Sleit viðskiptum sem rúmast ekki innan áhættustefnu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. mars 2019 07:15 Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Borgunar. Borgun sagði í lok síðasta árs upp viðskiptasamböndum við seljendur sem ekki rúmast innan nýrrar áhættustefnu kortafyrirtækisins, að því er fram kemur í ársreikningi fyrirtækisins fyrir síðasta ár. Forsvarsmenn Borgunar segjast þannig setja langtímahagsmuni framar skammtímasjónarmiðum og telja að uppsagnirnar muni vera fyrirtækinu til hagsbóta til framtíðar. Sem kunnugt er gerði Fjármálaeftirlitið á árinu 2017 margvíslegar athugasemdir við eftirlit kortafyrirtækisins með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Krafðist eftirlitið þess meðal annars að Borgun sliti viðskiptasambandi sínu við tíu erlend fyrirtæki vegna þess að fyrirtækið kannaði ekki áreiðanleika upplýsinga um þau með fullnægjandi hætti. Í skýringum við ársreikning Borgunar fyrir síðasta ár er bent á að síðla árs 2017 hafi viðskiptasamböndum verið sagt upp við töluverðan fjölda seljenda sem seldu þjónustu eingöngu yfir internetið utan heimamarkaða. Ekki hafi verið stofnað til nýrra viðskiptasambanda við slíka seljendur á síðasta ári. Þá hafi Borgun ákveðið, í samræmi við nýja áhættustefnu sína, að segja upp viðskiptasamböndum sem ekki rúmist innan stefnunnar. Eins og Markaðurinn hefur greint frá nam tap Borgunar tæplega 1,1 milljarði króna í fyrra. Í ársreikningnum er tekið fram að tapið skýrist fyrst og fremst af hratt minnkandi tekjum af erlendum viðskiptum hjá seljendum sem selja vöru og þjónustu eingöngu yfir internetið. Auk þess megi rekja lægri hreinar þjónustutekjur til aukins kostnaðar umfram tekjur af innlendri færsluhirðingu sem skýrist aðallega af drætti í innleiðingu á nýjum lögum um lækkun milligjalda. Þá hafi hreinar þjónustutekjur einnig lækkað vegna neikvæðrar framlegðar af stórum erlendum seljanda sem Borgun tók í viðskipti í lok árs 2017. Hreinar rekstrartekjur Borgunar voru 2.031 milljón króna í fyrra og drógust saman um 52 prósent á milli ára. Rekstrargjöld voru 3.312 milljónir á síðasta ári og lækkuðu um tæp 11 prósent frá fyrra ári. Íslandsbanki ákvað í byrjun ársins að hefja að nýju söluferli á 63,5 prósenta hlut bankans í Borgun, eins og fram hefur komið í Markaðinum, en alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið Corestar Partners stýrir ferlinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Sjá meira
Borgun sagði í lok síðasta árs upp viðskiptasamböndum við seljendur sem ekki rúmast innan nýrrar áhættustefnu kortafyrirtækisins, að því er fram kemur í ársreikningi fyrirtækisins fyrir síðasta ár. Forsvarsmenn Borgunar segjast þannig setja langtímahagsmuni framar skammtímasjónarmiðum og telja að uppsagnirnar muni vera fyrirtækinu til hagsbóta til framtíðar. Sem kunnugt er gerði Fjármálaeftirlitið á árinu 2017 margvíslegar athugasemdir við eftirlit kortafyrirtækisins með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Krafðist eftirlitið þess meðal annars að Borgun sliti viðskiptasambandi sínu við tíu erlend fyrirtæki vegna þess að fyrirtækið kannaði ekki áreiðanleika upplýsinga um þau með fullnægjandi hætti. Í skýringum við ársreikning Borgunar fyrir síðasta ár er bent á að síðla árs 2017 hafi viðskiptasamböndum verið sagt upp við töluverðan fjölda seljenda sem seldu þjónustu eingöngu yfir internetið utan heimamarkaða. Ekki hafi verið stofnað til nýrra viðskiptasambanda við slíka seljendur á síðasta ári. Þá hafi Borgun ákveðið, í samræmi við nýja áhættustefnu sína, að segja upp viðskiptasamböndum sem ekki rúmist innan stefnunnar. Eins og Markaðurinn hefur greint frá nam tap Borgunar tæplega 1,1 milljarði króna í fyrra. Í ársreikningnum er tekið fram að tapið skýrist fyrst og fremst af hratt minnkandi tekjum af erlendum viðskiptum hjá seljendum sem selja vöru og þjónustu eingöngu yfir internetið. Auk þess megi rekja lægri hreinar þjónustutekjur til aukins kostnaðar umfram tekjur af innlendri færsluhirðingu sem skýrist aðallega af drætti í innleiðingu á nýjum lögum um lækkun milligjalda. Þá hafi hreinar þjónustutekjur einnig lækkað vegna neikvæðrar framlegðar af stórum erlendum seljanda sem Borgun tók í viðskipti í lok árs 2017. Hreinar rekstrartekjur Borgunar voru 2.031 milljón króna í fyrra og drógust saman um 52 prósent á milli ára. Rekstrargjöld voru 3.312 milljónir á síðasta ári og lækkuðu um tæp 11 prósent frá fyrra ári. Íslandsbanki ákvað í byrjun ársins að hefja að nýju söluferli á 63,5 prósenta hlut bankans í Borgun, eins og fram hefur komið í Markaðinum, en alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið Corestar Partners stýrir ferlinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Sjá meira