Leiðtogaráð ESB frestar ákvörðun um aðgerðir í loftslagsmálum Andri Eysteinsson skrifar 22. mars 2019 22:15 Emmanuel Macron var einn stuðningsmanna tillögunnar, hann var svekktur að leikslokum. Getty/Jean Catuffe Leiðtogaráð Evrópusambandsins ákváðu á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um loftslagsaðgerðir sambandsins. Uppi eru á teningunum plön um að losun gróðurhúsalofttegunda verði alfarið hætt í ESB-ríkjunum árið 2050. Síðastliðna tvo daga hafa leiðtogar ESB ríkjanna fundað í Brussel, höfuðborg Belgíu. Fyrri dagur fundahaldanna fór að mestu í umræður um samband Bretlands og Evrópu en áætlað var að Brexit færi fram 29. mars næstkomandi. Fundarmenn samþykktu þó að veita Bretum aukinn frest til að ganga frá samningum áður en að útgöngunni kemur.Losun gróðurhúsalofttegunda hætt eftir 31 ár Í dag komust fundarmenn yfir fleiri málefni en Brexit. Þar á meðal ræddu leiðtogarnir um loftslagsmál. Lögð var fram tillaga um að losun gróðurhúsalofttegunda í ESB ríkjum yrði alfarið hætt fyrir árið 2050. Ýmis ríki, þar á meðal Frakkland, Spánn og Holland, stóðu fyrir tillögunni en ríki á borð við Þýskaland, Pólland og Tékkland voru treg til að samþykkja. Eftir þónokkrar viðræður var því ákveðið að fresta umræðunni og taka hana aftur á dagskrá á fundi leiðtoganna næsta sumar.ESB svarar ekki kalli ungu kynslóðarinnar „Við erum ekki að standa við skilmála Parísarsamkomulagsins frá 2015,“ sagði Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, við þurfum að ranka við okkur en það höfum við enn ekki gert“ Macron sagði ríkin ekki heldur svara ákalli ungu kynslóðanna sem tekið hafa upp á því að efna til verkfalla fyrir umhverfið. Sebastian Mang, ráðgjafi hjá umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace sagði Evrópusambandið vera að lulla þegar komi að umhverfisverndarmálum og líkti framgöngu leiðtogana við slórandi mann sem sparkar áldós á undan sér eftir götunni. Mang minntist einnig á verkföll ungs fólks víða um heim gegn loftslagsbreytingum, Mang sagði unga fólkið „fatta hvað málið snýst um“ Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Leiðtogaráð Evrópusambandsins ákváðu á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um loftslagsaðgerðir sambandsins. Uppi eru á teningunum plön um að losun gróðurhúsalofttegunda verði alfarið hætt í ESB-ríkjunum árið 2050. Síðastliðna tvo daga hafa leiðtogar ESB ríkjanna fundað í Brussel, höfuðborg Belgíu. Fyrri dagur fundahaldanna fór að mestu í umræður um samband Bretlands og Evrópu en áætlað var að Brexit færi fram 29. mars næstkomandi. Fundarmenn samþykktu þó að veita Bretum aukinn frest til að ganga frá samningum áður en að útgöngunni kemur.Losun gróðurhúsalofttegunda hætt eftir 31 ár Í dag komust fundarmenn yfir fleiri málefni en Brexit. Þar á meðal ræddu leiðtogarnir um loftslagsmál. Lögð var fram tillaga um að losun gróðurhúsalofttegunda í ESB ríkjum yrði alfarið hætt fyrir árið 2050. Ýmis ríki, þar á meðal Frakkland, Spánn og Holland, stóðu fyrir tillögunni en ríki á borð við Þýskaland, Pólland og Tékkland voru treg til að samþykkja. Eftir þónokkrar viðræður var því ákveðið að fresta umræðunni og taka hana aftur á dagskrá á fundi leiðtoganna næsta sumar.ESB svarar ekki kalli ungu kynslóðarinnar „Við erum ekki að standa við skilmála Parísarsamkomulagsins frá 2015,“ sagði Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, við þurfum að ranka við okkur en það höfum við enn ekki gert“ Macron sagði ríkin ekki heldur svara ákalli ungu kynslóðanna sem tekið hafa upp á því að efna til verkfalla fyrir umhverfið. Sebastian Mang, ráðgjafi hjá umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace sagði Evrópusambandið vera að lulla þegar komi að umhverfisverndarmálum og líkti framgöngu leiðtogana við slórandi mann sem sparkar áldós á undan sér eftir götunni. Mang minntist einnig á verkföll ungs fólks víða um heim gegn loftslagsbreytingum, Mang sagði unga fólkið „fatta hvað málið snýst um“
Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira