Keyptu miða á „einvígi“ LeBron og Giannis en fengu að sjá hvorugan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 07:30 LeBron James hefur verið í borgaralegum klæðum í mörgum leikjum Los Angeles Lakers í vetur. Getty/Carlos Osorio Golden State Warriors bætti fyrir kvöldið áður og komu sér aftur í toppsæti Vesturdeildarinnar í NBA með sigri í Minnesota í nótt. Brooklyn Nets var þó lið næturinnar eftir að hafa unnið upp 28 stiga forskot í Sacramento. Los Angeles Lakers tapaði enn einum leiknum nú risastjörnulausum leik í Milwaukee.Brook Lopez (28 PTS, 5 3PM) and @Khris22m (30 PTS, 10 REB, 5 AST) combine for 58 in the @Bucks home victory vs. LAL! #FearTheDeerpic.twitter.com/mD1r6u5KaI — NBA (@NBA) March 20, 2019Eina tækifæri fólksins í Milwaukee á þessu tímabili til að sjá einvígi á milli risastjarnanna LeBron James og Giannis Antetokounmpo varð að engu í nótt þegar Milwaukee Bucks vann 115-101 sigur á Los Angeles Lakers. LeBron James hvíldi nárann sinn í leiknum og Giannis Antetokounmpo gat ekki spilað vegna ökklameiðsla. Þeir voru einmitt þeir leikmenn sem fengu flest atkvæði í kosningunni í stjörnuleikinn og voru fyrirliðar stjörnuliðanna. Það voru því örugglega margir svekktir áhorfendur sem hefðu keypt miða til að sjá „einvígi“ LeBron og Giannis en fengu að sjá hvorugan. Næsta tækifæri er ekki fyrr en á næsta tímabili því Lakers er ekki á leiðinni í úrslitakeppnina eins og Milwaukee Bucks. Khris Middleton skoraði 30 stig og tók 10 fráköst fyrir Milwaukee Bucks, Brook Lopez setti niður 28 stig og Nikola Mirotic bætti við 23 stigum. Bucks liðið hefur unnið 53 af 71 leik sínum í vetur og er með besta árangurinn í allri NBA-deildarinnar. Kentavious Caldwell-Pope var atkvæðamestur hjá Lakers með 35 stig og Kyle Kuzma bætti við 17 stigum en þetta var fjórða tap liðsins í röð og það níunda í síðustu tíu leikjum.#DubNation@StephenCurry30 pours in 36 PTS, 8 3PM to fuel the @warriors victory vs. MIN! pic.twitter.com/WNyuATXopq — NBA (@NBA) March 20, 2019Stephen Curry skoraði 22 af 36 stigum sínum í þriðja leikhlutanum og Klay Thompson bætti við 28 stigum þegar Golden State Warriors vann 117-107 sigur á Minnesota Timberwolves og komst aftur í toppsæti Vesturdeildarinnar. Svíinn Jonas Jerebko átti flottan leik og skoraði 18 stig eða einu meira en Kevin Durant. Draymond Green var með 10 fráköst og 9 stoðsendingar en skoraði þó bara 5 stig. Curry hitti úr 8 af 14 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og er hann því kominn með 300 þrista á tímabilinu í þriðja sinn á fjórum árum. Karl-Anthony Towns var með 26 stig og 21 frákast fyrir Timberwolves liðið.Career-high 44 PTS (6 3PM), 12 AST 27 4th quarter PTS Spark 28-point comeback W@Dloading shines as the @BrooklynNets are victorious in Sacramento! #WeGoHardpic.twitter.com/lb77Wt3Zmx — NBA (@NBA) March 20, 2019Bakvörðurinn D'Angelo Russell átti magnaðan leik þegar Brooklyn Nets vann 123-121 sigur á Sacramento Kings á útivelli. Russell var með 44 stig og 12 stoðsendingar í leiknum en enginn skoraði fleiri stig eða gaf fleiri stoðsendingar í leikjum NBA-deildarinnar í nótt. Russell skoraði 27 af 44 stigum sínum í fjórða leikhluta og var lykilmaður í að Brooklyn Nets vann upp 28 stiga forskot Kings í seinni hálfleiknum. Það var hins vegar Rondae Hollis-Jefferson sem skoraði sigurkörfuna þegar minna en sekúnda var eftir af leiknum.the BEST BUCKETS from 2nd half of the @BrooklynNets 28-point comeback win in Sacramento! #WeGoHardpic.twitter.com/mi0Kf2iqEE — NBA (@NBA) March 20, 2019@JHarden13 goes for 31 PTS, 10 AST, 8 REB, becoming the first player in @NBAHistory to score 30+ points against all 29 opponents in the same season! #Rocketspic.twitter.com/W7P6p2DBBg — NBA (@NBA) March 20, 2019James Harden var með 31 stig og 10 stoðsendingar, Clint Capela bauð upp á 26 stig og 11 fráköst og Chris Paul var með 13 stig og 11 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann 121-105 sigur á Atlanta Hawks. Þetta var þriðji sigur Houston liðsins í röð.JJ Redick sparks the @sixers win over CHA with 27 PTS (7 3PM), 10 REB, 8 AST! #HereTheyComepic.twitter.com/urH6qlhyIk — NBA (@NBA) March 20, 2019Ben Simmons skoraði 28 stig og JJ Redick var með 27 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Philadelphia 76ers fagnaði sínum fimmta sigri í röð nú 118-114 útisigri á Charlotte Hornets. Jimmy Butler var með 23 stig og 9 stoðsendingar og Tobias Harris skoraði 22 stig og tók 12 fráköst.@gallinari8888's game-high 24 PTS power the @LAClippers 3rd straight W! #ClipperNationpic.twitter.com/CXKGtDBDIe — NBA (@NBA) March 20, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Indiana Pacers 115-109 Sacramento Kings - Brooklyn Nets 121-123 Milwaukee Bucks - Los Angeles Lakers 115-101 Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors 107-117 Atlanta Hawks - Houston Rockets 105-121 Charlotte Hornets - Philadelphia 76ers 114-118 NBA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Golden State Warriors bætti fyrir kvöldið áður og komu sér aftur í toppsæti Vesturdeildarinnar í NBA með sigri í Minnesota í nótt. Brooklyn Nets var þó lið næturinnar eftir að hafa unnið upp 28 stiga forskot í Sacramento. Los Angeles Lakers tapaði enn einum leiknum nú risastjörnulausum leik í Milwaukee.Brook Lopez (28 PTS, 5 3PM) and @Khris22m (30 PTS, 10 REB, 5 AST) combine for 58 in the @Bucks home victory vs. LAL! #FearTheDeerpic.twitter.com/mD1r6u5KaI — NBA (@NBA) March 20, 2019Eina tækifæri fólksins í Milwaukee á þessu tímabili til að sjá einvígi á milli risastjarnanna LeBron James og Giannis Antetokounmpo varð að engu í nótt þegar Milwaukee Bucks vann 115-101 sigur á Los Angeles Lakers. LeBron James hvíldi nárann sinn í leiknum og Giannis Antetokounmpo gat ekki spilað vegna ökklameiðsla. Þeir voru einmitt þeir leikmenn sem fengu flest atkvæði í kosningunni í stjörnuleikinn og voru fyrirliðar stjörnuliðanna. Það voru því örugglega margir svekktir áhorfendur sem hefðu keypt miða til að sjá „einvígi“ LeBron og Giannis en fengu að sjá hvorugan. Næsta tækifæri er ekki fyrr en á næsta tímabili því Lakers er ekki á leiðinni í úrslitakeppnina eins og Milwaukee Bucks. Khris Middleton skoraði 30 stig og tók 10 fráköst fyrir Milwaukee Bucks, Brook Lopez setti niður 28 stig og Nikola Mirotic bætti við 23 stigum. Bucks liðið hefur unnið 53 af 71 leik sínum í vetur og er með besta árangurinn í allri NBA-deildarinnar. Kentavious Caldwell-Pope var atkvæðamestur hjá Lakers með 35 stig og Kyle Kuzma bætti við 17 stigum en þetta var fjórða tap liðsins í röð og það níunda í síðustu tíu leikjum.#DubNation@StephenCurry30 pours in 36 PTS, 8 3PM to fuel the @warriors victory vs. MIN! pic.twitter.com/WNyuATXopq — NBA (@NBA) March 20, 2019Stephen Curry skoraði 22 af 36 stigum sínum í þriðja leikhlutanum og Klay Thompson bætti við 28 stigum þegar Golden State Warriors vann 117-107 sigur á Minnesota Timberwolves og komst aftur í toppsæti Vesturdeildarinnar. Svíinn Jonas Jerebko átti flottan leik og skoraði 18 stig eða einu meira en Kevin Durant. Draymond Green var með 10 fráköst og 9 stoðsendingar en skoraði þó bara 5 stig. Curry hitti úr 8 af 14 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og er hann því kominn með 300 þrista á tímabilinu í þriðja sinn á fjórum árum. Karl-Anthony Towns var með 26 stig og 21 frákast fyrir Timberwolves liðið.Career-high 44 PTS (6 3PM), 12 AST 27 4th quarter PTS Spark 28-point comeback W@Dloading shines as the @BrooklynNets are victorious in Sacramento! #WeGoHardpic.twitter.com/lb77Wt3Zmx — NBA (@NBA) March 20, 2019Bakvörðurinn D'Angelo Russell átti magnaðan leik þegar Brooklyn Nets vann 123-121 sigur á Sacramento Kings á útivelli. Russell var með 44 stig og 12 stoðsendingar í leiknum en enginn skoraði fleiri stig eða gaf fleiri stoðsendingar í leikjum NBA-deildarinnar í nótt. Russell skoraði 27 af 44 stigum sínum í fjórða leikhluta og var lykilmaður í að Brooklyn Nets vann upp 28 stiga forskot Kings í seinni hálfleiknum. Það var hins vegar Rondae Hollis-Jefferson sem skoraði sigurkörfuna þegar minna en sekúnda var eftir af leiknum.the BEST BUCKETS from 2nd half of the @BrooklynNets 28-point comeback win in Sacramento! #WeGoHardpic.twitter.com/mi0Kf2iqEE — NBA (@NBA) March 20, 2019@JHarden13 goes for 31 PTS, 10 AST, 8 REB, becoming the first player in @NBAHistory to score 30+ points against all 29 opponents in the same season! #Rocketspic.twitter.com/W7P6p2DBBg — NBA (@NBA) March 20, 2019James Harden var með 31 stig og 10 stoðsendingar, Clint Capela bauð upp á 26 stig og 11 fráköst og Chris Paul var með 13 stig og 11 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann 121-105 sigur á Atlanta Hawks. Þetta var þriðji sigur Houston liðsins í röð.JJ Redick sparks the @sixers win over CHA with 27 PTS (7 3PM), 10 REB, 8 AST! #HereTheyComepic.twitter.com/urH6qlhyIk — NBA (@NBA) March 20, 2019Ben Simmons skoraði 28 stig og JJ Redick var með 27 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Philadelphia 76ers fagnaði sínum fimmta sigri í röð nú 118-114 útisigri á Charlotte Hornets. Jimmy Butler var með 23 stig og 9 stoðsendingar og Tobias Harris skoraði 22 stig og tók 12 fráköst.@gallinari8888's game-high 24 PTS power the @LAClippers 3rd straight W! #ClipperNationpic.twitter.com/CXKGtDBDIe — NBA (@NBA) March 20, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Indiana Pacers 115-109 Sacramento Kings - Brooklyn Nets 121-123 Milwaukee Bucks - Los Angeles Lakers 115-101 Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors 107-117 Atlanta Hawks - Houston Rockets 105-121 Charlotte Hornets - Philadelphia 76ers 114-118
NBA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins