Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2019 10:24 Biden var varaforseti Baracks Obama og er talinn líklegur til afreka bjóði hann sig fram í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Vísir/EPA Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins, hefur verið sakaður um að hafa snert ríkisþingkonu flokksins á óviðeigandi hátt og kysst hana gegn vilja hennar fyrir fimm árum. Biden hefur mælst með einn mesta stuðninginn um mögulega forsetaframbjóðendur flokks síns þrátt fyrir að hann hafi enn ekki lýst yfir framboði. Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkona demókrata í Nevada, birti grein þar sem hún lýsti hegðun Biden í sinn garð á vefsíðunni The Cut í gær. Hún fullyrðir að Biden hafi snert sig og kysst á kosningafundi fyrir framboð hennar til vararíkisstjóra árið 2014. Biden segir hún hafa nálgast hana aftan frá, lagt hendur sínar á herðar hennar og kysst hana aftan á höfuðið þegar hún var að búa sig undir að ávarpa stuðningsmenn. „Hann smellti á mig löngum og miklum kossi aftan á höfuðið. Heilinn minn gat ekki unnið úr því sem var að gerast. Ég var vandræðaleg. Ég var í áfalli. Ég var ringluð,“ skrifar Flores. Hún hafi helst viljað að jörðin gleypti hana en að hún hafi sig hvergi getað hrært. „Ég vildi ekkert heitar en að koma Biden frá mér. Nafnið mitt var kallað upp og ég hef aldrei verið fegnari að fara upp á svið fyrir framan áhorfendur,“ segir hún. Segist ekki muna eftir atvikinu sem Flores lýsir Talsmaður Biden segir að hvorki hann né starfsmenn hans hafi haft nokkurn grun um að Flores hafi liðið illa nokkurn tímann þegar varaforsetinn studdi framboð hennar í Nevada og þeir muni ekki eftir atvikinu sem hún lýsi. „En Biden varaforseti trúir því að frú Flores hafi fullan rétt á að deila minningum sínum og hugsunum og að það sé breyting til þess betra í samfélagi okkar að hún hafi tækifæri til þess. Hann virðir frú Flores sem sterka og sjálfstæða rödd í stjórnmálunum og óskar henni aðeins þess besta,“ segir í yfirlýsingunni sem Washington Post segir frá. Biden lýsti sjálfum sér sem „stjórnmálamanni snertinga“ í ræðu um miðjan þennan mánuð. „Ég hef alltaf verið það og það kemur mér líka í klandur vegna þess að ég held að ég geti skynjað og bragðað það sem er í gangi,“ sagði varaforseti Baracks Obama. Washington Post rifjar upp að fjöldi mynda og myndbanda sé til að Biden á opinberum samkomum þar sem hann faðmar, kyssir og stendur þétt upp við konur. Þau atvik hafi jafnan verið afskrifuð sem sakleysisleg. Í skoðanakönnunum fyrir forval demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári hefur Biden mælst með einn mest fylgi, allt að 25 prósent. Hann hefur þó ekki lýst yfir framboði en talið hefur verið líklegt að hann geri það á næstunni. Bandaríkin MeToo Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins, hefur verið sakaður um að hafa snert ríkisþingkonu flokksins á óviðeigandi hátt og kysst hana gegn vilja hennar fyrir fimm árum. Biden hefur mælst með einn mesta stuðninginn um mögulega forsetaframbjóðendur flokks síns þrátt fyrir að hann hafi enn ekki lýst yfir framboði. Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkona demókrata í Nevada, birti grein þar sem hún lýsti hegðun Biden í sinn garð á vefsíðunni The Cut í gær. Hún fullyrðir að Biden hafi snert sig og kysst á kosningafundi fyrir framboð hennar til vararíkisstjóra árið 2014. Biden segir hún hafa nálgast hana aftan frá, lagt hendur sínar á herðar hennar og kysst hana aftan á höfuðið þegar hún var að búa sig undir að ávarpa stuðningsmenn. „Hann smellti á mig löngum og miklum kossi aftan á höfuðið. Heilinn minn gat ekki unnið úr því sem var að gerast. Ég var vandræðaleg. Ég var í áfalli. Ég var ringluð,“ skrifar Flores. Hún hafi helst viljað að jörðin gleypti hana en að hún hafi sig hvergi getað hrært. „Ég vildi ekkert heitar en að koma Biden frá mér. Nafnið mitt var kallað upp og ég hef aldrei verið fegnari að fara upp á svið fyrir framan áhorfendur,“ segir hún. Segist ekki muna eftir atvikinu sem Flores lýsir Talsmaður Biden segir að hvorki hann né starfsmenn hans hafi haft nokkurn grun um að Flores hafi liðið illa nokkurn tímann þegar varaforsetinn studdi framboð hennar í Nevada og þeir muni ekki eftir atvikinu sem hún lýsi. „En Biden varaforseti trúir því að frú Flores hafi fullan rétt á að deila minningum sínum og hugsunum og að það sé breyting til þess betra í samfélagi okkar að hún hafi tækifæri til þess. Hann virðir frú Flores sem sterka og sjálfstæða rödd í stjórnmálunum og óskar henni aðeins þess besta,“ segir í yfirlýsingunni sem Washington Post segir frá. Biden lýsti sjálfum sér sem „stjórnmálamanni snertinga“ í ræðu um miðjan þennan mánuð. „Ég hef alltaf verið það og það kemur mér líka í klandur vegna þess að ég held að ég geti skynjað og bragðað það sem er í gangi,“ sagði varaforseti Baracks Obama. Washington Post rifjar upp að fjöldi mynda og myndbanda sé til að Biden á opinberum samkomum þar sem hann faðmar, kyssir og stendur þétt upp við konur. Þau atvik hafi jafnan verið afskrifuð sem sakleysisleg. Í skoðanakönnunum fyrir forval demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári hefur Biden mælst með einn mest fylgi, allt að 25 prósent. Hann hefur þó ekki lýst yfir framboði en talið hefur verið líklegt að hann geri það á næstunni.
Bandaríkin MeToo Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira