Prentmet kaupir prentvinnslu Odda Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2019 16:06 Íslenskur prentiðnaður á í harðri alþjóðlegri samkeppni. Vísir/Gva Prentmet og Oddi hafa komist að samkomulagi um að Prentmet kaupi alla prentvinnslu Odda ásamt tækjum. Frá þessu greinir fyrrnefnda fyrirtækið í yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem það er um leið áréttað að kaupin séu meðal annars gerð með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. Þar segir jafnframt að sameinuð prentsmiðja verði rekin við Höfðabakka 7 þar sem Oddi er til húsa og að rúmlega 100 manns muni starfa hjá sameinuðu fyrirtæki. Sameining fyrirtækjanna er sögð svar við þeirri hörðu alþjóðlegu samkeppni sem íslenskur prentiðnaður stendur í þessi dægrin. Hann hafi til að mynda mátt þola óhagstæða gengis- og launaþróun sem torveldað hafi rekstur íslenskra prentverksmiðja. Það hafi til að mynda leitt til hópuppsagna, eins og Oddi mátti þola í upphafi síðasta árs. Haft er eftir Guðmundi Ragnari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Prentments, í tilkynningunni að kaupin á prentvinnslu Odda séu þannig til þess fallin að auka samkeppnishæfni íslensks prentverks. „Staðan í prentiðnaðinum hér á landi er þannig að það er nauðsynlegt að sameina fyrirtæki og efla iðnaðinn til framtíðar. Við hjónin teljum okkur vera að taka stórt skref í þá átt með þessum kaupum,” segir Guðmundur. Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda, tekur í sama streng. „,Með þessari sameiningu stendur öflugra félag eftir sem getur tryggt íslenskt prentverk og framleiðslu inn í framtíðina.“ Í tilkynningunni segir jafnframt að salan á framleiðsluhluta Odda feli í sér „lokaskrefið í grundvallarbreytingu félagsins úr framleiðslufélagi í sölu og markaðsfélag sem einbeitir sér að umbúðum og umbúðalausnum til annarra fyrirtækja. Í kjölfar breytinganna mun Kassagerðin ehf., sem er að fullu í eigu móðurfélags Odda, einbeita sér að sölu innfluttra umbúða til viðskiptavina.“ Tengdar fréttir Verksmiðjurnar tæmdar og vélbúnaðurinn seldur Prentsmiðjan Oddi hefur selt allan vélbúnaðinn í verksmiðjum Plastprents og Kassagerðarinnar úr landi. Kaupendur eru prentsmiðj- ur í Bandaríkjunum og Afríku. 22. ágúst 2018 05:51 Bókaprentun á ekki afturkvæmt til Íslands Meira en helmingur íslenskra bóka er nú prentaður erlendis. Framkvæmdastjóri hjá Odda á ekki von á að prentunin færist aftur til Íslands. 2. október 2017 22:05 Innbundið prent of dýrt hjá Odda "Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót. 29. september 2017 06:00 Íslenska bókin er innflutt og handverk gæti glatast úr landi Jólabókaflóðið mun um næstu jól bera nafn með rentu því líklegt er að næstum allar skáldsögur landsmanna komi til landsins með skipum. Glötun handverks er því raunhæfur möguleiki að sögn sérfróðra. 6. desember 2017 07:00 Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Sjá meira
Prentmet og Oddi hafa komist að samkomulagi um að Prentmet kaupi alla prentvinnslu Odda ásamt tækjum. Frá þessu greinir fyrrnefnda fyrirtækið í yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem það er um leið áréttað að kaupin séu meðal annars gerð með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. Þar segir jafnframt að sameinuð prentsmiðja verði rekin við Höfðabakka 7 þar sem Oddi er til húsa og að rúmlega 100 manns muni starfa hjá sameinuðu fyrirtæki. Sameining fyrirtækjanna er sögð svar við þeirri hörðu alþjóðlegu samkeppni sem íslenskur prentiðnaður stendur í þessi dægrin. Hann hafi til að mynda mátt þola óhagstæða gengis- og launaþróun sem torveldað hafi rekstur íslenskra prentverksmiðja. Það hafi til að mynda leitt til hópuppsagna, eins og Oddi mátti þola í upphafi síðasta árs. Haft er eftir Guðmundi Ragnari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Prentments, í tilkynningunni að kaupin á prentvinnslu Odda séu þannig til þess fallin að auka samkeppnishæfni íslensks prentverks. „Staðan í prentiðnaðinum hér á landi er þannig að það er nauðsynlegt að sameina fyrirtæki og efla iðnaðinn til framtíðar. Við hjónin teljum okkur vera að taka stórt skref í þá átt með þessum kaupum,” segir Guðmundur. Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda, tekur í sama streng. „,Með þessari sameiningu stendur öflugra félag eftir sem getur tryggt íslenskt prentverk og framleiðslu inn í framtíðina.“ Í tilkynningunni segir jafnframt að salan á framleiðsluhluta Odda feli í sér „lokaskrefið í grundvallarbreytingu félagsins úr framleiðslufélagi í sölu og markaðsfélag sem einbeitir sér að umbúðum og umbúðalausnum til annarra fyrirtækja. Í kjölfar breytinganna mun Kassagerðin ehf., sem er að fullu í eigu móðurfélags Odda, einbeita sér að sölu innfluttra umbúða til viðskiptavina.“
Tengdar fréttir Verksmiðjurnar tæmdar og vélbúnaðurinn seldur Prentsmiðjan Oddi hefur selt allan vélbúnaðinn í verksmiðjum Plastprents og Kassagerðarinnar úr landi. Kaupendur eru prentsmiðj- ur í Bandaríkjunum og Afríku. 22. ágúst 2018 05:51 Bókaprentun á ekki afturkvæmt til Íslands Meira en helmingur íslenskra bóka er nú prentaður erlendis. Framkvæmdastjóri hjá Odda á ekki von á að prentunin færist aftur til Íslands. 2. október 2017 22:05 Innbundið prent of dýrt hjá Odda "Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót. 29. september 2017 06:00 Íslenska bókin er innflutt og handverk gæti glatast úr landi Jólabókaflóðið mun um næstu jól bera nafn með rentu því líklegt er að næstum allar skáldsögur landsmanna komi til landsins með skipum. Glötun handverks er því raunhæfur möguleiki að sögn sérfróðra. 6. desember 2017 07:00 Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Sjá meira
Verksmiðjurnar tæmdar og vélbúnaðurinn seldur Prentsmiðjan Oddi hefur selt allan vélbúnaðinn í verksmiðjum Plastprents og Kassagerðarinnar úr landi. Kaupendur eru prentsmiðj- ur í Bandaríkjunum og Afríku. 22. ágúst 2018 05:51
Bókaprentun á ekki afturkvæmt til Íslands Meira en helmingur íslenskra bóka er nú prentaður erlendis. Framkvæmdastjóri hjá Odda á ekki von á að prentunin færist aftur til Íslands. 2. október 2017 22:05
Innbundið prent of dýrt hjá Odda "Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót. 29. september 2017 06:00
Íslenska bókin er innflutt og handverk gæti glatast úr landi Jólabókaflóðið mun um næstu jól bera nafn með rentu því líklegt er að næstum allar skáldsögur landsmanna komi til landsins með skipum. Glötun handverks er því raunhæfur möguleiki að sögn sérfróðra. 6. desember 2017 07:00
Hópuppsögn hjá Odda: Fólki með áratugastarfsreynslu var sagt upp Fólk er slegið. Það er rosalega erfitt að horfa á eftir fólkinu hérna, segir trúnaðarmaður starfsmanna. 30. janúar 2018 14:27