Flugmaðurinn kominn að landamærum Indlands Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2019 11:17 Indverjar bíða eftir afhendingu flugmannsins. AP/Channi Anand Yfirvöld Pakistan hafa sleppt indverskum flugmanni úr haldi og hafa flutt hann til Indlands. Flugmaðurinn sem heitir Abhinandan Varthaman var skotinn niður yfir Kasmír-héraði. Það gerðist degi eftir loftárás sem Indverjar segja að hafi beinst gegn hryðjuverkasamtökum sem hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem 40 indverskir hermenn féllu í í Kasmír þann 14. febrúar. Pakistanar ákváðu að varpa sprengjum á yfirráðasvæði Indverja í Kasmír og kom til bardaga á milli orrustuþota og var minnst ein þota skotin niður. Varthaman var fluttur til landamæra ríkjanna í morgun og afhentur Indverjum. Yfirvöld Pakistan segja honum hafa verið sleppt úr haldi til að draga úr spennu á milli ríkjanna en hún hefur verið mikil. Tvennum sögum hefur farið af því hvernig árásin fór, hve margar orrustuþotur voru skotnar niður og ýmislegt annað. Indverjar segjast hafa valdið miklum skaða og mannfalli á búðum Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Pakistanar segja sprengjur Indverja hins vegar hafa lent á óbyggðu svæði. Indverjar saka yfirvöld Pakistan um að hlífa JeM og jafnvel um að hafa komið að árásinni sjálfri. Nýjar gervihnattarmyndir virðast staðfesta frásögn Pakistana um að sprengjurnar hafi ekki valdið skaða.Indian strike near Balakot: Only visible damage on @planetlabs satellite imagery was to a patch of trees near the target area. pic.twitter.com/HEGmPMXsmhhttps://t.co/ZJjyWTiwEI via @Michael1Sheldon — Liveuamap (@Liveuamap) March 1, 2019 Gífurleg spenna er í Kasmír þar sem tugir þúsunda hermanna eru sitt hvoru megin við landamæri Pakistan og Indlands. Fjölmargir skotbardagar hafa átt sér stað. Indverjar hafa handtekið hundruð manna í átaki gegn uppreisnarmönnum í héraðinu. Nokkrum svæðum héraðsins hefur verið lokað þar sem Indverjar búast við umfangsmiklum mótmælum.Mikill fjöldi fólks hafði komið að landamærum Indlands og Pakistan til að fylgjast með afhendingu flugmannsins, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.BREAKING: People are gathering on both sides of the India–Pakistan border, ahead of the imminent release of the captured Indian pilot, whose jet was downed during a warplane dogfight on Wednesday. Live updates here: https://t.co/sZnM9zLpsO pic.twitter.com/VfcUcaWJH7— CNN (@CNN) March 1, 2019 Indland Pakistan Tengdar fréttir Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00 Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Khan reynir að stilla til friðar Pakistanar leysa fangelsaðan indverskan herflugmann úr haldi. Indverjar taka vel í ákvörðunina. Herforingjar beggja ríkja kveðast þó enn í viðbragðsstöðu enda er togstreitan á milli ríkjanna mikil. 1. mars 2019 06:15 Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Indverjar hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja. 28. febrúar 2019 10:20 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Yfirvöld Pakistan hafa sleppt indverskum flugmanni úr haldi og hafa flutt hann til Indlands. Flugmaðurinn sem heitir Abhinandan Varthaman var skotinn niður yfir Kasmír-héraði. Það gerðist degi eftir loftárás sem Indverjar segja að hafi beinst gegn hryðjuverkasamtökum sem hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem 40 indverskir hermenn féllu í í Kasmír þann 14. febrúar. Pakistanar ákváðu að varpa sprengjum á yfirráðasvæði Indverja í Kasmír og kom til bardaga á milli orrustuþota og var minnst ein þota skotin niður. Varthaman var fluttur til landamæra ríkjanna í morgun og afhentur Indverjum. Yfirvöld Pakistan segja honum hafa verið sleppt úr haldi til að draga úr spennu á milli ríkjanna en hún hefur verið mikil. Tvennum sögum hefur farið af því hvernig árásin fór, hve margar orrustuþotur voru skotnar niður og ýmislegt annað. Indverjar segjast hafa valdið miklum skaða og mannfalli á búðum Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Pakistanar segja sprengjur Indverja hins vegar hafa lent á óbyggðu svæði. Indverjar saka yfirvöld Pakistan um að hlífa JeM og jafnvel um að hafa komið að árásinni sjálfri. Nýjar gervihnattarmyndir virðast staðfesta frásögn Pakistana um að sprengjurnar hafi ekki valdið skaða.Indian strike near Balakot: Only visible damage on @planetlabs satellite imagery was to a patch of trees near the target area. pic.twitter.com/HEGmPMXsmhhttps://t.co/ZJjyWTiwEI via @Michael1Sheldon — Liveuamap (@Liveuamap) March 1, 2019 Gífurleg spenna er í Kasmír þar sem tugir þúsunda hermanna eru sitt hvoru megin við landamæri Pakistan og Indlands. Fjölmargir skotbardagar hafa átt sér stað. Indverjar hafa handtekið hundruð manna í átaki gegn uppreisnarmönnum í héraðinu. Nokkrum svæðum héraðsins hefur verið lokað þar sem Indverjar búast við umfangsmiklum mótmælum.Mikill fjöldi fólks hafði komið að landamærum Indlands og Pakistan til að fylgjast með afhendingu flugmannsins, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.BREAKING: People are gathering on both sides of the India–Pakistan border, ahead of the imminent release of the captured Indian pilot, whose jet was downed during a warplane dogfight on Wednesday. Live updates here: https://t.co/sZnM9zLpsO pic.twitter.com/VfcUcaWJH7— CNN (@CNN) March 1, 2019
Indland Pakistan Tengdar fréttir Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00 Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Khan reynir að stilla til friðar Pakistanar leysa fangelsaðan indverskan herflugmann úr haldi. Indverjar taka vel í ákvörðunina. Herforingjar beggja ríkja kveðast þó enn í viðbragðsstöðu enda er togstreitan á milli ríkjanna mikil. 1. mars 2019 06:15 Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Indverjar hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja. 28. febrúar 2019 10:20 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00
Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00
Khan reynir að stilla til friðar Pakistanar leysa fangelsaðan indverskan herflugmann úr haldi. Indverjar taka vel í ákvörðunina. Herforingjar beggja ríkja kveðast þó enn í viðbragðsstöðu enda er togstreitan á milli ríkjanna mikil. 1. mars 2019 06:15
Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Indverjar hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja. 28. febrúar 2019 10:20
Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40