Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2019 21:45 Inga Hrönn Georgsdóttir, bóndi á Kjörseyri og aðstoðarverslunarstjóri N1 í Staðarskála. Stöð 2/Einar Árnason. Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. Þótt hann sé ekki lengur í eigu heimamanna í Hrútafirði líta þeir samt á hann svolítið sem sína eign. Fjallað var um Staðarskála í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Í ljóði Þórarins Eldjárns frá árinu 1991, Staðarskáli er Ísland, segir að þessi miðstöð mannaferða sé Mekka allra þeirra sem á landið trúa. Ljóðið er nú greipt í glervegg í anddyri Staðarskála.Nýi Staðarskáli var opnaður árið 2008 þegar þjóðvegurinn um botn Hrútafjarðar var færður.Stöð 2/Einar Árnason.„Ætli meðaltalið hjá okkur í fyrrasumar hafi ekki verið á bilinu sex- til áttaþúsund manns á dag sem komu í húsið,“ segir Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála. Í afgreiðslunni og eldhúsinu mega starfsmenn hafa sig alla við að sinna óskum vegfarenda í þessari helstu umferðarmiðstöð þjóðveganna.Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.„Við höfum alveg farið upp í 100-150 lítra á góðum degi af kjötsúpu. Stærsti dagur í pylsum held ég hafi verð hátt í 800 pylsur á dag,“ segir Einar. Núverandi skáli er arftaki bæði gamla Staðarskála og gamla Brúarskála en þeir höfðu áður verið í eigu heimamanna; Staðarskáli í eigu Staðarmanna en Brúarskáli í eigu kaupfélagsins.Brúarskáli stóð við gatnamótin hjá gömlu símstöðinni á Brú. Hann var rifinn árið 2008 þegar hann þurfti að víkja fyrir nýja veginum.Mynd/Brúarhópurinn.Og enn í dag er Staðarskáli vinnustaður sem tengist nánast hverjum einasta bæ í sveitinni, en þar starfa 56 manns á sumrin og 26 manns yfir vetrartímann, margir úr Hrútafirði. En er erfitt fyrir Hrútfirðinga að Staðarskáli skuli ekki lengur vera í þeirra eigu heldur hlutafélags í Reykjavík?Gamli Staðarskáli árið 1995. Hann er í dag nýttur sem gistihús fyrir starfsmenn Staðarskála.Mynd/Staðarhópurinn.„Við lítum svolítið á þetta sem okkar eign, samt sem áður,“ segir Inga Hrönn Georgsdóttir, bóndi á Kjörseyri og aðstoðarverslunarstjóri, en hún byrjaði 16 ára gömul að vinna í Brúarskála. Staðarskáli er vinsælasti áningarstaður trukkabílstjóranna, eins og þeirra Ómars Sigurðssonar og Gunnlaugur Hjörvars Gunnlaugssonar, en þeir starfa hjá Ekju og Eimskip. Þeir segjast staldra þar við nánast daglega.Flutningabílstjórarnir Ómar Sigurðsson og Gunnlaugur Hjörvar Gunnlaugsson snæða kvöldverð í Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.Þeir voru að snæða lambalærissneiðar í raspi með kartöflum, rauðkáli og brúnsósu en þeir segja „mömmumatinn“ helstu ástæðu þess að trukkabílstjórar velja staðinn. „Þetta er svona félagsmiðstöðin okkar. Hérna verða sögurnar til og slúðrið,“ segir Gunnlaugur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Húnaþing vestra Samgöngur Um land allt Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. Þótt hann sé ekki lengur í eigu heimamanna í Hrútafirði líta þeir samt á hann svolítið sem sína eign. Fjallað var um Staðarskála í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Í ljóði Þórarins Eldjárns frá árinu 1991, Staðarskáli er Ísland, segir að þessi miðstöð mannaferða sé Mekka allra þeirra sem á landið trúa. Ljóðið er nú greipt í glervegg í anddyri Staðarskála.Nýi Staðarskáli var opnaður árið 2008 þegar þjóðvegurinn um botn Hrútafjarðar var færður.Stöð 2/Einar Árnason.„Ætli meðaltalið hjá okkur í fyrrasumar hafi ekki verið á bilinu sex- til áttaþúsund manns á dag sem komu í húsið,“ segir Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála. Í afgreiðslunni og eldhúsinu mega starfsmenn hafa sig alla við að sinna óskum vegfarenda í þessari helstu umferðarmiðstöð þjóðveganna.Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.„Við höfum alveg farið upp í 100-150 lítra á góðum degi af kjötsúpu. Stærsti dagur í pylsum held ég hafi verð hátt í 800 pylsur á dag,“ segir Einar. Núverandi skáli er arftaki bæði gamla Staðarskála og gamla Brúarskála en þeir höfðu áður verið í eigu heimamanna; Staðarskáli í eigu Staðarmanna en Brúarskáli í eigu kaupfélagsins.Brúarskáli stóð við gatnamótin hjá gömlu símstöðinni á Brú. Hann var rifinn árið 2008 þegar hann þurfti að víkja fyrir nýja veginum.Mynd/Brúarhópurinn.Og enn í dag er Staðarskáli vinnustaður sem tengist nánast hverjum einasta bæ í sveitinni, en þar starfa 56 manns á sumrin og 26 manns yfir vetrartímann, margir úr Hrútafirði. En er erfitt fyrir Hrútfirðinga að Staðarskáli skuli ekki lengur vera í þeirra eigu heldur hlutafélags í Reykjavík?Gamli Staðarskáli árið 1995. Hann er í dag nýttur sem gistihús fyrir starfsmenn Staðarskála.Mynd/Staðarhópurinn.„Við lítum svolítið á þetta sem okkar eign, samt sem áður,“ segir Inga Hrönn Georgsdóttir, bóndi á Kjörseyri og aðstoðarverslunarstjóri, en hún byrjaði 16 ára gömul að vinna í Brúarskála. Staðarskáli er vinsælasti áningarstaður trukkabílstjóranna, eins og þeirra Ómars Sigurðssonar og Gunnlaugur Hjörvars Gunnlaugssonar, en þeir starfa hjá Ekju og Eimskip. Þeir segjast staldra þar við nánast daglega.Flutningabílstjórarnir Ómar Sigurðsson og Gunnlaugur Hjörvar Gunnlaugsson snæða kvöldverð í Staðarskála.Stöð 2/Einar Árnason.Þeir voru að snæða lambalærissneiðar í raspi með kartöflum, rauðkáli og brúnsósu en þeir segja „mömmumatinn“ helstu ástæðu þess að trukkabílstjórar velja staðinn. „Þetta er svona félagsmiðstöðin okkar. Hérna verða sögurnar til og slúðrið,“ segir Gunnlaugur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Húnaþing vestra Samgöngur Um land allt Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira