Vilja að áhrif málskots verði könnuð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. mars 2019 20:00 Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. Dómstólasýslan vill að áhrif málskotsins verði könnuð áður en endanleg ákvörðun verður tekin um áfrýjun. Ákveðið hefur Landsréttur taki til starfa á nýá mánudaginn. Í tilkynningu sem rétturinn sendi frá sér í morgun kemur fram að einungis ellefu dómarar muni sinna dómarastörfum. Dómararnir fjórir, sem voru ekki meðal þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við réttinn, munu að svo stöddu ekki taka þátt í dómstörfum. Umræða hefur skapast um þessa ákvörðun og hefur til að mynda Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, haft þau ummæli uppi að dómurunum fjórum beri skylda til að gegna störfum sínum áfram. Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að ekki sé hægt að líta framhjá dómi Mannréttindadómstólsins. „Auðvitað ber mönnum skylda til að gegna starfi sínum og mæta til vinnu. Hitt er annað mál að það liggur núna fyrir þessi niðurstaða um að þeirra embættisverk eða dómar brjóti gegn Mannréttindasáttmálanum. Það er ekkert hægt að horfa einungis til þess að þeim beri skylda til að vinna vinnuna sína, það verður ekki litið fram hjá þessu,“ sagði Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Reykjavíkur. Landsréttur kemur saman á mánudaginnVísir/Hanna Dómstólasýslan sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem óskað er eftir því aðáður en endanleg ákvörðun verði tekin um að vísa málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins, verði áhrif málskotsins könnuð. Halldóra tekur undir orð Dómstólasýslunnar. Hún segir það skýrt liggja fyrir að annmarkar hafi veriðá skipaninni og að velta megi því upp í ljósi málsmeðferðartímans og réttaróvissunnar sem hér ríkir - hvort rétt sé að skjóta málinu áfram. „Er kannski bara hreinlegast að vinda ofan af þessu og byrja aftur frá núllpunkti frekar en að bíða áfram í óvissu og rétturinn getur ekki starfað nema í einhverjum skugga af þessum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir. Mér fannst það ágætis punktur í tilkynningu Dómstólasýslunnar,“ sagði Halldóra. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. Dómstólasýslan vill að áhrif málskotsins verði könnuð áður en endanleg ákvörðun verður tekin um áfrýjun. Ákveðið hefur Landsréttur taki til starfa á nýá mánudaginn. Í tilkynningu sem rétturinn sendi frá sér í morgun kemur fram að einungis ellefu dómarar muni sinna dómarastörfum. Dómararnir fjórir, sem voru ekki meðal þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við réttinn, munu að svo stöddu ekki taka þátt í dómstörfum. Umræða hefur skapast um þessa ákvörðun og hefur til að mynda Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, haft þau ummæli uppi að dómurunum fjórum beri skylda til að gegna störfum sínum áfram. Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að ekki sé hægt að líta framhjá dómi Mannréttindadómstólsins. „Auðvitað ber mönnum skylda til að gegna starfi sínum og mæta til vinnu. Hitt er annað mál að það liggur núna fyrir þessi niðurstaða um að þeirra embættisverk eða dómar brjóti gegn Mannréttindasáttmálanum. Það er ekkert hægt að horfa einungis til þess að þeim beri skylda til að vinna vinnuna sína, það verður ekki litið fram hjá þessu,“ sagði Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Reykjavíkur. Landsréttur kemur saman á mánudaginnVísir/Hanna Dómstólasýslan sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem óskað er eftir því aðáður en endanleg ákvörðun verði tekin um að vísa málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins, verði áhrif málskotsins könnuð. Halldóra tekur undir orð Dómstólasýslunnar. Hún segir það skýrt liggja fyrir að annmarkar hafi veriðá skipaninni og að velta megi því upp í ljósi málsmeðferðartímans og réttaróvissunnar sem hér ríkir - hvort rétt sé að skjóta málinu áfram. „Er kannski bara hreinlegast að vinda ofan af þessu og byrja aftur frá núllpunkti frekar en að bíða áfram í óvissu og rétturinn getur ekki starfað nema í einhverjum skugga af þessum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir. Mér fannst það ágætis punktur í tilkynningu Dómstólasýslunnar,“ sagði Halldóra.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira