Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2019 20:30 Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. Plastmengun í hafinu er vaxandi áhyggjuefni um allan heim. Þótt ýmsar rannsóknir hafi verið gerðar á plastmengun í hafinu við Ísland eru slíkar rannsóknir þó frekar stutt á veg komnar að sögn sérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun. „Þetta er allt í startholunum og það eru margir byrjaðir að gera svona einstaka rannsóknir en eiginleg vöktun er ekki hafin, svona á föstum stöðvum, heldur er aðallega verið að reyna að finna út hvaða tegundir á að vakta, hvaða tegundir eru heppilegar hér til dæmis við Ísland og hérna á norðurslóðum og hvaða aðferðafræði eigi að nota til þess að einangra plastið,“ segir Eydís Salome Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Hafró. „Þetta er vinna sem að er að fara í gang, og er í rauninni hafin, en þetta er svona frekar nýtt allt saman.“ Í nýlegri rannsókn Umhverfisstofnunar fannst örplast í 55% kræklings sem var rannsakaður. Að sögn Eydísar skortir ennþá rannsóknir til að geta ályktað um heildarumfang örplastmengunar í hafinu umhverfis Ísland en það horfir til betri vegar í þeim efnum. „Í tengslum við formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni var sett á laggirnar netverkefni sem að miðar að því að staðla aðferðir við greiningu og aðferðafræði í tengslum við plastrannsóknir,“ segir Eydís. Hún segir alla geta með einhverjum hætti geta lagt baráttunni gegn plastmengun lið, til dæmis með því að draga úr notkun þess. Stjórnvöld geti líka lagt sitt af mörkum. „Það væri til dæmis hreinsun á skólpi sem að færi frá landi og út í sjó, það væri til mikilla bóta.“ Umhverfismál Vísindi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira
Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. Plastmengun í hafinu er vaxandi áhyggjuefni um allan heim. Þótt ýmsar rannsóknir hafi verið gerðar á plastmengun í hafinu við Ísland eru slíkar rannsóknir þó frekar stutt á veg komnar að sögn sérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun. „Þetta er allt í startholunum og það eru margir byrjaðir að gera svona einstaka rannsóknir en eiginleg vöktun er ekki hafin, svona á föstum stöðvum, heldur er aðallega verið að reyna að finna út hvaða tegundir á að vakta, hvaða tegundir eru heppilegar hér til dæmis við Ísland og hérna á norðurslóðum og hvaða aðferðafræði eigi að nota til þess að einangra plastið,“ segir Eydís Salome Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Hafró. „Þetta er vinna sem að er að fara í gang, og er í rauninni hafin, en þetta er svona frekar nýtt allt saman.“ Í nýlegri rannsókn Umhverfisstofnunar fannst örplast í 55% kræklings sem var rannsakaður. Að sögn Eydísar skortir ennþá rannsóknir til að geta ályktað um heildarumfang örplastmengunar í hafinu umhverfis Ísland en það horfir til betri vegar í þeim efnum. „Í tengslum við formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni var sett á laggirnar netverkefni sem að miðar að því að staðla aðferðir við greiningu og aðferðafræði í tengslum við plastrannsóknir,“ segir Eydís. Hún segir alla geta með einhverjum hætti geta lagt baráttunni gegn plastmengun lið, til dæmis með því að draga úr notkun þess. Stjórnvöld geti líka lagt sitt af mörkum. „Það væri til dæmis hreinsun á skólpi sem að færi frá landi og út í sjó, það væri til mikilla bóta.“
Umhverfismál Vísindi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira