Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2019 15:45 Mótmælandi kastar grjóti í átt að þjóðvarðarliðinu í landamærabænum Urena. Rodrigo Abd/AP Þjóðvarðarlið Venesúela beitti í dag táragasi á almenna borgara sem reyndu að liðka fyrir því að landamæri Venesúela og Kólumbíu yrðu opnuð svo hægt væri að koma neyðaraðstoð og hjálpargögnum inn í landið. Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu og yfirlýstur forseti landsins, hefur heitið því að hleypa neyðaraðstoð inn í landið en sitjandi forseti, Nicólás Maduro, hefur staðið fastur á því að hleypa engri slíkri aðstoð inn í landið. Stjórnarandstaðan hefur biðlað til almennra borgara að greiða leið flutningabíla, sem eiga að flytja 200 tonn af hjálpargögnum, inn í landið. Hjálpargögnin eru að miklum meirihluta útveguð af Bandarískum yfirvöldum, sem standa fast við bakið á hinum yfirlýsta forseta, Guaidó. Átökin hófust snemma morguns að staðartíma við landamærabrúnna í Urena, þar sem borgarar hófu að fjarlægja málmvegtálma og gaddavír sem hindraði inngöngu flutningabílanna inn í landið. Þjóðvarðarliðið brást þá við af mikilli hörku og beitti táragasi á mótmælendur, sem sumir hverjir voru grímuklæddir og hentu grjóti í átt að hermönnunum. Í gær féllu tvö fyrir hendi venesúelskra hermanna og aðrir fimmtán særðust nálægt landamærum Venesúela og Brasilíu þegar borgarar kröfðust þess að hjálpargögnum yrði hleypt inn í landið. Venesúela Tengdar fréttir Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10 30 milljónir til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela Íslensk stjórnvöld munu verja þrjátíu milljónum króna til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela með stuðningi við starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. 18. febrúar 2019 18:17 Hafnar fullyrðingum um herlið í Venesúela Bruno Rodriguez, utanríkisráðherra Kúbu, hafnar fullyrðingum ríkistjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Kúba sé með herlið í Venesúela. 19. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Þjóðvarðarlið Venesúela beitti í dag táragasi á almenna borgara sem reyndu að liðka fyrir því að landamæri Venesúela og Kólumbíu yrðu opnuð svo hægt væri að koma neyðaraðstoð og hjálpargögnum inn í landið. Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu og yfirlýstur forseti landsins, hefur heitið því að hleypa neyðaraðstoð inn í landið en sitjandi forseti, Nicólás Maduro, hefur staðið fastur á því að hleypa engri slíkri aðstoð inn í landið. Stjórnarandstaðan hefur biðlað til almennra borgara að greiða leið flutningabíla, sem eiga að flytja 200 tonn af hjálpargögnum, inn í landið. Hjálpargögnin eru að miklum meirihluta útveguð af Bandarískum yfirvöldum, sem standa fast við bakið á hinum yfirlýsta forseta, Guaidó. Átökin hófust snemma morguns að staðartíma við landamærabrúnna í Urena, þar sem borgarar hófu að fjarlægja málmvegtálma og gaddavír sem hindraði inngöngu flutningabílanna inn í landið. Þjóðvarðarliðið brást þá við af mikilli hörku og beitti táragasi á mótmælendur, sem sumir hverjir voru grímuklæddir og hentu grjóti í átt að hermönnunum. Í gær féllu tvö fyrir hendi venesúelskra hermanna og aðrir fimmtán særðust nálægt landamærum Venesúela og Brasilíu þegar borgarar kröfðust þess að hjálpargögnum yrði hleypt inn í landið.
Venesúela Tengdar fréttir Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10 30 milljónir til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela Íslensk stjórnvöld munu verja þrjátíu milljónum króna til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela með stuðningi við starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. 18. febrúar 2019 18:17 Hafnar fullyrðingum um herlið í Venesúela Bruno Rodriguez, utanríkisráðherra Kúbu, hafnar fullyrðingum ríkistjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Kúba sé með herlið í Venesúela. 19. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10
30 milljónir til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela Íslensk stjórnvöld munu verja þrjátíu milljónum króna til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela með stuðningi við starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. 18. febrúar 2019 18:17
Hafnar fullyrðingum um herlið í Venesúela Bruno Rodriguez, utanríkisráðherra Kúbu, hafnar fullyrðingum ríkistjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Kúba sé með herlið í Venesúela. 19. febrúar 2019 23:30