Yfirlýsing frá KA: Vísum alvarlegum ásökunum Rúnars á bug Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. febrúar 2019 13:21 Anton Gylfi dómari ræðir við Rúnar eftir að hann hafði hrint vatnsflöskunni á ritaraborðinu. Magnús Sigurólason allt annað en sáttur á ritaraborðinu. mynd/þórir tryggvason Handknattleiksdeild KA sendi frá sér í yfirlýsingu nú í hádeginu vegna ummæla Rúnars Sigtryggsonar, þjálfara Stjörnunnar, eftir leik KA og Stjörnunnar í gær. Þar gagnrýndi Rúnar ritaraborðið hjá KA-mönnum og sagði framkvæmdina á leiknum ekki vera hlutlausa. „KA vísar þessum alvarlegu ásökunum að öllu leiti til föðurhúsanna,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni og áfram halda KA-menn. „Ummæli þjálfarans eru mjög alvarleg og KA tekur málið ekki af léttúð enda vegið að heiðri félagsins með þessum ummælum. Stjórn handknattleiksedeildar kom saman á fundi vegna málsins í morgun og fordæmir þessi ummæli enda eru þau handknattleikshreyfingunni ekki til framdráttar. Ummælin dæma sig sjálf og stendur KA þétt við bakið á þeim sjálfboðaliðum sem vinna hörðum höndum fyrir félagið en þeir eru kjarni þess og ástæða að blómlegt íþróttalíf þrífst innan KA, sem og hjá öðrum íþróttafélögum. Þessir tilteknu sjálfboðaliðar hafa áratuga reynslu af sjálfboðaliðastörfum á ritaraborði og hafa háttvísi og heiðarleika ávallt í huga.“ Hér að neðan má lesa yfirlýsingu KA í heild sinni.Yfirlýsing frá handknattleiksdeild KA til fjölmiðla vegna umgjarðar leiks KA og Stjörnunnar 24. febrúar 2019: Í umfjöllun Vísis eftir leik KA og Stjörnunnar sakaði þjálfari Stjörnunnar KA um að framkvæmd leiksins hafi ekki verið hlutlaus. KA vísar þessum alvarlegu ásökunum að öllu leiti til föðurhúsanna. Orðrétt segir þjálfarinn, Rúnar Sigtryggsson: „Við skorum úr crucial víti og það er látið klukkuna skipta sér af þessu. Þetta er náttúrulega ekki hlutlaus framkvæmd á leik.“ Umfjöllunina má lesa hér. Tilefnið er að endurtaka þurfti vítakast á 56 mínútu leiksins þar sem ritaraborðið var ekki tilbúið í framkvæmdina. Dómarar leiksins voru of fljótir á sér og fengu ekki leyfi ritaraborðsins til að hefja framkvæmdina. Á fundi ritaraborðsins með dómurum og þjálfurum beggja liða fyrir leikinn var skýrt tekið fram að vegna þess að klukkan í KA-heimilinu er komin vel til ára sinna, þarf ákveðinn tíma til að setja inn refsitíma þegar gefnar eru tvær mínútur. Því þurfa dómarar að ganga úr skugga um að þessu sé lokið áður en leikurinn er flautaður á að nýju. Dómarar leiksins vissu af þessu og pössuðu þetta í öðrum tilvikum þegar gefnar voru tvær mínútur. Það gerðu dómararnir hinsvegar ekki í þessu tilviki og því gaf ritaraborðið merki þegar vítakastið var tekið að það væri ekki tilbúið og stoppaði leikinn. Þjálfari Stjörnunnar brást hinsvegar ókvæða við eins og fram hefur komið og sést meðal annars á myndbandsupptöku af leiknum. Ummæli þjálfarans eru mjög alvarleg og KA tekur málið ekki af léttúð enda vegið að heiðri félagsins með þessum ummælum. Stjórn handknattleiksedeildar kom saman á fundi vegna málsins í morgun og fordæmir þessi ummæli enda eru þau handknattleikshreyfingunni ekki til framdráttar. Ummælin dæma sig sjálf og stendur KA þétt við bakið á þeim sjálfboðaliðum sem vinna hörðum höndum fyrir félagið en þeir eru kjarni þess og ástæða að blómlegt íþróttalíf þrífst innan KA, sem og hjá öðrum íþróttafélögum. Þessir tilteknu sjálfboðaliðar hafa áratuga reynslu af sjálfboðaliðastörfum á ritaraborði og hafa háttvísi og heiðarleika ávallt í huga. Sjálfboðaliðar eiga ekki að þurfa að sitja undir slíkum ásökunum og væntir KA meira af svo virtum og reynslumiklum þjálfara en raun bar vitni í kringum leikinn í gær. Upptaka KA-tv af leiknum er hér.Á upptökunni má sjá atvikið, vítakastið er framkvæmt á tímanum 55.27 á leikklukku en á 1.23.19 á tímalínu myndbandsins. Á upptökunni sést einnig þegar þjálfari Stjörnunnar hendir vatnsflösku dómaranna yfir ritaraborðið (1.24.20 á upptökunni). Á upptökunni sést hvar þjálfarinn hefur uppi frekari ásakanir eftir leikinn (1.35.12 á upptökunni) en orðaskiptin heyrast ekki á upptökunni. Haddur Júlíus Stefánsson Formaður handknattleiksdeildar KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Reiður Rúnar sló niður vatnsflösku á ritaraborðinu | Myndband "Ég var bara kallaður hálfviti af tímavarðarborðinu,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann stóð í miklu stappi við ritaraborðið í KA-heimilinu í gær og missti stjórn á skapi sínu. 25. febrúar 2019 12:00 Umfjöllun og viðtöl: KA 28-28 Stjarnan | Dramatískt jafntefli á Akureyri KA og Stjarnan skildu jöfn í hörkuleik í Olís-deild karla á Akureyri í dag og eru því áfram jöfn að stigum í hörkubaráttu um sæti í úrslitakeppni. 24. febrúar 2019 20:45 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Sjá meira
Handknattleiksdeild KA sendi frá sér í yfirlýsingu nú í hádeginu vegna ummæla Rúnars Sigtryggsonar, þjálfara Stjörnunnar, eftir leik KA og Stjörnunnar í gær. Þar gagnrýndi Rúnar ritaraborðið hjá KA-mönnum og sagði framkvæmdina á leiknum ekki vera hlutlausa. „KA vísar þessum alvarlegu ásökunum að öllu leiti til föðurhúsanna,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni og áfram halda KA-menn. „Ummæli þjálfarans eru mjög alvarleg og KA tekur málið ekki af léttúð enda vegið að heiðri félagsins með þessum ummælum. Stjórn handknattleiksedeildar kom saman á fundi vegna málsins í morgun og fordæmir þessi ummæli enda eru þau handknattleikshreyfingunni ekki til framdráttar. Ummælin dæma sig sjálf og stendur KA þétt við bakið á þeim sjálfboðaliðum sem vinna hörðum höndum fyrir félagið en þeir eru kjarni þess og ástæða að blómlegt íþróttalíf þrífst innan KA, sem og hjá öðrum íþróttafélögum. Þessir tilteknu sjálfboðaliðar hafa áratuga reynslu af sjálfboðaliðastörfum á ritaraborði og hafa háttvísi og heiðarleika ávallt í huga.“ Hér að neðan má lesa yfirlýsingu KA í heild sinni.Yfirlýsing frá handknattleiksdeild KA til fjölmiðla vegna umgjarðar leiks KA og Stjörnunnar 24. febrúar 2019: Í umfjöllun Vísis eftir leik KA og Stjörnunnar sakaði þjálfari Stjörnunnar KA um að framkvæmd leiksins hafi ekki verið hlutlaus. KA vísar þessum alvarlegu ásökunum að öllu leiti til föðurhúsanna. Orðrétt segir þjálfarinn, Rúnar Sigtryggsson: „Við skorum úr crucial víti og það er látið klukkuna skipta sér af þessu. Þetta er náttúrulega ekki hlutlaus framkvæmd á leik.“ Umfjöllunina má lesa hér. Tilefnið er að endurtaka þurfti vítakast á 56 mínútu leiksins þar sem ritaraborðið var ekki tilbúið í framkvæmdina. Dómarar leiksins voru of fljótir á sér og fengu ekki leyfi ritaraborðsins til að hefja framkvæmdina. Á fundi ritaraborðsins með dómurum og þjálfurum beggja liða fyrir leikinn var skýrt tekið fram að vegna þess að klukkan í KA-heimilinu er komin vel til ára sinna, þarf ákveðinn tíma til að setja inn refsitíma þegar gefnar eru tvær mínútur. Því þurfa dómarar að ganga úr skugga um að þessu sé lokið áður en leikurinn er flautaður á að nýju. Dómarar leiksins vissu af þessu og pössuðu þetta í öðrum tilvikum þegar gefnar voru tvær mínútur. Það gerðu dómararnir hinsvegar ekki í þessu tilviki og því gaf ritaraborðið merki þegar vítakastið var tekið að það væri ekki tilbúið og stoppaði leikinn. Þjálfari Stjörnunnar brást hinsvegar ókvæða við eins og fram hefur komið og sést meðal annars á myndbandsupptöku af leiknum. Ummæli þjálfarans eru mjög alvarleg og KA tekur málið ekki af léttúð enda vegið að heiðri félagsins með þessum ummælum. Stjórn handknattleiksedeildar kom saman á fundi vegna málsins í morgun og fordæmir þessi ummæli enda eru þau handknattleikshreyfingunni ekki til framdráttar. Ummælin dæma sig sjálf og stendur KA þétt við bakið á þeim sjálfboðaliðum sem vinna hörðum höndum fyrir félagið en þeir eru kjarni þess og ástæða að blómlegt íþróttalíf þrífst innan KA, sem og hjá öðrum íþróttafélögum. Þessir tilteknu sjálfboðaliðar hafa áratuga reynslu af sjálfboðaliðastörfum á ritaraborði og hafa háttvísi og heiðarleika ávallt í huga. Sjálfboðaliðar eiga ekki að þurfa að sitja undir slíkum ásökunum og væntir KA meira af svo virtum og reynslumiklum þjálfara en raun bar vitni í kringum leikinn í gær. Upptaka KA-tv af leiknum er hér.Á upptökunni má sjá atvikið, vítakastið er framkvæmt á tímanum 55.27 á leikklukku en á 1.23.19 á tímalínu myndbandsins. Á upptökunni sést einnig þegar þjálfari Stjörnunnar hendir vatnsflösku dómaranna yfir ritaraborðið (1.24.20 á upptökunni). Á upptökunni sést hvar þjálfarinn hefur uppi frekari ásakanir eftir leikinn (1.35.12 á upptökunni) en orðaskiptin heyrast ekki á upptökunni. Haddur Júlíus Stefánsson Formaður handknattleiksdeildar KA
Olís-deild karla Tengdar fréttir Reiður Rúnar sló niður vatnsflösku á ritaraborðinu | Myndband "Ég var bara kallaður hálfviti af tímavarðarborðinu,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann stóð í miklu stappi við ritaraborðið í KA-heimilinu í gær og missti stjórn á skapi sínu. 25. febrúar 2019 12:00 Umfjöllun og viðtöl: KA 28-28 Stjarnan | Dramatískt jafntefli á Akureyri KA og Stjarnan skildu jöfn í hörkuleik í Olís-deild karla á Akureyri í dag og eru því áfram jöfn að stigum í hörkubaráttu um sæti í úrslitakeppni. 24. febrúar 2019 20:45 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Sjá meira
Reiður Rúnar sló niður vatnsflösku á ritaraborðinu | Myndband "Ég var bara kallaður hálfviti af tímavarðarborðinu,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann stóð í miklu stappi við ritaraborðið í KA-heimilinu í gær og missti stjórn á skapi sínu. 25. febrúar 2019 12:00
Umfjöllun og viðtöl: KA 28-28 Stjarnan | Dramatískt jafntefli á Akureyri KA og Stjarnan skildu jöfn í hörkuleik í Olís-deild karla á Akureyri í dag og eru því áfram jöfn að stigum í hörkubaráttu um sæti í úrslitakeppni. 24. febrúar 2019 20:45
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni