Útilokar ekki að ráða erlendan þjálfara í stað Halldórs hjá FH Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2019 10:41 Ásgeir Jónsson fagnar innilega með Halldóri Jóhanni eftir að hann kláraði Selfoss í oddaleik í undanúrslitum Olís-deildarinnar í fyrra á útivelli. vísir/andri marinó „Halldór ákvað bara að segja staðar numið núna eftir fimm góð ár þar sem hann var að klára samninginn sinn hjá okkur. Við ræddum málin fram og til baka en hann tók þá ákvörðun að leita á önnur mið.“ Þetta segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, um þá ákvörðun Halldórs Jóhanns Sigfússonar að hætta þjálfun meistaraflokks karla í Olís-deildinni eftir tímabilið eins og greint var frá í morgun. Halldór tók við FH-liðinu 2014 og hefur síðan náð flottum árangri í Krikanum. Hann kom liðinu í lokaúrslitin 2017 og 2018 en tapaði í bæði skiptin. Liðið hefur verið eitt það besta undanfarin ár en ákvörðun Halldórs kom Ásgeiri ekki á óvart. „Hún gerði það ekki, nei. Við höfum átt mjög gott samstarf og náið þannig að við höfum rætt þetta heiðarlega í svolítinn tíma. Ég vissi af ákvörðun hans fyrir svolitlu síðan þannig að þetta var bara spurning um hvenær við myndum tilkynna þetta,“ segir Ásgeir, en nú fer af stað það ferli að finna eftirmann Halldórs.Halldór Jóhann er að klára fimmta árið hjá FH.vísir/bára„Við förum að skoða það núna. Það er aðalfundur deildarinnar í kvöld og í frmahaldi af því mun ég boða til stjórnarfundar þar sem að þetta verður rætt. Við ætlum að gefa okkur einhvern tíma í þetta en ég er með ákveðnar hugmyndir,“ segir Ásgeir. Ein af hugmyndum Ásgeirs er að leita út fyrir landsteinanna og finna erlendan þjálfara til að taka við í Krikanum. „Það kemur alveg til greina að ráða erlendan þjálfara. Við útilokum það ekki. Við erum búnir að taka þátt í Evrópukeppni undanfarin tvö ár og myndað góð tengsl í gegnum það. Það eru nokkrir möguleikar sem ég veit að standa okkur til boða,“ segir Ásgeir sem vill endilega kveðja Halldór með titli en liðið er komið í Final Four í bikarnum. „Það róa allir í sömu átt þar. Við tilkynntum hópnum í gær að hann væri að hætta áður en við gerðum það opinbert. Það voru allir einhuga í því að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að vinna titil með Halldóri,“ segir Ásgeir Jónsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir FH-ingurinn Árni Stefán tekur við Haukaliðinu Haukar tilkynntu í morgun að Árni Stefán Guðjónsson myndi þjálfa kvennalið félagsins næsta vetur. 21. febrúar 2019 08:08 Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH Kom FH í höllina í fyrradag en ætlar nú að hætta hjá félaginu. 21. febrúar 2019 09:25 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
„Halldór ákvað bara að segja staðar numið núna eftir fimm góð ár þar sem hann var að klára samninginn sinn hjá okkur. Við ræddum málin fram og til baka en hann tók þá ákvörðun að leita á önnur mið.“ Þetta segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, um þá ákvörðun Halldórs Jóhanns Sigfússonar að hætta þjálfun meistaraflokks karla í Olís-deildinni eftir tímabilið eins og greint var frá í morgun. Halldór tók við FH-liðinu 2014 og hefur síðan náð flottum árangri í Krikanum. Hann kom liðinu í lokaúrslitin 2017 og 2018 en tapaði í bæði skiptin. Liðið hefur verið eitt það besta undanfarin ár en ákvörðun Halldórs kom Ásgeiri ekki á óvart. „Hún gerði það ekki, nei. Við höfum átt mjög gott samstarf og náið þannig að við höfum rætt þetta heiðarlega í svolítinn tíma. Ég vissi af ákvörðun hans fyrir svolitlu síðan þannig að þetta var bara spurning um hvenær við myndum tilkynna þetta,“ segir Ásgeir, en nú fer af stað það ferli að finna eftirmann Halldórs.Halldór Jóhann er að klára fimmta árið hjá FH.vísir/bára„Við förum að skoða það núna. Það er aðalfundur deildarinnar í kvöld og í frmahaldi af því mun ég boða til stjórnarfundar þar sem að þetta verður rætt. Við ætlum að gefa okkur einhvern tíma í þetta en ég er með ákveðnar hugmyndir,“ segir Ásgeir. Ein af hugmyndum Ásgeirs er að leita út fyrir landsteinanna og finna erlendan þjálfara til að taka við í Krikanum. „Það kemur alveg til greina að ráða erlendan þjálfara. Við útilokum það ekki. Við erum búnir að taka þátt í Evrópukeppni undanfarin tvö ár og myndað góð tengsl í gegnum það. Það eru nokkrir möguleikar sem ég veit að standa okkur til boða,“ segir Ásgeir sem vill endilega kveðja Halldór með titli en liðið er komið í Final Four í bikarnum. „Það róa allir í sömu átt þar. Við tilkynntum hópnum í gær að hann væri að hætta áður en við gerðum það opinbert. Það voru allir einhuga í því að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að vinna titil með Halldóri,“ segir Ásgeir Jónsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir FH-ingurinn Árni Stefán tekur við Haukaliðinu Haukar tilkynntu í morgun að Árni Stefán Guðjónsson myndi þjálfa kvennalið félagsins næsta vetur. 21. febrúar 2019 08:08 Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH Kom FH í höllina í fyrradag en ætlar nú að hætta hjá félaginu. 21. febrúar 2019 09:25 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
FH-ingurinn Árni Stefán tekur við Haukaliðinu Haukar tilkynntu í morgun að Árni Stefán Guðjónsson myndi þjálfa kvennalið félagsins næsta vetur. 21. febrúar 2019 08:08
Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH Kom FH í höllina í fyrradag en ætlar nú að hætta hjá félaginu. 21. febrúar 2019 09:25