Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Andri Eysteinsson skrifar 21. febrúar 2019 22:56 Kristófer Oliversson segir stöðuna sem komin er upp mjög alvarlega. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur boðað til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun. Samsett/Vilhelm/Eyþór Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu.Samninganefnd Eflingar samþykkti á fundi sínum í kvöld að láta fara fram atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á veitinga- og gistihúsum 8. Mars næstkomandi. Vinnustöðvunin næði til allra þrifa og hreingerninga og stæði yfir frá morgni til kvölds á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Í sjálfu sér skiptir mestu máli hvað verður í framhaldinu en auðvitað hafa allir áhyggjur af þessu,“ sagði Kristófer í samtali við Fréttastofu. „Ég vona bara að fólk fari að snúa sér að því að semja.“Segir aðgerðirnar búhnykk fyrir skuggahagkerfið Kristófer segir enn fremur að aðgerðirnar komi sér ekki á óvart. „Það hefur legið í loftinu um nokkuð skeið að Efling hyggst beita sér gegn hótelgeiranum svo þetta kemur ekki á óvart. Það er engu að síður mjög alvarlegt að þessi staða sé komin upp,“ Kristófer segist einnig hafa viljað sjá aðgerðum beitt gegn leyfislausri starfsemi. „Það má ekki gleyma því að um helmingur framboðinna herbergja í miðborg Reykjavíkur er ýmiss konar íbúðagisting, sem er að langstærstum hluta leyfislaus. Aðgerðir gegn löglega reknum fyrirtækjum verður væntanlega búhnykkur fyrir skuggahagkerfið,“ segir Kristófer. Eins og áður segir næði vinnustöðvunin til starfsfólks sem sinnir þrifum, hreingerningu og frágangi herbergja í gistiaðstöðu á stórum hluta suðvesturhornsins, komi til stöðvunarinnar munu herbergin því ekki vera þrifin.Sendir alvarleg skilaboð út í markaðinnFramkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), Jóhannes Þór Skúlason, sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 að þar sem bókunartími fyrir háannatímann í ferðaþjónustunni standi nú yfir gætu verkfallsaðgerðir haft slæm áhrif á orðspor ferðaþjónustunnar. Kristófer segir að ekki sé hægt að fullyrða um hvort að svo verði komi til vinnustöðvunar 8.mars. „Það sem er alvarlegt í þessu er að þetta sendir þau skilaboð út í markaðinn að verkföll séu hafin á Íslandi, sem er mjög alvarlegt“, segir Kristófer. Kristófer telur að líklega sé ekki ætlun Eflingar að setja ferðaþjónustuna á hliðina með vinnustöðvuninni, frekar sé ætlunin að kanna styrkinn og liðsheildina. Kjaramál Tengdar fréttir Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59 SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Vonar að deiluaðilar nýti tímann vel Forsætisráðherra segir stjórnvöld til samtals um frekari aðkomu að lausn kjaradeilunnar. 21. febrúar 2019 20:08 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu.Samninganefnd Eflingar samþykkti á fundi sínum í kvöld að láta fara fram atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á veitinga- og gistihúsum 8. Mars næstkomandi. Vinnustöðvunin næði til allra þrifa og hreingerninga og stæði yfir frá morgni til kvölds á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Í sjálfu sér skiptir mestu máli hvað verður í framhaldinu en auðvitað hafa allir áhyggjur af þessu,“ sagði Kristófer í samtali við Fréttastofu. „Ég vona bara að fólk fari að snúa sér að því að semja.“Segir aðgerðirnar búhnykk fyrir skuggahagkerfið Kristófer segir enn fremur að aðgerðirnar komi sér ekki á óvart. „Það hefur legið í loftinu um nokkuð skeið að Efling hyggst beita sér gegn hótelgeiranum svo þetta kemur ekki á óvart. Það er engu að síður mjög alvarlegt að þessi staða sé komin upp,“ Kristófer segist einnig hafa viljað sjá aðgerðum beitt gegn leyfislausri starfsemi. „Það má ekki gleyma því að um helmingur framboðinna herbergja í miðborg Reykjavíkur er ýmiss konar íbúðagisting, sem er að langstærstum hluta leyfislaus. Aðgerðir gegn löglega reknum fyrirtækjum verður væntanlega búhnykkur fyrir skuggahagkerfið,“ segir Kristófer. Eins og áður segir næði vinnustöðvunin til starfsfólks sem sinnir þrifum, hreingerningu og frágangi herbergja í gistiaðstöðu á stórum hluta suðvesturhornsins, komi til stöðvunarinnar munu herbergin því ekki vera þrifin.Sendir alvarleg skilaboð út í markaðinnFramkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), Jóhannes Þór Skúlason, sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 að þar sem bókunartími fyrir háannatímann í ferðaþjónustunni standi nú yfir gætu verkfallsaðgerðir haft slæm áhrif á orðspor ferðaþjónustunnar. Kristófer segir að ekki sé hægt að fullyrða um hvort að svo verði komi til vinnustöðvunar 8.mars. „Það sem er alvarlegt í þessu er að þetta sendir þau skilaboð út í markaðinn að verkföll séu hafin á Íslandi, sem er mjög alvarlegt“, segir Kristófer. Kristófer telur að líklega sé ekki ætlun Eflingar að setja ferðaþjónustuna á hliðina með vinnustöðvuninni, frekar sé ætlunin að kanna styrkinn og liðsheildina.
Kjaramál Tengdar fréttir Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59 SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Vonar að deiluaðilar nýti tímann vel Forsætisráðherra segir stjórnvöld til samtals um frekari aðkomu að lausn kjaradeilunnar. 21. febrúar 2019 20:08 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59
SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58
Vonar að deiluaðilar nýti tímann vel Forsætisráðherra segir stjórnvöld til samtals um frekari aðkomu að lausn kjaradeilunnar. 21. febrúar 2019 20:08