Vonar að deiluaðilar nýti tímann vel Heimir Már Pétursson og Kjartan Kjartansson skrifa 21. febrúar 2019 20:08 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist vonast til þess að verkalýðsfélögin fjögur sem slitu kjaraviðræðum í dag og Samtök atvinnulífsins nýti tímann fram að mögulegum verkfallsaðgerðum vel og freisti þess að ná samningum. Ríkisstjórnin sé til viðræður um frekari aðkomu að lausn deilunnar. Efling, VR, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Akraness slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í dag. Þau gætu hafið verkfallsaðgerðir í fyrsta lagi eftir tvær vikur. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði forsætisráðherra að viðræðuslitin væru áhyggjuefni fyrir ríkisstjórnina og landið allt. „Ég ber þá von í brjósti að aðilar, Samtök atvinnulífsins og þessi fjögur félög sem slitu, muni nýta tímann núna þrátt fyrir að boðað hafi verið til aðgerða til þess að gera sitt ítrasta til að ná samningum,“ sagði Katrín. Lýsti hún tillögum sem ríkisstjórnin lagði til í vikunni um breytingar á skattkerfinu sem umfangsmiklum og að þær hefðu í för með sér verulegar samfélagslegar umbætur. „Við lýstum því líka að við værum reiðubúin til samtals um nokkur viðbótaratriði þannig að við munum auðvitað halda áfram okkar vinnu enda held ég að það sé til mjög mikils að vinna fyrir alla aðila í samfélaginu og allan almenning að hér komi ekki til harðra átaka,“ sagði forsætisráðherra. Kjaramál Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist vonast til þess að verkalýðsfélögin fjögur sem slitu kjaraviðræðum í dag og Samtök atvinnulífsins nýti tímann fram að mögulegum verkfallsaðgerðum vel og freisti þess að ná samningum. Ríkisstjórnin sé til viðræður um frekari aðkomu að lausn deilunnar. Efling, VR, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Akraness slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í dag. Þau gætu hafið verkfallsaðgerðir í fyrsta lagi eftir tvær vikur. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði forsætisráðherra að viðræðuslitin væru áhyggjuefni fyrir ríkisstjórnina og landið allt. „Ég ber þá von í brjósti að aðilar, Samtök atvinnulífsins og þessi fjögur félög sem slitu, muni nýta tímann núna þrátt fyrir að boðað hafi verið til aðgerða til þess að gera sitt ítrasta til að ná samningum,“ sagði Katrín. Lýsti hún tillögum sem ríkisstjórnin lagði til í vikunni um breytingar á skattkerfinu sem umfangsmiklum og að þær hefðu í för með sér verulegar samfélagslegar umbætur. „Við lýstum því líka að við værum reiðubúin til samtals um nokkur viðbótaratriði þannig að við munum auðvitað halda áfram okkar vinnu enda held ég að það sé til mjög mikils að vinna fyrir alla aðila í samfélaginu og allan almenning að hér komi ekki til harðra átaka,“ sagði forsætisráðherra.
Kjaramál Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45
Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15