Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. mars 2019 12:03 Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. fbl/ernir Fjórir hafa greinst með mislinga hér á landi undanfarna daga, tveir fullorðnir og tvö börn. Á þriðjudag sendi sóttvarnalæknir foreldrum sem sóttu barnalæknaþjónustu Domus Medica síðastliðinn sunnudag bréf vegna þess að annað tveggja barna sem þegar hafa greinst var þar á sama tíma. „Við reyndum að hafa rúman fjölda þeirra sem voru fyrir og eftir að þetta barn var á vaktinni og þetta voru alls tuttugu einstaklingar,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir en segir aðra sem voru á barnalæknaþjónustunni á sunnudag þurfi ekki að hafa áhyggjur. Þórólfur Guðnason segir að brugðist hafi verið hratt við og bréfin send mjög fljótlega eftir að í ljós kom að umrætt barn væri með mislinga enda áhyggjuefni að smitað barn hafi verið á biðstofu þar sem önnur ung börn voru einnig. „Því við höfum ítrekað bent á hvað þetta er smitandi. Barn sem er í flugvél og smitast þar getur líka smitast á biðstofu þar sem krakkar eru hver ofan í öðru.“ Í bréfinu eru þeir sem voru á barnalæknaþjónustunni umrætt sinn beðnir um að vera heima með óbólusett börn frá föstudeginum 8. mars til mánudagsins 25. mars, eða í sautján daga. Það er sá tími sem þau geta mögulega smitað aðra hafi þau sýkst. Engin ný mislingasmit hafa komið fram í gær en Þórólfur segir að heilbrigðisyfirvöld vakti nú tugi einstaklinga sem gætu hafa smitast af mislingum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknirvísir/valliHvað eru margir í sóttkví? „Það eru einhverjir tugir myndi ég halda.“Mistök á túlkun á prófi Þórólfur er þó ekki með nákvæma tölu um það. Annað barnanna sem hafa greinst var á ungbarnaleikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ en tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða af öðrum ástæðum, hefur verið gert að vera heima í rúmar tvær vikur. Þórólfur segir að það sé ekki við foreldrana að sakast. Þau höfðu fengið staðfest með mislingaprófi að barnið hefði ekki smitast og fóru þess vegna með það á leikskólann. „Það var ekki alveg rétt. Prófið var tekið það snemma að það var ekki hægt að segja með vissu að það væri hægt að útiloka mislingasmit. Þetta eru mistök sem ber að harma og hefðu svo sem ekki átt að koma fram.“ Um sé að ræða mistök á túlkun heilbrigðisstarfsmanna á mislingaprófinu. „Þannig að menn stóðu í þeirri trú að prófið væri það gott að það myndi greina mislinga á þessu stigi en við höfum verið að leggja áherslu á það við heilbrigðisstarfsmenn og aðra að prófið er ekki öruggt fyrr en einkenni koma fram og það er ekki fyrr en eftir svona fyrstu vikuna eftir að viðkomandi er útsettur.“ Þetta séu upplýsingar sem greinilega þurfi að hamra betur á. „Þetta eru hlutir sem menn hreinlega áttuðu sig ekki á á þessum tímapunkti,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Fréttin hefur verið uppfærð. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Fjórir hafa greinst með mislinga hér á landi undanfarna daga, tveir fullorðnir og tvö börn. Á þriðjudag sendi sóttvarnalæknir foreldrum sem sóttu barnalæknaþjónustu Domus Medica síðastliðinn sunnudag bréf vegna þess að annað tveggja barna sem þegar hafa greinst var þar á sama tíma. „Við reyndum að hafa rúman fjölda þeirra sem voru fyrir og eftir að þetta barn var á vaktinni og þetta voru alls tuttugu einstaklingar,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir en segir aðra sem voru á barnalæknaþjónustunni á sunnudag þurfi ekki að hafa áhyggjur. Þórólfur Guðnason segir að brugðist hafi verið hratt við og bréfin send mjög fljótlega eftir að í ljós kom að umrætt barn væri með mislinga enda áhyggjuefni að smitað barn hafi verið á biðstofu þar sem önnur ung börn voru einnig. „Því við höfum ítrekað bent á hvað þetta er smitandi. Barn sem er í flugvél og smitast þar getur líka smitast á biðstofu þar sem krakkar eru hver ofan í öðru.“ Í bréfinu eru þeir sem voru á barnalæknaþjónustunni umrætt sinn beðnir um að vera heima með óbólusett börn frá föstudeginum 8. mars til mánudagsins 25. mars, eða í sautján daga. Það er sá tími sem þau geta mögulega smitað aðra hafi þau sýkst. Engin ný mislingasmit hafa komið fram í gær en Þórólfur segir að heilbrigðisyfirvöld vakti nú tugi einstaklinga sem gætu hafa smitast af mislingum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknirvísir/valliHvað eru margir í sóttkví? „Það eru einhverjir tugir myndi ég halda.“Mistök á túlkun á prófi Þórólfur er þó ekki með nákvæma tölu um það. Annað barnanna sem hafa greinst var á ungbarnaleikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ en tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða af öðrum ástæðum, hefur verið gert að vera heima í rúmar tvær vikur. Þórólfur segir að það sé ekki við foreldrana að sakast. Þau höfðu fengið staðfest með mislingaprófi að barnið hefði ekki smitast og fóru þess vegna með það á leikskólann. „Það var ekki alveg rétt. Prófið var tekið það snemma að það var ekki hægt að segja með vissu að það væri hægt að útiloka mislingasmit. Þetta eru mistök sem ber að harma og hefðu svo sem ekki átt að koma fram.“ Um sé að ræða mistök á túlkun heilbrigðisstarfsmanna á mislingaprófinu. „Þannig að menn stóðu í þeirri trú að prófið væri það gott að það myndi greina mislinga á þessu stigi en við höfum verið að leggja áherslu á það við heilbrigðisstarfsmenn og aðra að prófið er ekki öruggt fyrr en einkenni koma fram og það er ekki fyrr en eftir svona fyrstu vikuna eftir að viðkomandi er útsettur.“ Þetta séu upplýsingar sem greinilega þurfi að hamra betur á. „Þetta eru hlutir sem menn hreinlega áttuðu sig ekki á á þessum tímapunkti,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira