Bandaríkin sögð ætla að selja Taívan orrustuþotur Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2019 11:29 Ríkisstjórn Taívan vill kaupa rúmlega 60 orrustuþotur af gerðinni F-16 af Bandaríkjunum. EPA/RITCHIE B. TONGO Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gefið ríkisstjórn Taívan leyfi til að kaupa rúmlega 60 orrustuþotur af gerðinni F-16. Líklegt þykir að ákvörðunin muni reita Kínverja til reiði en ríkin eiga nú í umfangsmiklum viðskiptaerjum. Bandaríkin hafa ekki selt Taívan orrustuþotur frá 1992. Einhverjir heimildarmenn Bloomberg segja ríkisstjórn Taívan einnig vilja kaupa skriðdreka. Starfsmenn Hvíta hússins vildu ekki tjá sig um málið og Varnarmálaráðuneyti Taívan segist ekki hafa fengið opinbert svar frá Bandaríkjunum við beiðni þeirra.Bloomberg hefur heimildir fyrir því að ráðgjafar Trump hafi hvatt ríkisstjórn Taívan til að óska formlega eftir orrustuþotum, sem þeir hafa nú gert. Beiðnin þarf þó að vera samþykkt af Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Utanríkisráðuneytinu og í kjölfar þess hefur fulltrúadeild Bandaríkjaþings 30 daga til að koma í veg fyrir söluna, sé vilji til þess.Bandaríkin höfðu hafnað beiðni ríkisstjórnar Taívan um að kaupa nýjar F-35 orrustuþotur.Hafa sífellt meiri áhyggjur af innrás Kínverja Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Ríkin hafa gert varnarsáttmála og Bandaríkin útvega Taívan vopn. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna hafa sífellt meiri áhyggjur af því að Kínverjar muni ráðast inn í Taívan til að tryggja yfirráð sín yfir eyjunni. Donald Trump hefur tekið harðari stefnu gagnvart Taívan og Kína en gengur og gerist í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumTalsmaður Utanríkisráðuneytis Kína sagði í morgun að Kínverjar væru alfarið andvígir vopnasölu Bandaríkjanna til Taívan. Hann sagði Kínverja hafa komið mótmælum sínum á framfæri við Bandaríkjamenn og þeir hefðu verið hvattir til að sýna skilning á því hve viðkvæmt málið væri og að vopnasalan myndi valda skaða. Tsai Ing-wen, forseti Taívan, mun ferðast um Kyrrahafið í næstu viku en meðal annars stendur til þess að hún muni millilenda á Hawaii. Því hafa yfirvöld Kína mótmælt harðlega og hafa þeir beðið Bandaríkjamenn um að meina henni að millilenda þar. Kínverjar segja að það gæti sent frelsissinnum í Taívan „röng skilaboð“. Bandaríkin Kína Taívan Tengdar fréttir Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Yfirvöld Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. 10. janúar 2019 09:15 Forseti Kína hótar Taívönum Kínverjar útiloka ekki að beita hervaldi til að binda enda á sjálfstæði Taívans. 2. janúar 2019 07:12 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gefið ríkisstjórn Taívan leyfi til að kaupa rúmlega 60 orrustuþotur af gerðinni F-16. Líklegt þykir að ákvörðunin muni reita Kínverja til reiði en ríkin eiga nú í umfangsmiklum viðskiptaerjum. Bandaríkin hafa ekki selt Taívan orrustuþotur frá 1992. Einhverjir heimildarmenn Bloomberg segja ríkisstjórn Taívan einnig vilja kaupa skriðdreka. Starfsmenn Hvíta hússins vildu ekki tjá sig um málið og Varnarmálaráðuneyti Taívan segist ekki hafa fengið opinbert svar frá Bandaríkjunum við beiðni þeirra.Bloomberg hefur heimildir fyrir því að ráðgjafar Trump hafi hvatt ríkisstjórn Taívan til að óska formlega eftir orrustuþotum, sem þeir hafa nú gert. Beiðnin þarf þó að vera samþykkt af Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Utanríkisráðuneytinu og í kjölfar þess hefur fulltrúadeild Bandaríkjaþings 30 daga til að koma í veg fyrir söluna, sé vilji til þess.Bandaríkin höfðu hafnað beiðni ríkisstjórnar Taívan um að kaupa nýjar F-35 orrustuþotur.Hafa sífellt meiri áhyggjur af innrás Kínverja Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Ríkin hafa gert varnarsáttmála og Bandaríkin útvega Taívan vopn. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna hafa sífellt meiri áhyggjur af því að Kínverjar muni ráðast inn í Taívan til að tryggja yfirráð sín yfir eyjunni. Donald Trump hefur tekið harðari stefnu gagnvart Taívan og Kína en gengur og gerist í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumTalsmaður Utanríkisráðuneytis Kína sagði í morgun að Kínverjar væru alfarið andvígir vopnasölu Bandaríkjanna til Taívan. Hann sagði Kínverja hafa komið mótmælum sínum á framfæri við Bandaríkjamenn og þeir hefðu verið hvattir til að sýna skilning á því hve viðkvæmt málið væri og að vopnasalan myndi valda skaða. Tsai Ing-wen, forseti Taívan, mun ferðast um Kyrrahafið í næstu viku en meðal annars stendur til þess að hún muni millilenda á Hawaii. Því hafa yfirvöld Kína mótmælt harðlega og hafa þeir beðið Bandaríkjamenn um að meina henni að millilenda þar. Kínverjar segja að það gæti sent frelsissinnum í Taívan „röng skilaboð“.
Bandaríkin Kína Taívan Tengdar fréttir Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Yfirvöld Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. 10. janúar 2019 09:15 Forseti Kína hótar Taívönum Kínverjar útiloka ekki að beita hervaldi til að binda enda á sjálfstæði Taívans. 2. janúar 2019 07:12 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Yfirvöld Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. 10. janúar 2019 09:15
Forseti Kína hótar Taívönum Kínverjar útiloka ekki að beita hervaldi til að binda enda á sjálfstæði Taívans. 2. janúar 2019 07:12