„Bara hin besta kjörsókn“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. mars 2019 08:45 Eflingarbíllinn var á ferðinni í vikunni og kom meðal annars við á Sand Hóteli í miðbænum þar sem starfsmönnum bauðst að greiða atkvæði. vísir/vilhelm „Nei, ég held að þetta sé alls ekkert lágt hlutfall - miðað við það sem verið hefur í kosningum í verkalýðshreyfingunni í gegnum árin,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, aðspurður um þátttöku í verkfallsboðun félagsins sem samþykkt var í gærkvöld.Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. Af 862 greiddum atkvæðum samþykktu 769 boðunina, 67 greiddu atkvæði gegn henni og 26 tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru hins vegar 7950 einstaklingar og þátttaka var því rétt tæp 11%. Viðar segir að það sé talsvert verkefni að hvetja fólk til að taka virkari þátt í verkalýðshreyfingunni og um leið í atkvæðagreiðslu sem þessari. Í því ljósi geti Efling vel við þessa þátttöku unað. „Ég held að þetta sé bara hin besta kjörsókn,“ segir Viðar, sem rætt var við í Bítinu í morgun.Sjá einnig: Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihlutaVerkfallsboðunin taki til um 700 manns og því sé ánægjulegt að 769 hafi samþykkt hana. „Ég tel að það sé bara harla gott.“Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar.VísirSamkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þarf hins vegar fimmtungur atkvæðisbærra félagsmanna að samþykkja vinnustöðvun. Í lögunum er þó heimild til þess láta vinnustöðvun einungis ná til ákveðins hóps félagsmanna en þá er ákvörðun tekin með atkvæðum þeirra sem vinnustöðvun er ætlað að taka til. Ætla má að það eigi hins vegar ekki við í tilfelli Eflingar, þar sem um 8000 félagsmenn höfðu atkvæðarétt en ekki aðeins þau 700 sem verkfallið nær til. Viðar segir þó að atkvæðagreiðslan hafi verið lögleg. Um almenna atkvæðagreiðslu hafi verið að ræða. „Á kjörskránni eru ekki bara þeir sem verkfallsboðunin tekur til heldur allir sem starfa samkvæmt þeim samningi sem að um ræðir, sem er hótel- og veitingasamningurinn okkar. Það er mun stærri hópur og af þeim sökum er þetta almenn atkvæðagreiðsla og því er ekki þátttökuþröskuldur,“ segir Viðar. Það sé túlkun Eflingar að fyrrnefnt ákvæði um fimmtungsþátttöku sé „heimildarákvæði í lögum en ekki skylduákvæði.“ Gert er ráð fyrir að Samtök atvinnulífsins muni kæra atkvæðagreiðslu Eflingar. Samtökin hafa áður lýst því yfir að þau telji hana ólöglega. Viðar segir að þetta hafi verði viðbúið og að Efling geri ráð fyrir að félagsdómur taki kæru SA til meðferðar í dag og að málflutningur fari fram á mánudag. Spjall Viðars við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að neðan. Bítið Kjaramál Tengdar fréttir Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta Verfallsboðunin var samþykkt með 89% atkvæða. 28. febrúar 2019 23:56 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
„Nei, ég held að þetta sé alls ekkert lágt hlutfall - miðað við það sem verið hefur í kosningum í verkalýðshreyfingunni í gegnum árin,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, aðspurður um þátttöku í verkfallsboðun félagsins sem samþykkt var í gærkvöld.Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. Af 862 greiddum atkvæðum samþykktu 769 boðunina, 67 greiddu atkvæði gegn henni og 26 tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru hins vegar 7950 einstaklingar og þátttaka var því rétt tæp 11%. Viðar segir að það sé talsvert verkefni að hvetja fólk til að taka virkari þátt í verkalýðshreyfingunni og um leið í atkvæðagreiðslu sem þessari. Í því ljósi geti Efling vel við þessa þátttöku unað. „Ég held að þetta sé bara hin besta kjörsókn,“ segir Viðar, sem rætt var við í Bítinu í morgun.Sjá einnig: Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihlutaVerkfallsboðunin taki til um 700 manns og því sé ánægjulegt að 769 hafi samþykkt hana. „Ég tel að það sé bara harla gott.“Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar.VísirSamkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þarf hins vegar fimmtungur atkvæðisbærra félagsmanna að samþykkja vinnustöðvun. Í lögunum er þó heimild til þess láta vinnustöðvun einungis ná til ákveðins hóps félagsmanna en þá er ákvörðun tekin með atkvæðum þeirra sem vinnustöðvun er ætlað að taka til. Ætla má að það eigi hins vegar ekki við í tilfelli Eflingar, þar sem um 8000 félagsmenn höfðu atkvæðarétt en ekki aðeins þau 700 sem verkfallið nær til. Viðar segir þó að atkvæðagreiðslan hafi verið lögleg. Um almenna atkvæðagreiðslu hafi verið að ræða. „Á kjörskránni eru ekki bara þeir sem verkfallsboðunin tekur til heldur allir sem starfa samkvæmt þeim samningi sem að um ræðir, sem er hótel- og veitingasamningurinn okkar. Það er mun stærri hópur og af þeim sökum er þetta almenn atkvæðagreiðsla og því er ekki þátttökuþröskuldur,“ segir Viðar. Það sé túlkun Eflingar að fyrrnefnt ákvæði um fimmtungsþátttöku sé „heimildarákvæði í lögum en ekki skylduákvæði.“ Gert er ráð fyrir að Samtök atvinnulífsins muni kæra atkvæðagreiðslu Eflingar. Samtökin hafa áður lýst því yfir að þau telji hana ólöglega. Viðar segir að þetta hafi verði viðbúið og að Efling geri ráð fyrir að félagsdómur taki kæru SA til meðferðar í dag og að málflutningur fari fram á mánudag. Spjall Viðars við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að neðan.
Bítið Kjaramál Tengdar fréttir Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta Verfallsboðunin var samþykkt með 89% atkvæða. 28. febrúar 2019 23:56 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta Verfallsboðunin var samþykkt með 89% atkvæða. 28. febrúar 2019 23:56
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07