Meistararnir reiðir dómaranum eftir tap í framlengingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. mars 2019 09:30 Golden State Warriors tapaði í framlengingu fyrir Minnesota Timberwolves í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Liðsmenn Warriors voru dómurunum mjög reiðir í lok leiksins. Heimamenn í Timberwolves unnu leikinn með einu stigi, 131-130, og kom sigurstigið af vítalínunni þegar hálf sekúnda var eftir af leiknum. Kevin Durant braut á Karl-Anthony Towns og sendi hann á vítalínuna, Towns setti fyrra skotið ofan í en klikkaði á því seinna. Það var þó ekki sú villa sem truflaði Steve Kerr þjálfara mest. Þegar 4,4 sekúndur voru eftir greip Durant boltann, snéri sér í átt að körfunni og skaut þriggja stiga körfu sem hefði jafnað leikinn. Það var hins vegar brotið á honum og dómari leiksins sagði brotið hafa komið áður en Durant skaut og því fékk karfan ekki að standa né fékk Durant vítaskot. „Ég horfði á endursýningu af þessu. Hann greip boltann og skaut. Þetta er fjögurra stiga sókn. Ég skil þetta ekki. Ef það er brotið á þér þegar þú grípur og ferð í skot færðu körfu góða og vítaskot í hvaða deild sem er,“ sagði Kerr eftir leikinn. Í næstu sókn náði Stephen Curry að jafna með erfiðum þrist í 130-130, en eins og áður segir náði Towns að taka sigurinn fyrir Timberwolves. Golden State er enn á toppi vesturdeildarinnar og öruggt með sæti í úrslitakeppninni á meðan Minnesota á ekki möguleika á að komast þangað.the BEST OT PLAYS as the @Timberwolves top the @warriors in a thrilling finish at home! #AllEyesNorthpic.twitter.com/u4St8W2UXL — NBA (@NBA) March 30, 2019 Denver Nuggets náði hins vegar að jafna Golden State á toppnum með sigri á Oklahoma City Thunder í Oklahoma. Jamal Murray skoraði 27 stig og Nikola Jokic 23 fyrir Nuggets í 115-105 sigri. Sigur Nuggets var nokkuð öruggur en gestirnir voru með yfirhöndina nær allan tíman. Jerami Grant náði að jafna leikinn fyrir Oklahoma í þriðja leikhluta en Denver svaraði með 14-2 áhlaupi og leiddi með 11 stigum fyrir fjórða leikhlutann.Nikola Jokic (23 PTS, 16 REB) and @BeMore27 (27 PTS, 9 AST) combine for 50 to lead the @nuggets past OKC! #MileHighBasketballpic.twitter.com/SSIZZp1J2n — NBA (@NBA) March 30, 2019 Boston Celtics hefur ekki átt góðu gengi að fagna síðustu vikur en náðu í mikilvægan sigur á Indiana Pacers í nótt, liði sem þeir gætu vel mætt í úrslitakeppninni. Kyrie Irving skoraði sigurkörfuna þegar sekúndubrot voru eftir af leiknum og tryggði Boston 114-112 sigur. Irving kláraði leikinn með 30 stig og fimm stoðsendingar en hann hefur farið í að minnsta kosti 30 stig í fimm af síðustu sex leikjum. Al Horford bætti við 19 stigum og Aron Baynes setti 13 stig og tók 13 fráköst. Eins og er eru þessi lið í 4. og 5. sæti austurdeildarinnar og myndu því mætast í 8-liða úrslitunum. Boston er 2-1 yfir í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur en þau eiga eftir að mætast einu sinni enn í deildarkeppninni.@KyrieIrving goes for 30 PTS and hits the game-winning lay-up in the @celtics home W! #CUsRisepic.twitter.com/KFsjuR2UMT — NBA (@NBA) March 30, 2019Úrslit næturinnar: Boston Celtics - Indiana Pacers 114-112 Atlanta Hawks - Portland Trail Blazers 98-118 Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors 131-130 Oklahoma City Thunder - Denver Nuggets 105-115 Utah Jazz - Washington Wizards 128-124 Los Angeles Lakers - Charlotte Hornets 129-115 NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Golden State Warriors tapaði í framlengingu fyrir Minnesota Timberwolves í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Liðsmenn Warriors voru dómurunum mjög reiðir í lok leiksins. Heimamenn í Timberwolves unnu leikinn með einu stigi, 131-130, og kom sigurstigið af vítalínunni þegar hálf sekúnda var eftir af leiknum. Kevin Durant braut á Karl-Anthony Towns og sendi hann á vítalínuna, Towns setti fyrra skotið ofan í en klikkaði á því seinna. Það var þó ekki sú villa sem truflaði Steve Kerr þjálfara mest. Þegar 4,4 sekúndur voru eftir greip Durant boltann, snéri sér í átt að körfunni og skaut þriggja stiga körfu sem hefði jafnað leikinn. Það var hins vegar brotið á honum og dómari leiksins sagði brotið hafa komið áður en Durant skaut og því fékk karfan ekki að standa né fékk Durant vítaskot. „Ég horfði á endursýningu af þessu. Hann greip boltann og skaut. Þetta er fjögurra stiga sókn. Ég skil þetta ekki. Ef það er brotið á þér þegar þú grípur og ferð í skot færðu körfu góða og vítaskot í hvaða deild sem er,“ sagði Kerr eftir leikinn. Í næstu sókn náði Stephen Curry að jafna með erfiðum þrist í 130-130, en eins og áður segir náði Towns að taka sigurinn fyrir Timberwolves. Golden State er enn á toppi vesturdeildarinnar og öruggt með sæti í úrslitakeppninni á meðan Minnesota á ekki möguleika á að komast þangað.the BEST OT PLAYS as the @Timberwolves top the @warriors in a thrilling finish at home! #AllEyesNorthpic.twitter.com/u4St8W2UXL — NBA (@NBA) March 30, 2019 Denver Nuggets náði hins vegar að jafna Golden State á toppnum með sigri á Oklahoma City Thunder í Oklahoma. Jamal Murray skoraði 27 stig og Nikola Jokic 23 fyrir Nuggets í 115-105 sigri. Sigur Nuggets var nokkuð öruggur en gestirnir voru með yfirhöndina nær allan tíman. Jerami Grant náði að jafna leikinn fyrir Oklahoma í þriðja leikhluta en Denver svaraði með 14-2 áhlaupi og leiddi með 11 stigum fyrir fjórða leikhlutann.Nikola Jokic (23 PTS, 16 REB) and @BeMore27 (27 PTS, 9 AST) combine for 50 to lead the @nuggets past OKC! #MileHighBasketballpic.twitter.com/SSIZZp1J2n — NBA (@NBA) March 30, 2019 Boston Celtics hefur ekki átt góðu gengi að fagna síðustu vikur en náðu í mikilvægan sigur á Indiana Pacers í nótt, liði sem þeir gætu vel mætt í úrslitakeppninni. Kyrie Irving skoraði sigurkörfuna þegar sekúndubrot voru eftir af leiknum og tryggði Boston 114-112 sigur. Irving kláraði leikinn með 30 stig og fimm stoðsendingar en hann hefur farið í að minnsta kosti 30 stig í fimm af síðustu sex leikjum. Al Horford bætti við 19 stigum og Aron Baynes setti 13 stig og tók 13 fráköst. Eins og er eru þessi lið í 4. og 5. sæti austurdeildarinnar og myndu því mætast í 8-liða úrslitunum. Boston er 2-1 yfir í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur en þau eiga eftir að mætast einu sinni enn í deildarkeppninni.@KyrieIrving goes for 30 PTS and hits the game-winning lay-up in the @celtics home W! #CUsRisepic.twitter.com/KFsjuR2UMT — NBA (@NBA) March 30, 2019Úrslit næturinnar: Boston Celtics - Indiana Pacers 114-112 Atlanta Hawks - Portland Trail Blazers 98-118 Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors 131-130 Oklahoma City Thunder - Denver Nuggets 105-115 Utah Jazz - Washington Wizards 128-124 Los Angeles Lakers - Charlotte Hornets 129-115
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira