Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2019 10:05 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í kröfustöðu með sínu fólki fyrir utan hús atvinnulífsins í morgun. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. Aðspurð hvort funda eigi í dag, á verkfallsdegi, segist hún ekki hafa fylgst með tölvupóstinum sínum en hún viti ekki til þess að það hafi verið boðað til fundar. Henni finnst þó mjög líklegt að deiluaðilar hittist á morgun. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður, ræddi við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu á Vísi skömmu fyrir klukkan 10 í morgun. Þá var hún ásamt félögum sínum í Eflingu í kröfustöðu fyrir utan Hús atvinnulífsins en í morgun hófst verkfall rúmlega 2000 félagsmanna í Eflingu og VR. Verkfallið nær til hótelstarfsmanna og hópferðabílstjóra. „Ég bara vona sannarlega að þessar manneskjur sem sitja hér inni sjái okkur og heyri í okkur, sýni samningsvilja og átti sig á því að það er löngu komið nóg. Það er löngu kominn tími til þess að þær manneskjur sem sannarlega hafa keyrt áfram gróðann og góðærið á síðustu árum fái loksins að uppskera það sem þau eiga skilið fyrir alla sína miklu vinnu,“ segir Sólveig Anna. Efling verður með dagskrá fyrir hópferðabílstjóra í Vinabæ í dag sem hefst klukkan 13 og stendur fram eftir degi en húsið opnar klukkan 12. Þá fara hótelstarfsmenn áfram um bæinn og verða í kröfustöðum við hótel þar sem starfsmenn hafa lagt niður störf. Spurð út í það hvernig sé með aðra hópferðabílstjóra sem séu í öðrum stéttarfélögum og hvort að þeim sé heimilt að keyra segir Sólveig Anna að Efling líti svo á að þeim sé það ekki heimilt. „Við lítum svo á að það sé ekki heimilt. Ég vil bara hvetja þá til að sýna samstöðu með þessum aðgerðum og sinna ekki akstri og ekki síst í ljósi þess að ef og þegar við vinnum þessa baráttu okkar þá munu þeir náttúrulega njóta góðs af því líka.“ Sólveig Anna segir að Efling sinni verkfallsvörslu víða í dag. „Við hér erum ekki í því að stöðva rútur. Við aftur á móti áttum orð við þá bílstjóra sem við höfum mætt og hvöttum þá einfaldlega til þess að gera ekki það sem þeir voru að gera.“Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. Aðspurð hvort funda eigi í dag, á verkfallsdegi, segist hún ekki hafa fylgst með tölvupóstinum sínum en hún viti ekki til þess að það hafi verið boðað til fundar. Henni finnst þó mjög líklegt að deiluaðilar hittist á morgun. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður, ræddi við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu á Vísi skömmu fyrir klukkan 10 í morgun. Þá var hún ásamt félögum sínum í Eflingu í kröfustöðu fyrir utan Hús atvinnulífsins en í morgun hófst verkfall rúmlega 2000 félagsmanna í Eflingu og VR. Verkfallið nær til hótelstarfsmanna og hópferðabílstjóra. „Ég bara vona sannarlega að þessar manneskjur sem sitja hér inni sjái okkur og heyri í okkur, sýni samningsvilja og átti sig á því að það er löngu komið nóg. Það er löngu kominn tími til þess að þær manneskjur sem sannarlega hafa keyrt áfram gróðann og góðærið á síðustu árum fái loksins að uppskera það sem þau eiga skilið fyrir alla sína miklu vinnu,“ segir Sólveig Anna. Efling verður með dagskrá fyrir hópferðabílstjóra í Vinabæ í dag sem hefst klukkan 13 og stendur fram eftir degi en húsið opnar klukkan 12. Þá fara hótelstarfsmenn áfram um bæinn og verða í kröfustöðum við hótel þar sem starfsmenn hafa lagt niður störf. Spurð út í það hvernig sé með aðra hópferðabílstjóra sem séu í öðrum stéttarfélögum og hvort að þeim sé heimilt að keyra segir Sólveig Anna að Efling líti svo á að þeim sé það ekki heimilt. „Við lítum svo á að það sé ekki heimilt. Ég vil bara hvetja þá til að sýna samstöðu með þessum aðgerðum og sinna ekki akstri og ekki síst í ljósi þess að ef og þegar við vinnum þessa baráttu okkar þá munu þeir náttúrulega njóta góðs af því líka.“ Sólveig Anna segir að Efling sinni verkfallsvörslu víða í dag. „Við hér erum ekki í því að stöðva rútur. Við aftur á móti áttum orð við þá bílstjóra sem við höfum mætt og hvöttum þá einfaldlega til þess að gera ekki það sem þeir voru að gera.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00