Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2019 06:41 Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða og Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) ásamt fulltrúum SAF á BSÍ í morgunsárið. Vísir/Jóhann K. Fulltrúar frá Samtökum ferðaþjónustunnar og hótelstjórar, sem fréttastofa hefur rætt við í morgun, hafa ekki orðið varir við verkfallsverði frá stéttarfélögunum VR og Eflingu það sem af er morgni. Framkvæmdastjóri Kynnisferða segir verkfallið ekki ná til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR.Starfsmenn tuga hótela og rútubílstjórar sem eru félagsmenn í Eflingu og VR lögðu niður störf á miðnætti. Verkfallið á að standa í sólahring og er sagt ná til rúmlega tvö þúsund félagsmanna. Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri kynnisferða var staddur á Umferðarmiðstöðinni BSÍ klukkan fjögur í morgun. Á þeim tímapunkti var akstur Kynnisferða upp á Keflavíkurflugvöll hafinn. Aðspurður sagðist Björn ekki líta svo á að fyrirtækið væri að brjóta verkfallslög en nokkur ágreiningur hefur verið á milli stéttarfélaganna og atvinnurekenda um það hverjir eigi að fara í verkfall. „Nei, við lítum svo á að verkfallið nái til félaga í VR og Eflingu og hjá okkur eru bílstjórar sem eru ekki í þessum stéttarfélögum og þeir mega vinna sína vinnu að mati okkar lögmanna. Og þeir hafa fengið þær upplýsingar frá sínum stéttarfélögum, þannig að þeir vinna.“Rútur lögðu af stað frá BSÍ í morgun. Ljóst er þó að þjónusta verður skert í dag.Vísir/Jói K.Inntur eftir því hvort verkfallsverðir hafi reynt að stöðva störf starfsmanna segir Björn svo ekki vera. „Nei, ekki eins og er. Við höfum verið óáreitt hérna í morgun og það hefur allt gengið vel.“ Hið sama var uppi á teningnum á þeim stöðum sem fréttastofa hefur heimsótt í morgun. Fulltrúar frá Samtökum ferðaþjónustunnar og hótelstjórar sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki orðið varir við verkfallsverði á vegum stéttarfélaganna og hafa starfsmenn og stjórnendur unnið óáreittir. Björn vonaðist til þess að dagurinn gangi vel fyrir sig og að áætlun sem lagt var upp með haldist. Töluverð röskun verður á starfsemi Kynnisferða vegna verkfallsins en fimmtán bílstjórar eru á vaktinni í dag. „Það lögðu niður störf um 50 manns sem hefðu verið á vaktinni í dag. Þannig að við lögðum töluvert mikið, erum að draga saman flugrútuaksturinn, erum ekki að sinna „pikköppum“ á hótelum og svo erum við ekki að sinna dagsferðum af neinu viti.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfall hótelstarfsmanna og rútubílstjóra hafið Aðgerðirnar eiga að standa frá miðnætti til miðnættis. Það nær til tuga hótela á suðvesturhorninu og rútubílstjóra. 22. mars 2019 00:00 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. 21. mars 2019 16:11 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Fulltrúar frá Samtökum ferðaþjónustunnar og hótelstjórar, sem fréttastofa hefur rætt við í morgun, hafa ekki orðið varir við verkfallsverði frá stéttarfélögunum VR og Eflingu það sem af er morgni. Framkvæmdastjóri Kynnisferða segir verkfallið ekki ná til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR.Starfsmenn tuga hótela og rútubílstjórar sem eru félagsmenn í Eflingu og VR lögðu niður störf á miðnætti. Verkfallið á að standa í sólahring og er sagt ná til rúmlega tvö þúsund félagsmanna. Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri kynnisferða var staddur á Umferðarmiðstöðinni BSÍ klukkan fjögur í morgun. Á þeim tímapunkti var akstur Kynnisferða upp á Keflavíkurflugvöll hafinn. Aðspurður sagðist Björn ekki líta svo á að fyrirtækið væri að brjóta verkfallslög en nokkur ágreiningur hefur verið á milli stéttarfélaganna og atvinnurekenda um það hverjir eigi að fara í verkfall. „Nei, við lítum svo á að verkfallið nái til félaga í VR og Eflingu og hjá okkur eru bílstjórar sem eru ekki í þessum stéttarfélögum og þeir mega vinna sína vinnu að mati okkar lögmanna. Og þeir hafa fengið þær upplýsingar frá sínum stéttarfélögum, þannig að þeir vinna.“Rútur lögðu af stað frá BSÍ í morgun. Ljóst er þó að þjónusta verður skert í dag.Vísir/Jói K.Inntur eftir því hvort verkfallsverðir hafi reynt að stöðva störf starfsmanna segir Björn svo ekki vera. „Nei, ekki eins og er. Við höfum verið óáreitt hérna í morgun og það hefur allt gengið vel.“ Hið sama var uppi á teningnum á þeim stöðum sem fréttastofa hefur heimsótt í morgun. Fulltrúar frá Samtökum ferðaþjónustunnar og hótelstjórar sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki orðið varir við verkfallsverði á vegum stéttarfélaganna og hafa starfsmenn og stjórnendur unnið óáreittir. Björn vonaðist til þess að dagurinn gangi vel fyrir sig og að áætlun sem lagt var upp með haldist. Töluverð röskun verður á starfsemi Kynnisferða vegna verkfallsins en fimmtán bílstjórar eru á vaktinni í dag. „Það lögðu niður störf um 50 manns sem hefðu verið á vaktinni í dag. Þannig að við lögðum töluvert mikið, erum að draga saman flugrútuaksturinn, erum ekki að sinna „pikköppum“ á hótelum og svo erum við ekki að sinna dagsferðum af neinu viti.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfall hótelstarfsmanna og rútubílstjóra hafið Aðgerðirnar eiga að standa frá miðnætti til miðnættis. Það nær til tuga hótela á suðvesturhorninu og rútubílstjóra. 22. mars 2019 00:00 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. 21. mars 2019 16:11 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Verkfall hótelstarfsmanna og rútubílstjóra hafið Aðgerðirnar eiga að standa frá miðnætti til miðnættis. Það nær til tuga hótela á suðvesturhorninu og rútubílstjóra. 22. mars 2019 00:00
Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15
Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. 21. mars 2019 16:11