#Metoo málað á styttu af kossinum sögufræga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2019 11:14 Styttan er staðsett í Sarasota í Flórída-ríki Bandaríkjanna. Mynd/Lögreglan í Sarasota Aðeins degi efir að Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa lést voru unnin skemmdarverk á styttu af honum og Gretu Zimmer Friedman. Styttan endurskapaði eina sögufrægustu ljósmynd allra tíma. #Metoo var málað með rauðu á styttuna. Mendonsa lést á mánudaginn, 95 ára að aldri, en hann birtist á einni frægustu ljósmynd sögunnar frá árinu 1945 þar sem sést til hans smella rembingskossi á Friedman á Times-torgi í New York eftir að fréttir bárust af uppgjöf Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin hefur alla jafna þótt vera merki um þá miklu gleði sem braust út eftir að í ljós kom að seinni heimstyrjöldin væri á enda en tugir þúsunda komu saman á Times-torgi til að fagna tíðindunum þann 14. ágúst 1945.Ljósmyndin sögufræga.GettyÁ undanförnum árum hafa þó ýmsir bent á að á myndinni megi sjá skýrt dæmi um kynferðislegt ofbeldi þar sem Mendoza hafi ekki haft leyfi til að kyssa hana.Í viðtali árið 2005 sagði Friedman frá því að Mendonsa hafi gripið hana og að það hafi ekki verið hennar val að verða kysst á þessu augnabliki. Kossinn hafi þó verið einhvers konar gleðiathöfn. Þá hefur sonur hennar sagt að Friedman hafi aldrei litið á kossinn í neikvæðu ljósi.Ætla má að þeir sem frömdu skemmdarverkin hafi með því að mála #Metoo á styttuna, sem staðsett er í Sarasota í Flórída-ríki, ætlað sér að beina athyglinni að kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Myllumerkið hefur verið notað frá árinu 2017 þegar fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, stigu fram og sögðu frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina. Bandaríkin MeToo Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Maðurinn á kossamyndinni frægu frá 1945 er látinn Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa er látinn, 95 ára að aldri. 18. febrúar 2019 23:55 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Aðeins degi efir að Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa lést voru unnin skemmdarverk á styttu af honum og Gretu Zimmer Friedman. Styttan endurskapaði eina sögufrægustu ljósmynd allra tíma. #Metoo var málað með rauðu á styttuna. Mendonsa lést á mánudaginn, 95 ára að aldri, en hann birtist á einni frægustu ljósmynd sögunnar frá árinu 1945 þar sem sést til hans smella rembingskossi á Friedman á Times-torgi í New York eftir að fréttir bárust af uppgjöf Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin hefur alla jafna þótt vera merki um þá miklu gleði sem braust út eftir að í ljós kom að seinni heimstyrjöldin væri á enda en tugir þúsunda komu saman á Times-torgi til að fagna tíðindunum þann 14. ágúst 1945.Ljósmyndin sögufræga.GettyÁ undanförnum árum hafa þó ýmsir bent á að á myndinni megi sjá skýrt dæmi um kynferðislegt ofbeldi þar sem Mendoza hafi ekki haft leyfi til að kyssa hana.Í viðtali árið 2005 sagði Friedman frá því að Mendonsa hafi gripið hana og að það hafi ekki verið hennar val að verða kysst á þessu augnabliki. Kossinn hafi þó verið einhvers konar gleðiathöfn. Þá hefur sonur hennar sagt að Friedman hafi aldrei litið á kossinn í neikvæðu ljósi.Ætla má að þeir sem frömdu skemmdarverkin hafi með því að mála #Metoo á styttuna, sem staðsett er í Sarasota í Flórída-ríki, ætlað sér að beina athyglinni að kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Myllumerkið hefur verið notað frá árinu 2017 þegar fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, stigu fram og sögðu frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina.
Bandaríkin MeToo Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Maðurinn á kossamyndinni frægu frá 1945 er látinn Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa er látinn, 95 ára að aldri. 18. febrúar 2019 23:55 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Maðurinn á kossamyndinni frægu frá 1945 er látinn Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa er látinn, 95 ára að aldri. 18. febrúar 2019 23:55