Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Sighvatur Jónsson skrifar 24. mars 2019 12:15 Um borð í nýja Herjólfi. Mynd/Andrés Sigurðsson Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. Vegagerðin upplýsti í gær að óvíst er hvenær nýr Herjólfur verður afhentur vegna ágreinings við skipasmíðastöðina í Póllandi um lokauppgjör. Skipasmíðastöðin gerir kröfu um viðbótargreiðslu sem Vegagerðin hefur hafnað. Vonir stóðu til að ný ferja kæmist í gagnið um mánaðamótin þegar nýtt rekstrarfélag Eyjamanna, Herjólfur ohf., tekur við rekstri hennar.Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi.VegagerðinFerðamönnum fjölgi á þessum árstíma Magnús Bragason hjá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja segir að Eyjamenn hlakki mikið til að fá nýjan Herjólf. „Frá og með næstu mánaðamótum viljum við fara að sjá skipið því þá verður mikil aukning á erlendum gestum. Og þá sérstaklega viljum við að Landeyjahöfn fari að opna.“ Magnús er ósáttur við hversu hægt gengur að dýpka Landeyjahöfn fyrir núverandi Herjólf. „Okkur finnst það ganga allt of hægt og það er verið að nota til þess verkfæri sem eru allt of afkastalítil. Okkur blæðir fyrir þegar hlutirnir eru gerðir svona illa.“ Framkvæmdastjóri Björgunar hefur svarað gagnrýni Eyjamanna þannig að afkastageta fyrirtækisins sé í samræmi við forsendur í tilboðsgögnum Vegagerðarinnar.Heimamenn taka við rekstri Herjólfs 30. mars næstkomandi og þá verða sjö ferðir daglega milli lands og Eyja.Vísir/EinarGamli Herjólfur áfram í Eyjum Ferðamálasamtök Vestmannaeyja hafa bent á mikilvægi þess að nota gamla Herjólf áfram þegar sá nýi kemur. Magnús Bragason segir að þá daga sem mikið er bókað í nýju ferjuna í sumar mætti nota gamla skipið til viðbótar við farþegaflutninga. Einnig megi nýta gamla Herjólf áfram til vöruflutninga um Þorlákshöfn. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að gamla skipið verði áfram í Eyjum, í að minnsta kosti eitt ár eftir að nýr Herjólfur kemur. Íris segir að seinkun á afhendingu Herjólfs hafi ekki áhrif á það að heimamenn taki við rekstrinum næsta laugardag. Þá sigli Herjólfur eftir nýrri áætlun, sjö ferðir á dag. Vissulega séu Eyjamenn þó ósáttir við tafir á afhendingu nýju ferjunnar. Magnús Bragason líkir biðinni eftir nýjum Herjólfi við jólin. „Við erum eins og börn sem bíða eftir að fá að opna pakkana um jólin. Í upphafi sögðu foreldrarnir að það yrði eftir mat, síðan eftir eftirréttinn og nú er það orðið um miðnætti.“ Magnús segir að Eyjamenn reyni að vera þolinmóðir. „En þetta er að verða óþolandi.“ Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. Vegagerðin upplýsti í gær að óvíst er hvenær nýr Herjólfur verður afhentur vegna ágreinings við skipasmíðastöðina í Póllandi um lokauppgjör. Skipasmíðastöðin gerir kröfu um viðbótargreiðslu sem Vegagerðin hefur hafnað. Vonir stóðu til að ný ferja kæmist í gagnið um mánaðamótin þegar nýtt rekstrarfélag Eyjamanna, Herjólfur ohf., tekur við rekstri hennar.Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi.VegagerðinFerðamönnum fjölgi á þessum árstíma Magnús Bragason hjá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja segir að Eyjamenn hlakki mikið til að fá nýjan Herjólf. „Frá og með næstu mánaðamótum viljum við fara að sjá skipið því þá verður mikil aukning á erlendum gestum. Og þá sérstaklega viljum við að Landeyjahöfn fari að opna.“ Magnús er ósáttur við hversu hægt gengur að dýpka Landeyjahöfn fyrir núverandi Herjólf. „Okkur finnst það ganga allt of hægt og það er verið að nota til þess verkfæri sem eru allt of afkastalítil. Okkur blæðir fyrir þegar hlutirnir eru gerðir svona illa.“ Framkvæmdastjóri Björgunar hefur svarað gagnrýni Eyjamanna þannig að afkastageta fyrirtækisins sé í samræmi við forsendur í tilboðsgögnum Vegagerðarinnar.Heimamenn taka við rekstri Herjólfs 30. mars næstkomandi og þá verða sjö ferðir daglega milli lands og Eyja.Vísir/EinarGamli Herjólfur áfram í Eyjum Ferðamálasamtök Vestmannaeyja hafa bent á mikilvægi þess að nota gamla Herjólf áfram þegar sá nýi kemur. Magnús Bragason segir að þá daga sem mikið er bókað í nýju ferjuna í sumar mætti nota gamla skipið til viðbótar við farþegaflutninga. Einnig megi nýta gamla Herjólf áfram til vöruflutninga um Þorlákshöfn. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að gamla skipið verði áfram í Eyjum, í að minnsta kosti eitt ár eftir að nýr Herjólfur kemur. Íris segir að seinkun á afhendingu Herjólfs hafi ekki áhrif á það að heimamenn taki við rekstrinum næsta laugardag. Þá sigli Herjólfur eftir nýrri áætlun, sjö ferðir á dag. Vissulega séu Eyjamenn þó ósáttir við tafir á afhendingu nýju ferjunnar. Magnús Bragason líkir biðinni eftir nýjum Herjólfi við jólin. „Við erum eins og börn sem bíða eftir að fá að opna pakkana um jólin. Í upphafi sögðu foreldrarnir að það yrði eftir mat, síðan eftir eftirréttinn og nú er það orðið um miðnætti.“ Magnús segir að Eyjamenn reyni að vera þolinmóðir. „En þetta er að verða óþolandi.“
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira