Tim Duncan vissi ekki hver Ginobili var þegar að Spurs valdi hann 29. mars 2019 17:45 Tim Duncan fór á kostum. vísir/getty Argentínumaðurinn Manu Ginobili var í gærkvöldi heiðraður af San Antonio Spurs fyrir magnaðan feril en treyja hans númer 20 var hengd upp í rjáfur við mikla athöfn. Ginobili er kannski ein óvæntasta stjarna í sögu NBA-deildarinnar en fáir vissu hver hann var þegar að Spurs valdi hann 57. í nýliðavalinu árið 1999. Hann átti eftir að heilla aðdáendur NBA-deildarinnar næstu 16 árin og vinna fjóra meistaratitla með San Antonio en Argentínumaðurinn var tvisvar sinnum valinn í stjörnulið vesturdeildarinnar og þá var hann sjötti maður ársins árið 2008. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, og fyrrverandi liðsfélagar Ginobili á borð við Tony Parker og Tim Duncan héldu ræður um félaga sinn í gærkvöldi og verður ekki annað sagt en að Tim Duncan hafi farið á kostum.„Ég sat heima á hverju ári og horfði á nýliðavalið og fylgdist með okkur velja leikmenn sem ég hafði aldrei heyrt um. Þetta árið völdum við Emanuel Ginobili,“ sagði Duncan og bar eftirnafn Ginobili fram eins og hann gerði það árið 1999 og uppskar hlátrasköll. „Ég hringdi í Pop og spurði hver þetta væri og hann svaraði að þetta væri öflugur leikmaður. Ég nennti ekki að spá meira í þessu á þeim tíma því hann kom ekki fyrr en tveimur árum seinna.“ Ginobili mætti svo sumarið 2002 til leiks þegar að leikmenn Spurs voru að leika sér í körfubolta í æfingasal félagsins og lét Bruce Bowen, einn besti varnarmaður sögunnar, Ginobili heldur betur finna fyrir því í leiknum. „Bowen beitti öllum brögðunum í bókinni en Manu lét sér fátt um finnast. Hann breytti aldrei leik sínum og fór ekki að væla. Hann hélt bara áfram og þá vissi ég að þetta væri alvöru leikmaður,“ sagði Tim Duncan. Alla athöfnina má sjá hér að neðan en Duncan stígur á svið eftir rúmar 23 mínútur. NBA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Argentínumaðurinn Manu Ginobili var í gærkvöldi heiðraður af San Antonio Spurs fyrir magnaðan feril en treyja hans númer 20 var hengd upp í rjáfur við mikla athöfn. Ginobili er kannski ein óvæntasta stjarna í sögu NBA-deildarinnar en fáir vissu hver hann var þegar að Spurs valdi hann 57. í nýliðavalinu árið 1999. Hann átti eftir að heilla aðdáendur NBA-deildarinnar næstu 16 árin og vinna fjóra meistaratitla með San Antonio en Argentínumaðurinn var tvisvar sinnum valinn í stjörnulið vesturdeildarinnar og þá var hann sjötti maður ársins árið 2008. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, og fyrrverandi liðsfélagar Ginobili á borð við Tony Parker og Tim Duncan héldu ræður um félaga sinn í gærkvöldi og verður ekki annað sagt en að Tim Duncan hafi farið á kostum.„Ég sat heima á hverju ári og horfði á nýliðavalið og fylgdist með okkur velja leikmenn sem ég hafði aldrei heyrt um. Þetta árið völdum við Emanuel Ginobili,“ sagði Duncan og bar eftirnafn Ginobili fram eins og hann gerði það árið 1999 og uppskar hlátrasköll. „Ég hringdi í Pop og spurði hver þetta væri og hann svaraði að þetta væri öflugur leikmaður. Ég nennti ekki að spá meira í þessu á þeim tíma því hann kom ekki fyrr en tveimur árum seinna.“ Ginobili mætti svo sumarið 2002 til leiks þegar að leikmenn Spurs voru að leika sér í körfubolta í æfingasal félagsins og lét Bruce Bowen, einn besti varnarmaður sögunnar, Ginobili heldur betur finna fyrir því í leiknum. „Bowen beitti öllum brögðunum í bókinni en Manu lét sér fátt um finnast. Hann breytti aldrei leik sínum og fór ekki að væla. Hann hélt bara áfram og þá vissi ég að þetta væri alvöru leikmaður,“ sagði Tim Duncan. Alla athöfnina má sjá hér að neðan en Duncan stígur á svið eftir rúmar 23 mínútur.
NBA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira