakistan Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan, segir yfirvöld ríkisins búa yfir upplýsingum um að Indverjar ætli sér að gera árás á Pakistan. Yfirvöld Indlands saka nágranna sína um móðursýki. Samband ríkjanna hefur verið stirt frá því í febrúar þegar hryðjuverkasamtök, sem starfrækt eru í Pakistan, felldu 40 indverska hermenn í sjálfsmorðsárás í Kasmír. Indverjar gerðu í kjölfarið loftárás á yfirráðasvæði Pakistan í Kasmír og kom til orrustu á milli flugmanna ríkjanna sem endaði með því að ein indversk þota var skotin niður. Indverjar hafa jafnvel sakað Pakistana um að hafa komið að sjálfsmorðsárásinni. Því hefur verið neitað í Islamabad og Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, hefur heitið því að starfa með Indverjum til að rannsaka þær ásakanir búi þeir yfir einhverjum marktækum sönnunargögnum. Bæði ríkin búa yfir kjarnorkuvopnum og hafa háð þrjár styrjaldir sín á milli frá því Bretar yfirgáfu svæðið og skiptu ríkjunum upp eftir trúarbrögðum heimamanna árið 1947. Af þeim hafa tvær snúist um Kasmír, sem bæði ríkin gera tilkall til en stjórna sitthvorum hluta héraðsins. Qureshi ræddi við blaðamenn í dag og sagði að Pakistanar hefðu áreiðanlegar upplýsingar um að Indverjar væru að skipuleggja árás á Pakistan á milli 16. og 20. apríl. Hann sagði að búið væri að koma þeim upplýsingum til sendiherra fastaríkja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Raveesh Kumar, talsmaður Utanríkisráðuneytis Indlands, sagði ekkert til í þessum ásökunum. Hann sagði þær fáránlegar og sagði að Qureshi væri að sýna óábyrga hegðun. Markmið hans væri að valda usla og hvetja hryðjuverkamenn í Pakistan til þess að gera árásir í Indlandi.
Indland Pakistan Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira