Forsætisráðherra hefur þungar áhyggjur af stöðunni í kjaraviðræðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2019 13:57 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðhrera, hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í kjaraviðræðum. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kveðst hafa þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem nú er komin í kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðnum. Boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR hefjast á föstudaginn en félögin slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í síðasta mánuði. Í þessari viku hefur svo slitnað upp úr viðræðum Starfsgreinasambandsins og SA sem og viðræðum Landssambands íslenskra verslunarmanna við SA. Aðgerðahópur SGS kom saman í gær til að hefja undirbúning verkfallsaðgerða en verði þær samþykktar af öllum 16 aðildarfélögunum gætu þær hafist í lok apríl eða byrjun maí hafi samningar ekki verið undirritaðir. Bæði fulltrúar atvinnurekenda sem og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa lýst stöðunni sem grafalvarlegri. „Ég hef auðvitað þungar áhyggjur af þeirri stöðu og hvet auðvitað aðila til þess að halda áfram að tala saman og skoða allar leiðir sem eru í boði til þess að leysa þessi mál farsællega. Ég vona auðvitað að komist verði hjá harðvítugum átökum þó að ég hafi að sjálfsögðu áhyggjur af stöðunni,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Ríkisstjórnin hefur kynnt ýmsar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum, til að mynda í húsnæðismálum og skattkerfisbreytingar. Spurð út í það hvort það komi til greina af hálfu stjórnvalda að ganga eitthvað lengra í aðgerðum segir Katrín: „Við höfum kynnt hluta af því sem við höfum verið að ræða við verkalýðshreyfinguna. Við höfum sömuleiðis verið að eiga óformleg samtöl um aðra þætti sem þjóna því markmið að bæta hér lífskjör og greiða þá þannig fyrir kjarasamningum. Þau samtöl hafa gengið ágætlega en eins og staðan er núna þá held ég að mikilvægt sé að fulltrúar atvinnurekenda og launafólks finni leiðir til þess að samtal þeirra geti haldið áfram.“ Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kveðst hafa þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem nú er komin í kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðnum. Boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR hefjast á föstudaginn en félögin slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í síðasta mánuði. Í þessari viku hefur svo slitnað upp úr viðræðum Starfsgreinasambandsins og SA sem og viðræðum Landssambands íslenskra verslunarmanna við SA. Aðgerðahópur SGS kom saman í gær til að hefja undirbúning verkfallsaðgerða en verði þær samþykktar af öllum 16 aðildarfélögunum gætu þær hafist í lok apríl eða byrjun maí hafi samningar ekki verið undirritaðir. Bæði fulltrúar atvinnurekenda sem og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa lýst stöðunni sem grafalvarlegri. „Ég hef auðvitað þungar áhyggjur af þeirri stöðu og hvet auðvitað aðila til þess að halda áfram að tala saman og skoða allar leiðir sem eru í boði til þess að leysa þessi mál farsællega. Ég vona auðvitað að komist verði hjá harðvítugum átökum þó að ég hafi að sjálfsögðu áhyggjur af stöðunni,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Ríkisstjórnin hefur kynnt ýmsar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum, til að mynda í húsnæðismálum og skattkerfisbreytingar. Spurð út í það hvort það komi til greina af hálfu stjórnvalda að ganga eitthvað lengra í aðgerðum segir Katrín: „Við höfum kynnt hluta af því sem við höfum verið að ræða við verkalýðshreyfinguna. Við höfum sömuleiðis verið að eiga óformleg samtöl um aðra þætti sem þjóna því markmið að bæta hér lífskjör og greiða þá þannig fyrir kjarasamningum. Þau samtöl hafa gengið ágætlega en eins og staðan er núna þá held ég að mikilvægt sé að fulltrúar atvinnurekenda og launafólks finni leiðir til þess að samtal þeirra geti haldið áfram.“
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira