Auka þurfi eftirlit með laxeldi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. mars 2019 19:30 Formaður Landsambands veiðifélaga segir að setja þurfi aukið fjármagn í eftirlit með laxeldi en hann telur áhættumat sem snýr að erfðablöndun frá laxeldi of pólitískt. Um 130 manns sóttu málþing um áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stóð fyrir í morgun. Ráðherrann lagði nýlega fram á Alþingi frumvarp um breytingar á ýmsum lögum sem tengjast fiskeldi og þar er lagt til að áhættumatið verði lögfest. Í morgun var farið yfir matið og þá vinnu sem liggur að baki því auk þess sem rædd voru næstu skref í þróun þess. Formaður Landsambands veiðifélaga er ánægður með að áhættumat hafi verið framkvæmt en segir það þó of pólitískt. „Við teljum það miklu betra að áhættumatið sé óháð þessum pólitíska þrýstingi sem augljóslega er verið að beita varðandi þessa starfsemi. Ef menn vilja rýna í áhættumatið þá sé betra að gera það með erlendum sérfræðingum frekar en að hleypa pólitíkinni inn i það,“ sagði Jón Helgi Björnsson, formaður Landsambands veiðifélaga.Frá eldiskvíum á Patreksfirði.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Hann segir að setja þurfi skýrar reglur varðandi umhverfisáhrif laxeldis svo að við lendum ekki í sömu vandræðum og Noregur glímir við en þar hafa stofnarnir orðið fyrir verulegri erfðamengun. „Við teljum mjög mikilvægt að í þessari stöðu sem við erum í dag séu menn með mjög skýrar reglur varðandi umhverfið svo við lendum ekki í þessu á Íslandi. Þess vegna þarf áhættumatið að vera mjög þröngt og ákveðið,“ sagði Jón Helgi. Hann segir tækifæri liggja í umfangi starfseminnar sem hefur reynst atvinnuskapandi. Þó vanti upp á aukið eftirlit. „Því miður hefur það ekki verið nægilega gott, veikburða í raun og illa fjármagnað. Við leggjum mikla áherslu á að það sé styrkt verulega, sett í það fjármagn og að það sé utanaðkomandi eftirlit með þessum iðnaði,“ sagði Jón Helgi. Fiskeldi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Formaður Landsambands veiðifélaga segir að setja þurfi aukið fjármagn í eftirlit með laxeldi en hann telur áhættumat sem snýr að erfðablöndun frá laxeldi of pólitískt. Um 130 manns sóttu málþing um áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stóð fyrir í morgun. Ráðherrann lagði nýlega fram á Alþingi frumvarp um breytingar á ýmsum lögum sem tengjast fiskeldi og þar er lagt til að áhættumatið verði lögfest. Í morgun var farið yfir matið og þá vinnu sem liggur að baki því auk þess sem rædd voru næstu skref í þróun þess. Formaður Landsambands veiðifélaga er ánægður með að áhættumat hafi verið framkvæmt en segir það þó of pólitískt. „Við teljum það miklu betra að áhættumatið sé óháð þessum pólitíska þrýstingi sem augljóslega er verið að beita varðandi þessa starfsemi. Ef menn vilja rýna í áhættumatið þá sé betra að gera það með erlendum sérfræðingum frekar en að hleypa pólitíkinni inn i það,“ sagði Jón Helgi Björnsson, formaður Landsambands veiðifélaga.Frá eldiskvíum á Patreksfirði.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Hann segir að setja þurfi skýrar reglur varðandi umhverfisáhrif laxeldis svo að við lendum ekki í sömu vandræðum og Noregur glímir við en þar hafa stofnarnir orðið fyrir verulegri erfðamengun. „Við teljum mjög mikilvægt að í þessari stöðu sem við erum í dag séu menn með mjög skýrar reglur varðandi umhverfið svo við lendum ekki í þessu á Íslandi. Þess vegna þarf áhættumatið að vera mjög þröngt og ákveðið,“ sagði Jón Helgi. Hann segir tækifæri liggja í umfangi starfseminnar sem hefur reynst atvinnuskapandi. Þó vanti upp á aukið eftirlit. „Því miður hefur það ekki verið nægilega gott, veikburða í raun og illa fjármagnað. Við leggjum mikla áherslu á að það sé styrkt verulega, sett í það fjármagn og að það sé utanaðkomandi eftirlit með þessum iðnaði,“ sagði Jón Helgi.
Fiskeldi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira