Hafa flett ofan af fleiri skrefum í áætlun mannræningjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2019 23:15 Ekkert er vitað hvar Anne-Elisabeth Hagen er niðurkomin eða hvort hún er á lífi. Mynd/Norska lögreglan Lögreglumenn sem rannsaka hvarf Anne-Elisabeth Hagen hafa fundið fleiri vísbendingar sem gefa til kynna að mannránið hafi verið þaulskipulagt. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu en ekki hefur verið fjallað áður um umræddar vísbendingar. Anne-Elisabeth er gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Talið er að henni hafi verið rænt af heimili þeirra hjóna í Lørenskógi þann 31. október síðastliðinn en ekkert hefur spurst til hennar síðan. Meintir mannræningjar hafa sett sig í samband við fjölskylduna og krafist milljóna í lausnargjald í rafmyntinni Monero. Í frétt NRK segir að lögregla hafi flett ofan af fjölmörgum skrefum í áætlun mannræningjanna, sem teygi anga sína marga mánuði aftur í tímann. Lögregla staðfestir þetta í svari við fyrirspurn NRK. Á grundvelli rannsóknarhagsmuna sé hins vegar ekki hægt að veita frekari upplýsingar um það hvers eðlis nýju vísbendingarnar eru. „Við getum ekki farið nánar út í það hvernig undirbúningsskref þetta hafa verið, hvenær þeim var hrint í framkvæmd eða hvenær komist var á snoðir um þau,“ segir í svari lögreglu.Heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi í Noregi. Talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt þaðan að morgni 31. október.vísir/epaBlaðagrein, dularfullir menn og ummerki á baðherberginu Áður hefur verið greint frá því að grein sem skrifuð var um auðæfi Toms Hagens í norsku héraðsblaði í júlí í fyrra hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu. Talið er að greinin hafi mögulega veitt mannræningjunum „innblástur“. Þá hefur lögregla haft nafnlausan rafmyntar-aðgang, sem sagður er vera á vegum mannræningjanna, til rannsóknar en aðgangurinn var stofnaður skömmu eftir að áðurnefnd blaðagrein var birt. Einnig hefur leit staðið yfir af tveimur mönnum, sem sáust fyrir utan vinnustað Toms Hagens nokkrum klukkutímum áður en Anne-Elisabeth var rænt. Talið er að mannræningjarnir hafi vaktað vinnustaðinn, meðlimi Hagen-fjölskyldunnar og heimili hennar í Lørenskógi í aðdraganda mannránsins.Norska lögreglan hélt síðast blaðamannafund í gær. Þar kom fram að enn hefðu engar vísbendingar fundist um að Anne-Elisabeth væri á lífi. Lögregla útilokaði jafnframt ekki að Anne-Elisabeth hefði verið ráðinn bani. Þá greindi norska dagblaðið Verdens Gang frá því í vikunni að fundist hefðu ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin eftir baðherbergisgólfinu á heimili sínu þegar henni var rænt. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37 Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:33 Þrír mánuðir frá því að Anne-Elisabeth var rænt en lögreglan engu nær Lögreglan í Noregi kveðst ekkert ætla að tjá sig um það hvað fannst í stöðuvatninu Langevannet fyrr í vikunni en leitað var að vatninu að vísbendingum í tengslum við ránið Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 31. janúar 2019 08:34 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Lögreglumenn sem rannsaka hvarf Anne-Elisabeth Hagen hafa fundið fleiri vísbendingar sem gefa til kynna að mannránið hafi verið þaulskipulagt. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu en ekki hefur verið fjallað áður um umræddar vísbendingar. Anne-Elisabeth er gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Talið er að henni hafi verið rænt af heimili þeirra hjóna í Lørenskógi þann 31. október síðastliðinn en ekkert hefur spurst til hennar síðan. Meintir mannræningjar hafa sett sig í samband við fjölskylduna og krafist milljóna í lausnargjald í rafmyntinni Monero. Í frétt NRK segir að lögregla hafi flett ofan af fjölmörgum skrefum í áætlun mannræningjanna, sem teygi anga sína marga mánuði aftur í tímann. Lögregla staðfestir þetta í svari við fyrirspurn NRK. Á grundvelli rannsóknarhagsmuna sé hins vegar ekki hægt að veita frekari upplýsingar um það hvers eðlis nýju vísbendingarnar eru. „Við getum ekki farið nánar út í það hvernig undirbúningsskref þetta hafa verið, hvenær þeim var hrint í framkvæmd eða hvenær komist var á snoðir um þau,“ segir í svari lögreglu.Heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi í Noregi. Talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt þaðan að morgni 31. október.vísir/epaBlaðagrein, dularfullir menn og ummerki á baðherberginu Áður hefur verið greint frá því að grein sem skrifuð var um auðæfi Toms Hagens í norsku héraðsblaði í júlí í fyrra hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu. Talið er að greinin hafi mögulega veitt mannræningjunum „innblástur“. Þá hefur lögregla haft nafnlausan rafmyntar-aðgang, sem sagður er vera á vegum mannræningjanna, til rannsóknar en aðgangurinn var stofnaður skömmu eftir að áðurnefnd blaðagrein var birt. Einnig hefur leit staðið yfir af tveimur mönnum, sem sáust fyrir utan vinnustað Toms Hagens nokkrum klukkutímum áður en Anne-Elisabeth var rænt. Talið er að mannræningjarnir hafi vaktað vinnustaðinn, meðlimi Hagen-fjölskyldunnar og heimili hennar í Lørenskógi í aðdraganda mannránsins.Norska lögreglan hélt síðast blaðamannafund í gær. Þar kom fram að enn hefðu engar vísbendingar fundist um að Anne-Elisabeth væri á lífi. Lögregla útilokaði jafnframt ekki að Anne-Elisabeth hefði verið ráðinn bani. Þá greindi norska dagblaðið Verdens Gang frá því í vikunni að fundist hefðu ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin eftir baðherbergisgólfinu á heimili sínu þegar henni var rænt.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37 Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:33 Þrír mánuðir frá því að Anne-Elisabeth var rænt en lögreglan engu nær Lögreglan í Noregi kveðst ekkert ætla að tjá sig um það hvað fannst í stöðuvatninu Langevannet fyrr í vikunni en leitað var að vatninu að vísbendingum í tengslum við ránið Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 31. janúar 2019 08:34 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37
Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:33
Þrír mánuðir frá því að Anne-Elisabeth var rænt en lögreglan engu nær Lögreglan í Noregi kveðst ekkert ætla að tjá sig um það hvað fannst í stöðuvatninu Langevannet fyrr í vikunni en leitað var að vatninu að vísbendingum í tengslum við ránið Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 31. janúar 2019 08:34
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent