VAR enginn dómari mættur í myndbandadómaraherbergið? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 13:00 Ruben Alcaraz og félagar í Real Valladolid skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik á móti Real Madrid en fengu bara eitt þeirra dæmt gilt. Getty/David S. Bustamant Leikmenn Real Valladolid hafa eflaust ekki mikinn húmor fyrir VAR-sjánni eftir að hafa misst tvö mörk í tapleiknum á móti Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Í öðru VAR atvikinu gerðist þó eitt mjög skrýtið. Spánverjar nota VAR-sjána í öllum sínum leikjum í spænsku úrvalsdeildinni og þar eru öll vafaatriði skoðuð af sérstökum myndbandadómurum. Lið lenda því oft í því að fagna marki of snemma eins og var raunin í leik Real Valladolid og Real Madrid í gær. VAR dómarar hafa líka verið mikið í umræðunni upp á síðkastið eftir að bæði Manchester United og Porto komust áfram í Meistaradeildinni í síðustu viku eftir að hafa fengið VAR-víti á lokamínútunum. Sumir eru ekkert alltof hrifnir af þeim töfum sem skapast vegna VAR-sjáarinnar og vilja að vafaatriðin falli bara þar sem þau falla. Þannig hafi fótboltinn alltaf verið en því verður varla breytt til baka úr þessu. Real Valladolid skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik á móti Real Madrid í gær sem voru dæmd af eftir innkomu myndbandadómara. Í fyrra atvikinu gerðist það hins vegar að skipt var yfir í VAR-dómaraherbergið í sjónvarpsútsendingunni en þar var enginn og ljósið slökkt. Þetta var fyndið en um leið afar vandræðalegt. Myndbandadómararnir tóku markið samt fyrir og dæmdu það réttilega af vegna rangstöðu. Einhvers staðar voru því menn staddir sem tóku þessa ákvörðun. Blaðamaðurinn Sid Lowe, sem fjallar um spænska fótboltann, sagði seinna frá því að þetta hafi ekki verið rétta VAR-dómaraherbergið heldur það sem var notað í leik fyrr um daginn. Myndbandadómararnir voru því mættir í vinnuna þó að það hafi ekki litið út fyrir það.Carrusel say that the cameras had focused on the wrong VAR room, one that had been used for earlier game and now abandoned. So it was TV error. https://t.co/XcjLFXKsl2 — Sid Lowe (@sidlowe) March 10, 2019Í seinni hálfleik kom aftur upp VAR-atvik og þá var skipt yfir í rétta VAR-herbergið. Hér fyrir neðan má aftur á móti sjá þegar skipt var yfir í tóma VAR dómaraherbergið en undir má heyra lýsingu frá Ingvari Erni Ákasyni, sem fleiri þekkja undir nafninu Byssan.Klippa: VAR enginn myndbandadómari mættur í vinnuna Spænski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Sjá meira
Leikmenn Real Valladolid hafa eflaust ekki mikinn húmor fyrir VAR-sjánni eftir að hafa misst tvö mörk í tapleiknum á móti Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Í öðru VAR atvikinu gerðist þó eitt mjög skrýtið. Spánverjar nota VAR-sjána í öllum sínum leikjum í spænsku úrvalsdeildinni og þar eru öll vafaatriði skoðuð af sérstökum myndbandadómurum. Lið lenda því oft í því að fagna marki of snemma eins og var raunin í leik Real Valladolid og Real Madrid í gær. VAR dómarar hafa líka verið mikið í umræðunni upp á síðkastið eftir að bæði Manchester United og Porto komust áfram í Meistaradeildinni í síðustu viku eftir að hafa fengið VAR-víti á lokamínútunum. Sumir eru ekkert alltof hrifnir af þeim töfum sem skapast vegna VAR-sjáarinnar og vilja að vafaatriðin falli bara þar sem þau falla. Þannig hafi fótboltinn alltaf verið en því verður varla breytt til baka úr þessu. Real Valladolid skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik á móti Real Madrid í gær sem voru dæmd af eftir innkomu myndbandadómara. Í fyrra atvikinu gerðist það hins vegar að skipt var yfir í VAR-dómaraherbergið í sjónvarpsútsendingunni en þar var enginn og ljósið slökkt. Þetta var fyndið en um leið afar vandræðalegt. Myndbandadómararnir tóku markið samt fyrir og dæmdu það réttilega af vegna rangstöðu. Einhvers staðar voru því menn staddir sem tóku þessa ákvörðun. Blaðamaðurinn Sid Lowe, sem fjallar um spænska fótboltann, sagði seinna frá því að þetta hafi ekki verið rétta VAR-dómaraherbergið heldur það sem var notað í leik fyrr um daginn. Myndbandadómararnir voru því mættir í vinnuna þó að það hafi ekki litið út fyrir það.Carrusel say that the cameras had focused on the wrong VAR room, one that had been used for earlier game and now abandoned. So it was TV error. https://t.co/XcjLFXKsl2 — Sid Lowe (@sidlowe) March 10, 2019Í seinni hálfleik kom aftur upp VAR-atvik og þá var skipt yfir í rétta VAR-herbergið. Hér fyrir neðan má aftur á móti sjá þegar skipt var yfir í tóma VAR dómaraherbergið en undir má heyra lýsingu frá Ingvari Erni Ákasyni, sem fleiri þekkja undir nafninu Byssan.Klippa: VAR enginn myndbandadómari mættur í vinnuna
Spænski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Sjá meira