Fiskikóngurinn opnar sig: „Ákvörðunin hjá mér var að komast á réttan kjöl aftur“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2019 20:49 Kristján Berg Ásgeirsson, sem gengur undir nafninu Fiskikóngurinn, hefur selt Íslendingum fisk í 30 ár. Hann hefur farið í gegnum ýmislegt en árið 1996 Kristján var dæmdur ásamt þremur öðrum mönnum til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna innflutning og sölu á alsælutöflum. Þetta mál hefur eðli málsins samkvæmt legið þungt á Kristjáni og hingað til hefur hann ekki talað opinberlega um málið. Hann sagði Evu Laufey sögu sína í Ísland í dag í kvöld. Kristján sagði frá því að hann hafi byrjað að vinna fjórtán ára gamall og þegar hann var 16 ára var hann orðinn það fljótur að flaka fisk að hann var með hærri laun en faðir sinn. Hann sagði einnig frá því þegar hann seldi fiskbúð sína og fluttist til Danmerkur. Þar endaði leit að góðum heitum potti með því að hann fór að selja heita Potta í Danmörku. Þegar Eva spurði Kristján út dóminn sagði hann erfitt að tala um það. Hann sagði málið hafa tekið gríðarlega á og enn eigi hann erfitt með að sætta sig við gjörðir sínar. Hann segir þetta ekki hafa verið skipulagt á sínum tíma. „Þegar þú ert byrjaður að neyta fíkniefna, þá tekur þetta völdin. Þetta fer í átt sem þú ræður ekki við. Þú gerir eitthvað sem þú ætlar ekki að gera og er ekki líkt sjálfum þér,“ sagði Kristján. Hann segist strax hafa leitað sér hjálpar og talað við sálfræðing sem hafi undirbúið hann fyrir fangavistina. „Ákvörðunin hjá mér var að komast á réttan kjöl aftur og njóta þess að vera í fangelsi. Læra af aðstæðunum. Kynnast fólkinu. Passa að fara ekki aftur á þessa braut. Koma út betri maður,“ sagði Kristján. Viðtalið við Kristján má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Sjá meira
Kristján Berg Ásgeirsson, sem gengur undir nafninu Fiskikóngurinn, hefur selt Íslendingum fisk í 30 ár. Hann hefur farið í gegnum ýmislegt en árið 1996 Kristján var dæmdur ásamt þremur öðrum mönnum til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna innflutning og sölu á alsælutöflum. Þetta mál hefur eðli málsins samkvæmt legið þungt á Kristjáni og hingað til hefur hann ekki talað opinberlega um málið. Hann sagði Evu Laufey sögu sína í Ísland í dag í kvöld. Kristján sagði frá því að hann hafi byrjað að vinna fjórtán ára gamall og þegar hann var 16 ára var hann orðinn það fljótur að flaka fisk að hann var með hærri laun en faðir sinn. Hann sagði einnig frá því þegar hann seldi fiskbúð sína og fluttist til Danmerkur. Þar endaði leit að góðum heitum potti með því að hann fór að selja heita Potta í Danmörku. Þegar Eva spurði Kristján út dóminn sagði hann erfitt að tala um það. Hann sagði málið hafa tekið gríðarlega á og enn eigi hann erfitt með að sætta sig við gjörðir sínar. Hann segir þetta ekki hafa verið skipulagt á sínum tíma. „Þegar þú ert byrjaður að neyta fíkniefna, þá tekur þetta völdin. Þetta fer í átt sem þú ræður ekki við. Þú gerir eitthvað sem þú ætlar ekki að gera og er ekki líkt sjálfum þér,“ sagði Kristján. Hann segist strax hafa leitað sér hjálpar og talað við sálfræðing sem hafi undirbúið hann fyrir fangavistina. „Ákvörðunin hjá mér var að komast á réttan kjöl aftur og njóta þess að vera í fangelsi. Læra af aðstæðunum. Kynnast fólkinu. Passa að fara ekki aftur á þessa braut. Koma út betri maður,“ sagði Kristján. Viðtalið við Kristján má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Sjá meira