Stjórnarráðið ætlar að draga úr losun um 40% næsta áratuginn Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2019 11:42 Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar að loftslagslögum er kveðið á um að stjórnarráðið, allar stofnanir ríkisins og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins setji sér loftslagsstefnu. Fréttablaðið/Vilhelm Kolefnislosun flugferða verður tekin með í reikninginn og fjarfundum verður fjölgað samkvæmt loftslagsstefnu stjórnarráðsins sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Markmiðið er að stjórnarráðið dragi úr losun á gróðurhúsalofttegundum um 40% fyrir árið 2030. Loftslagsstefnan nær til allra tíu ráðuneyta stjórnarráðsins og rekstrarfélags stjórnarráðsins en til viðbótar eru gerðar kröfur til ríkisstofnana um aðgerðir í loftslagsmálum, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Auk samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun ætlar stjórnarráðið sér að kolefnisjafna alla losun sína strax á þessu ári og á endum binda meiri koltvísýring en það losar. Sérstakur verkefnisstjóri verður ráðinn til að fylgja loftslagsstefnunni eftir. Mest losun stjórnarráðsins er til komin vegna flugferða starfsmanna þess erlendis eða um tveir þriðju hlutar losunarinnar. Þar á eftir koma ferðir starfsfólks til og frá vinnu (16%), akstur á vegum ráðuneyta (7%), losun frá mötuneytum (5%), flugferðir starfsmanna innanlands (3%), losun vegna úrgangs sem fellur til (1%) og orkunotkun (1%).Fækka innlendum flugferðum um tæpan fimmtung Aðgerðirnar sem ráðist verður í ná til fjögurra ára til ársins 2022. Til að byrja með á að veita losun frá flugi sérstaka athygli með það fyrir augum að draga úr henni án þess að setja alþjóðlegu samstarfi og skuldbindingum Íslands skorður. Markmiðið er að fækka flugferðum erlendis um 2% og innanlands um 19%. Tækifæri eru sögð leynast til samdráttar í skipulagningu og fjölgun fjarfunda. Þannig á að þróa veflausn fyrir skipulagningu ferða sem veitir upplýsingar um kolefnisspor mismunandi leiða. Þannig verði hægt að fylgjast með kolefnislosun ferða á sama hátt og fylgst sé með kostnaði í krónum talið. Þá verður fjarfundarbúnaði komið upp í öllum ráðuneytum og starfsmönnum veitt fræðsla og þjálfun í notkun hans ásamt leiðbeiningum um hvaða fundir henta sem fjarfundir. Ráðuneytin eiga jafnframt að setja sér markmið um aukið hlutfall fjarfunda. Á þessu ári stendur einnig til að fjölga hleðslustöðvum rafbíla við ráðuneyti, koma upp hjólaaðstöðu fyrir starfsmenn og efla þekkingu starfsmanna á loftslagsmálum. Markmiðið er að draga úr losun vegna ferða starfsmanna til og frá vinnu um rúman fimmtung. Einnig verður starfsmönnum boðið upp á rafhjól fyrir styttri vinnuferðir. Til að draga úr losun vegna aksturs á vegum ráðuneyta um 30% ætlar stjórnarráðið að semja við bílaleigur um að nýta vistvæna bíla og óska sérstaklega eftir visthæfum leigubílum. Þá stendur til að rafvæða bílaflota stjórnarráðsins, þar á meðal ráðherra- og þjónustubíla. Fyrir kolefnisjöfnun stjórnarráðsins á að koma á fót sérstöku landgræðslusvæði sem ráðuneyti og stofnanir hafa val um að nýta þar sem starfsmenn planta sjálfir. Bílaleigur Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Allar ríkisstofnanir skyldaðar til að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. 2. apríl 2019 06:30 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjá meira
Kolefnislosun flugferða verður tekin með í reikninginn og fjarfundum verður fjölgað samkvæmt loftslagsstefnu stjórnarráðsins sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Markmiðið er að stjórnarráðið dragi úr losun á gróðurhúsalofttegundum um 40% fyrir árið 2030. Loftslagsstefnan nær til allra tíu ráðuneyta stjórnarráðsins og rekstrarfélags stjórnarráðsins en til viðbótar eru gerðar kröfur til ríkisstofnana um aðgerðir í loftslagsmálum, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Auk samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun ætlar stjórnarráðið sér að kolefnisjafna alla losun sína strax á þessu ári og á endum binda meiri koltvísýring en það losar. Sérstakur verkefnisstjóri verður ráðinn til að fylgja loftslagsstefnunni eftir. Mest losun stjórnarráðsins er til komin vegna flugferða starfsmanna þess erlendis eða um tveir þriðju hlutar losunarinnar. Þar á eftir koma ferðir starfsfólks til og frá vinnu (16%), akstur á vegum ráðuneyta (7%), losun frá mötuneytum (5%), flugferðir starfsmanna innanlands (3%), losun vegna úrgangs sem fellur til (1%) og orkunotkun (1%).Fækka innlendum flugferðum um tæpan fimmtung Aðgerðirnar sem ráðist verður í ná til fjögurra ára til ársins 2022. Til að byrja með á að veita losun frá flugi sérstaka athygli með það fyrir augum að draga úr henni án þess að setja alþjóðlegu samstarfi og skuldbindingum Íslands skorður. Markmiðið er að fækka flugferðum erlendis um 2% og innanlands um 19%. Tækifæri eru sögð leynast til samdráttar í skipulagningu og fjölgun fjarfunda. Þannig á að þróa veflausn fyrir skipulagningu ferða sem veitir upplýsingar um kolefnisspor mismunandi leiða. Þannig verði hægt að fylgjast með kolefnislosun ferða á sama hátt og fylgst sé með kostnaði í krónum talið. Þá verður fjarfundarbúnaði komið upp í öllum ráðuneytum og starfsmönnum veitt fræðsla og þjálfun í notkun hans ásamt leiðbeiningum um hvaða fundir henta sem fjarfundir. Ráðuneytin eiga jafnframt að setja sér markmið um aukið hlutfall fjarfunda. Á þessu ári stendur einnig til að fjölga hleðslustöðvum rafbíla við ráðuneyti, koma upp hjólaaðstöðu fyrir starfsmenn og efla þekkingu starfsmanna á loftslagsmálum. Markmiðið er að draga úr losun vegna ferða starfsmanna til og frá vinnu um rúman fimmtung. Einnig verður starfsmönnum boðið upp á rafhjól fyrir styttri vinnuferðir. Til að draga úr losun vegna aksturs á vegum ráðuneyta um 30% ætlar stjórnarráðið að semja við bílaleigur um að nýta vistvæna bíla og óska sérstaklega eftir visthæfum leigubílum. Þá stendur til að rafvæða bílaflota stjórnarráðsins, þar á meðal ráðherra- og þjónustubíla. Fyrir kolefnisjöfnun stjórnarráðsins á að koma á fót sérstöku landgræðslusvæði sem ráðuneyti og stofnanir hafa val um að nýta þar sem starfsmenn planta sjálfir.
Bílaleigur Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Allar ríkisstofnanir skyldaðar til að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. 2. apríl 2019 06:30 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjá meira
Allar ríkisstofnanir skyldaðar til að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. 2. apríl 2019 06:30