Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna mislinga Samúel Karl Ólason skrifar 9. apríl 2019 23:05 Börn að leik í Williamsburg í Brooklyn. AP/Mark Lennihan Yfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa lýst yfir neyðarástandi vegna mislinga sem komið hafa upp í samfélagi strangtrúaðra gyðinga í borginni. Íbúar hverfisins sem um ræðir verða látnir greiða sektir fari þeir ekki í bólusetningu en minnst 285 manns hafa greinst með mislinga í hverfinu frá því í september. Um er að ræða stærsta faraldur borgarinnar frá 1991. Enn sem komið er hefur enginn látið lífið.Samkvæmt AP fréttaveitunni er ekki hægt að þvinga fólk í bólusetningu en borgin mun sekta alla þá sem ekki fara í bólusetningu um þúsund dali. Fyrr í vikunni var trúarlegum skólum og dagvistunum gert að úthýsa óbólusettum börnum. Annars gæti viðkomandi stofnunum verið lokað.Embættismenn kenna áróðri aðila sem deila dylgjum og lygum um bólusetningar um faraldurinn. Hér má sjá yfirlýsingu Bill De Blasio, borgarstjóra New York, í dag.New York Times vitnar í bækling sem hefur verið dreift í Brooklyn að undanförnu. Þar segir að bólusetningar valdi einhverfu og að bóluefni innihaldi erfðaefni úr fóstrum sem hafi verið eytt. Þar segir enn fremur að bóluefni séu einhver skærasta ógn heilsu fólks, sem er auðvitað ekki rétt.Í bæklingnum segir einnig að bóluefni innihaldi erfðaefni úr öpum, rottum og svínum og innihaldi blóð úr kúm en strangtrúaðir gyðingar mega ekki neita afurða sem unnar eru úr þeim dýrum. New York Times segir enn fremur að upp hafi komið tilvik þar sem foreldrar barna hafi reynt að hylja yfir smit barna sinna. AP fréttaveitan segir fregnum þessum hafa verið tekið misvel í Brooklyn og einhverjir íbúar sem rætt var við segi ekki við hæfi að þvinga fólk til að fá bólusetningu sem vill það ekki. Einn íbúi sagði augljóst að það væri mikið um mislingasmit í hverfinu og það væri slæmt. Hann var sömuleiðis sannfærður um að bóluefni væru slæm og hver aðili ætti að fá að taka ákvörðun fyrir sig. Það er þó til fólk sem getur ekki farið í bólusetningar vegna heilsu þeirra. Yfirvöld Bandaríkjanna lýstu því yfir árið 2000 að búið væri að útrýma mislingum þar í landi. Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Yfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa lýst yfir neyðarástandi vegna mislinga sem komið hafa upp í samfélagi strangtrúaðra gyðinga í borginni. Íbúar hverfisins sem um ræðir verða látnir greiða sektir fari þeir ekki í bólusetningu en minnst 285 manns hafa greinst með mislinga í hverfinu frá því í september. Um er að ræða stærsta faraldur borgarinnar frá 1991. Enn sem komið er hefur enginn látið lífið.Samkvæmt AP fréttaveitunni er ekki hægt að þvinga fólk í bólusetningu en borgin mun sekta alla þá sem ekki fara í bólusetningu um þúsund dali. Fyrr í vikunni var trúarlegum skólum og dagvistunum gert að úthýsa óbólusettum börnum. Annars gæti viðkomandi stofnunum verið lokað.Embættismenn kenna áróðri aðila sem deila dylgjum og lygum um bólusetningar um faraldurinn. Hér má sjá yfirlýsingu Bill De Blasio, borgarstjóra New York, í dag.New York Times vitnar í bækling sem hefur verið dreift í Brooklyn að undanförnu. Þar segir að bólusetningar valdi einhverfu og að bóluefni innihaldi erfðaefni úr fóstrum sem hafi verið eytt. Þar segir enn fremur að bóluefni séu einhver skærasta ógn heilsu fólks, sem er auðvitað ekki rétt.Í bæklingnum segir einnig að bóluefni innihaldi erfðaefni úr öpum, rottum og svínum og innihaldi blóð úr kúm en strangtrúaðir gyðingar mega ekki neita afurða sem unnar eru úr þeim dýrum. New York Times segir enn fremur að upp hafi komið tilvik þar sem foreldrar barna hafi reynt að hylja yfir smit barna sinna. AP fréttaveitan segir fregnum þessum hafa verið tekið misvel í Brooklyn og einhverjir íbúar sem rætt var við segi ekki við hæfi að þvinga fólk til að fá bólusetningu sem vill það ekki. Einn íbúi sagði augljóst að það væri mikið um mislingasmit í hverfinu og það væri slæmt. Hann var sömuleiðis sannfærður um að bóluefni væru slæm og hver aðili ætti að fá að taka ákvörðun fyrir sig. Það er þó til fólk sem getur ekki farið í bólusetningar vegna heilsu þeirra. Yfirvöld Bandaríkjanna lýstu því yfir árið 2000 að búið væri að útrýma mislingum þar í landi.
Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira