Kaldir eldar Þorvaldur Gylfason skrifar 7. mars 2019 07:00 Reykjavík – Hvert skyldi mega rekja upphaf spillingar í stjórnmálum og viðskiptum á Íslandi? – spillingar sem varla getur dulizt nokkrum manni lengur og er nú fastur liður í helztu heimildum um spillingu á heimsvísu svo sem Gallup og Transparency International. Það er segin saga að spilling og vantraust eru nánast eins og tvær hliðar á sömu mynt. Gallup greindi nýlega frá því að næstum fimm af hverjum sex Íslendingum vantreysta Alþingi og fjórir af hverjum fimm vantreysta viðskiptabönkunum. Nærtæk skýring á megnu vantrausti í garð Alþingis er spilling stjórnmálanna og margar birtingarmyndir hennar. Spilling grefur undan trausti.Einkavæðingin? Kvótakerfið? Menn leita mislangt aftur í tímann að upphafinu. Sumir kunna að telja ófögnuðinn hafa byrjað með einkavæðingu bankanna 1998-2003 sem var svo illa og óheiðarlega ef ekki beinlínis glæpsamlega útfærð að hún leiddi lóðbeint til hruns fjármálakerfisins fáeinum árum síðar með hörmulegum afleiðingum fyrir mikinn fjölda fólks innan lands og utan. Alþingi samþykkti en lét þó hjá líða að rannsaka hvort lög voru brotin við einkavæðingu bankanna. Flestir hljóta samt að geta fallizt á að einkavæðing bankanna var ekki bara uppspretta nýrrar spillingar heldur einnig af leiðing eldri spillingar sem hafði brotizt upp á yfirborðið 15-20 árum fyrr. Það var þegar Alþingi ákvað gegn ítrekuðum aðvörunum að af henda útvegsmönnum ókeypis aðgang að fiskinum í sjónum sem hefur þó í bráðum 30 ár átt að heita sameign þjóðarinnar skv. lögum. Alþingi hóf þá til f lugs nýja stétt auðmanna sem hafa leikið á þingið eins og falska fiðlu æ síðan. Þetta ráðslag Alþingis hefur haft alvarlegar af leiðingar. Innviðir samfélagsins – heilbrigðisþjónustan, velferðarkerfið o.f l. – hafa sumir veikzt, sumir segja morknað, meðan hin nýja stétt auðmanna hefur rakað saman annarra fé í eigin þágu.Höftin? Hermangið? Enn aðrir telja ófögnuðinn hafa risið löngu fyrr, sumir nefna höftin 1927- 1960, aðrir stríðið 1939-1945. Ísland var eitt fátækasta land Vestur-Evrópu þegar síðari heimsstyrjöldin brauzt út og eitt ríkasta landið í stríðslok. Svo var fyrir að þakka hernámi Breta 1940 og Bandaríkjamanna 1941 og þeim uppgripum sem fylgdu hernáminu. Bandaríkjamenn ílentust hér eftir stríð í krafti Kef lavíkursamningsins sem þeir gerðu við íslenzk stjórnvöld 1946 til að leysa af hólmi herverndarsamninginn frá 1941 eins og Valur Ingimundarson prófessor lýsir vel í bók sinni Í eldlínu Kalda stríðsins 1996. Herverndin skilaði Íslendingum ekki bara miklum tekjum heldur gagngerum umskiptum í efnahagslífinu, nýrri verkmenningu o.m.f l. Gjaldeyristekjur af hernum námu 15%-20% af heildargjaldeyristekjum þjóðarinnar 1953-1955. Séu öll árin sem herinn var hér skoðuð í heild, 1940-2006, lætur nærri að gjaldeyristekjurnar af hernum hafi numið um 2% af landsframleiðslu á ári að jafnaði. Hermangið leiddi af sér spillingu og efnahagsbrot. Kristján Pétursson löggæzlumaður lýsir því undir rós í sjálfsævisögu sinni Margir vildu hann feigan (1990) hvernig reynt var að múta honum til að fella niður rannsókn á olíumálinu sem lyktaði m.a. með sektardómi Hæstaréttar yfir einum helzta virðingarmanni landsins. Kristján sagði mér í einkasamtali að hann þakkaði Bjarna Benediktssyni, þá dómsmálaráðherra, síðar forsætisráðherra, fyrir að hafa tryggt sér og félögum sínum skjól til að ljúka rannsókninni. Þetta er ekki allt. Stjórnvöld kreistu lánsfé á góðum kjörum auk beinna styrkja út úr Bandaríkjastjórn og öðrum bandamönnum í tengslum við eða skiptum fyrir veru hersins hér með lítt dulbúnum hótunum um að snúa sér ella til Rússa eins og Valur Ingimundarson rekur í bók sinni. Þennan sama leik léku Færeyingar gagnvart Dönum fram að hruni Færeyja 1989 eins og Eðvarð T. Jónsson lýsir í bók sinni Hlutskipti Færeyja (1994). Í þessu ljósi þarf að skoða áhuga ríkisstjórnar Íslands eftir hrun á að af la „nýrra vina“. Frændum okkar og vinum á Norðurlöndum sem ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fjármögnuðu rústabjörgunina hér heima þegar til kastanna kom brá í brún þegar þeir stóðu frammi fyrir hótunum stjórnvalda strax eftir hrun um að leita ásjár hjá Rússum, og einnig Kínverjum eins og síðar kom í ljós. Seðlabankinn sendi menn til Moskvu til að semja við Kremlverja. Bankinn á enn eftir að gera grein fyrir þeirri för og lyktum hennar líkt og ýmsu öðru. Við getum farið enn lengra aftur í tímann til að grafast fyrir um rætur spillingarinnar. Bankahneyksli, sum með stjórnmálaívafi, hafa gosið upp annað veifið allar götur frá fyrstu árum heimastjórnar. Spillingin er þó ekki nema öðrum þræði afsprengi einstakra atburða sögunnar heldur vefur, spillingarvefur. Meira næst, frá Panama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Reykjavík – Hvert skyldi mega rekja upphaf spillingar í stjórnmálum og viðskiptum á Íslandi? – spillingar sem varla getur dulizt nokkrum manni lengur og er nú fastur liður í helztu heimildum um spillingu á heimsvísu svo sem Gallup og Transparency International. Það er segin saga að spilling og vantraust eru nánast eins og tvær hliðar á sömu mynt. Gallup greindi nýlega frá því að næstum fimm af hverjum sex Íslendingum vantreysta Alþingi og fjórir af hverjum fimm vantreysta viðskiptabönkunum. Nærtæk skýring á megnu vantrausti í garð Alþingis er spilling stjórnmálanna og margar birtingarmyndir hennar. Spilling grefur undan trausti.Einkavæðingin? Kvótakerfið? Menn leita mislangt aftur í tímann að upphafinu. Sumir kunna að telja ófögnuðinn hafa byrjað með einkavæðingu bankanna 1998-2003 sem var svo illa og óheiðarlega ef ekki beinlínis glæpsamlega útfærð að hún leiddi lóðbeint til hruns fjármálakerfisins fáeinum árum síðar með hörmulegum afleiðingum fyrir mikinn fjölda fólks innan lands og utan. Alþingi samþykkti en lét þó hjá líða að rannsaka hvort lög voru brotin við einkavæðingu bankanna. Flestir hljóta samt að geta fallizt á að einkavæðing bankanna var ekki bara uppspretta nýrrar spillingar heldur einnig af leiðing eldri spillingar sem hafði brotizt upp á yfirborðið 15-20 árum fyrr. Það var þegar Alþingi ákvað gegn ítrekuðum aðvörunum að af henda útvegsmönnum ókeypis aðgang að fiskinum í sjónum sem hefur þó í bráðum 30 ár átt að heita sameign þjóðarinnar skv. lögum. Alþingi hóf þá til f lugs nýja stétt auðmanna sem hafa leikið á þingið eins og falska fiðlu æ síðan. Þetta ráðslag Alþingis hefur haft alvarlegar af leiðingar. Innviðir samfélagsins – heilbrigðisþjónustan, velferðarkerfið o.f l. – hafa sumir veikzt, sumir segja morknað, meðan hin nýja stétt auðmanna hefur rakað saman annarra fé í eigin þágu.Höftin? Hermangið? Enn aðrir telja ófögnuðinn hafa risið löngu fyrr, sumir nefna höftin 1927- 1960, aðrir stríðið 1939-1945. Ísland var eitt fátækasta land Vestur-Evrópu þegar síðari heimsstyrjöldin brauzt út og eitt ríkasta landið í stríðslok. Svo var fyrir að þakka hernámi Breta 1940 og Bandaríkjamanna 1941 og þeim uppgripum sem fylgdu hernáminu. Bandaríkjamenn ílentust hér eftir stríð í krafti Kef lavíkursamningsins sem þeir gerðu við íslenzk stjórnvöld 1946 til að leysa af hólmi herverndarsamninginn frá 1941 eins og Valur Ingimundarson prófessor lýsir vel í bók sinni Í eldlínu Kalda stríðsins 1996. Herverndin skilaði Íslendingum ekki bara miklum tekjum heldur gagngerum umskiptum í efnahagslífinu, nýrri verkmenningu o.m.f l. Gjaldeyristekjur af hernum námu 15%-20% af heildargjaldeyristekjum þjóðarinnar 1953-1955. Séu öll árin sem herinn var hér skoðuð í heild, 1940-2006, lætur nærri að gjaldeyristekjurnar af hernum hafi numið um 2% af landsframleiðslu á ári að jafnaði. Hermangið leiddi af sér spillingu og efnahagsbrot. Kristján Pétursson löggæzlumaður lýsir því undir rós í sjálfsævisögu sinni Margir vildu hann feigan (1990) hvernig reynt var að múta honum til að fella niður rannsókn á olíumálinu sem lyktaði m.a. með sektardómi Hæstaréttar yfir einum helzta virðingarmanni landsins. Kristján sagði mér í einkasamtali að hann þakkaði Bjarna Benediktssyni, þá dómsmálaráðherra, síðar forsætisráðherra, fyrir að hafa tryggt sér og félögum sínum skjól til að ljúka rannsókninni. Þetta er ekki allt. Stjórnvöld kreistu lánsfé á góðum kjörum auk beinna styrkja út úr Bandaríkjastjórn og öðrum bandamönnum í tengslum við eða skiptum fyrir veru hersins hér með lítt dulbúnum hótunum um að snúa sér ella til Rússa eins og Valur Ingimundarson rekur í bók sinni. Þennan sama leik léku Færeyingar gagnvart Dönum fram að hruni Færeyja 1989 eins og Eðvarð T. Jónsson lýsir í bók sinni Hlutskipti Færeyja (1994). Í þessu ljósi þarf að skoða áhuga ríkisstjórnar Íslands eftir hrun á að af la „nýrra vina“. Frændum okkar og vinum á Norðurlöndum sem ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fjármögnuðu rústabjörgunina hér heima þegar til kastanna kom brá í brún þegar þeir stóðu frammi fyrir hótunum stjórnvalda strax eftir hrun um að leita ásjár hjá Rússum, og einnig Kínverjum eins og síðar kom í ljós. Seðlabankinn sendi menn til Moskvu til að semja við Kremlverja. Bankinn á enn eftir að gera grein fyrir þeirri för og lyktum hennar líkt og ýmsu öðru. Við getum farið enn lengra aftur í tímann til að grafast fyrir um rætur spillingarinnar. Bankahneyksli, sum með stjórnmálaívafi, hafa gosið upp annað veifið allar götur frá fyrstu árum heimastjórnar. Spillingin er þó ekki nema öðrum þræði afsprengi einstakra atburða sögunnar heldur vefur, spillingarvefur. Meira næst, frá Panama.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar