Breiðablik féll með tapi í Keflavík Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. mars 2019 18:27 vísir/vilhelm Gunnhildur Gunnarsdóttir tryggði Snæfelli dramatískan sigur á Haukum í Domino's deild kvenna og hélt vonum þeirra um sæti í úrslitakeppninni á lofti. Breiðablik féll úr deildinni með tapi fyrir Keflavík. Haukar byrjuðu betur í Stykkishólmi og leiddu í hálfleik 34-36. Gestirnir komust mest í 11 stiga forystu í þriðja leikhluta en Snæfell kom til baka undir lok leikhlutans og munaði aðeins fjórum stigum fyrir síðasta fjórðunginn. Fjórði leikhluti var æsispennandi og skiptust liðin á að taka forystuna. Eva Margrét Kristjánsdóttir kom Haukum einu stigi yfir þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum. Gunnhildur átti hins vegar síðasta orðið með þriggja stiga körfu og Snæfell vann 76-74. KR vann 85-66 sigur á Skallagrími í Borgarnesi. Heimakonur voru sterkari í upphafi og leiddu eftir fyrsta leikhlutan en KR vann hina þrjá. Staðan í hálfleik var 41-39 fyrir Skallagrím en Kiana Johnson kom KR yfir strax í upphafi seinni hálfleiks en heimakonur hengu í Vesturbæingum út þriðja leikhlutans. Í fjórða leikhluta sigldu gestirnir hægt og rólega lengra fram úr og unnu að lokum öruggan sigur. Snæfell og KR eru jöfn að stigum í fjórða og fimmta sæti fyrir lokaumferð deildarinnar. KR er með betri innbyrðisstöðu á Snæfell og því þurfa Snæfellingar að vinna deildarmeistara Vals ásamt því að treysta á að KR tapi fyrir Keflavík til þess að komast í úrslitakeppnina. Breiðablik féll formlega úr deildinni eftir tap fyrir Keflavík suður með sjó. Blikar hafa stefnt í fall bróðurpart vetrarins en þó barist hetjulega síðustu umferðir. Keflavík var með yfirhöndina allt frá upphafi og leiddu 51-39 í hálfleik. Leiknum lauk með 81-69 sigri Keflavíkur. Dominos-deild kvenna Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira
Gunnhildur Gunnarsdóttir tryggði Snæfelli dramatískan sigur á Haukum í Domino's deild kvenna og hélt vonum þeirra um sæti í úrslitakeppninni á lofti. Breiðablik féll úr deildinni með tapi fyrir Keflavík. Haukar byrjuðu betur í Stykkishólmi og leiddu í hálfleik 34-36. Gestirnir komust mest í 11 stiga forystu í þriðja leikhluta en Snæfell kom til baka undir lok leikhlutans og munaði aðeins fjórum stigum fyrir síðasta fjórðunginn. Fjórði leikhluti var æsispennandi og skiptust liðin á að taka forystuna. Eva Margrét Kristjánsdóttir kom Haukum einu stigi yfir þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum. Gunnhildur átti hins vegar síðasta orðið með þriggja stiga körfu og Snæfell vann 76-74. KR vann 85-66 sigur á Skallagrími í Borgarnesi. Heimakonur voru sterkari í upphafi og leiddu eftir fyrsta leikhlutan en KR vann hina þrjá. Staðan í hálfleik var 41-39 fyrir Skallagrím en Kiana Johnson kom KR yfir strax í upphafi seinni hálfleiks en heimakonur hengu í Vesturbæingum út þriðja leikhlutans. Í fjórða leikhluta sigldu gestirnir hægt og rólega lengra fram úr og unnu að lokum öruggan sigur. Snæfell og KR eru jöfn að stigum í fjórða og fimmta sæti fyrir lokaumferð deildarinnar. KR er með betri innbyrðisstöðu á Snæfell og því þurfa Snæfellingar að vinna deildarmeistara Vals ásamt því að treysta á að KR tapi fyrir Keflavík til þess að komast í úrslitakeppnina. Breiðablik féll formlega úr deildinni eftir tap fyrir Keflavík suður með sjó. Blikar hafa stefnt í fall bróðurpart vetrarins en þó barist hetjulega síðustu umferðir. Keflavík var með yfirhöndina allt frá upphafi og leiddu 51-39 í hálfleik. Leiknum lauk með 81-69 sigri Keflavíkur.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira