Bandaríkin krefja Pakistan um svör vegna herflugvélar Andri Eysteinsson skrifar 3. mars 2019 19:01 Hér má sjá F-16 herflugvél á flugi. Getty/Anadolu Agency Bandarísk stjórnvöld leita svara við fyrirspurn sinni um hvort F-16 herflugvél, sem smíðuð er í Bandaríkjunum, hafi verið notuð af pakistanska hernum til að skjóta niður indverska herflugvél síðasta miðvikudag. Reuters greinir frá. Hafi svo verið þykir það brjóta gegn samkomulagi milli Bandaríkjanna og Pakistan sem sett var vegna vopnasölu milli þjóðanna. Mikil átök hafa geisað milli Indlands og Pakistan í Kashmir-héraði. Báðar þjóðir hafa varpað sprengjum í vikunni og í miðri viku var indverskri vél grandað og flugmaður hennar handtekinn af Pakistönum. Tveimur dögum síðar var flugmanninn þó sleppt og þótti það til marks um að draga myndi úr átökunum. Ástandið er þó enn eldfimt.Indverjar segja bara F-16 koma til greina Sama dag og indversku vélinni var grandað neitaði talsmaður pakistanska hersins því að F-16 vél hafi skotið indversku vélina niður. F-16 vélar eru smíðaðar af bandaríska fyrirtækinu Lockheed Martin og keyptu Pakistönsk yfirvöld slíkar vélar frá Bandarískum kollegum sínum. Bandaríkin seldu Pakistönum vélarnar en settu takmörk á í hvaða tilgangi vélarnar má nota. Degi eftir að vélin var skotin niður birtu indversk stjórnvöld gögn sem benda til þess að loftskeytið sem grandaði indversku vélinni geti einungis hafa komið úr F-16 herflugvél en ekki frá kínverskri JF-17 vél, en pakistanski herinn hefur einungis tvær gerðir herflugvéla. Bandaríkjastjórn leitar nú frekari upplýsinga um málið og lítur það alvarlegum augum. Bandaríkin Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld leita svara við fyrirspurn sinni um hvort F-16 herflugvél, sem smíðuð er í Bandaríkjunum, hafi verið notuð af pakistanska hernum til að skjóta niður indverska herflugvél síðasta miðvikudag. Reuters greinir frá. Hafi svo verið þykir það brjóta gegn samkomulagi milli Bandaríkjanna og Pakistan sem sett var vegna vopnasölu milli þjóðanna. Mikil átök hafa geisað milli Indlands og Pakistan í Kashmir-héraði. Báðar þjóðir hafa varpað sprengjum í vikunni og í miðri viku var indverskri vél grandað og flugmaður hennar handtekinn af Pakistönum. Tveimur dögum síðar var flugmanninn þó sleppt og þótti það til marks um að draga myndi úr átökunum. Ástandið er þó enn eldfimt.Indverjar segja bara F-16 koma til greina Sama dag og indversku vélinni var grandað neitaði talsmaður pakistanska hersins því að F-16 vél hafi skotið indversku vélina niður. F-16 vélar eru smíðaðar af bandaríska fyrirtækinu Lockheed Martin og keyptu Pakistönsk yfirvöld slíkar vélar frá Bandarískum kollegum sínum. Bandaríkin seldu Pakistönum vélarnar en settu takmörk á í hvaða tilgangi vélarnar má nota. Degi eftir að vélin var skotin niður birtu indversk stjórnvöld gögn sem benda til þess að loftskeytið sem grandaði indversku vélinni geti einungis hafa komið úr F-16 herflugvél en ekki frá kínverskri JF-17 vél, en pakistanski herinn hefur einungis tvær gerðir herflugvéla. Bandaríkjastjórn leitar nú frekari upplýsinga um málið og lítur það alvarlegum augum.
Bandaríkin Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sjá meira
Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00