„Þá verður LeBron James ekki lengur besti körfuboltamaður heims“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 19:30 LeBron James þarf að kalla fram súpermanninn í sér til að koma Los Angeles Lakers inn í úrslitakeppnina. Getty/Jonathan Bachman LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru í vandræðum í NBA-deildinni eftir tap á móti New Orleans Pelicans í síðasta leik sínum. Líkurnar aukast nú dag frá degi að Los Angeles Lakers missi hreinlega af úrslitakeppninni í ár. Liðið hefur „bara“ unnið 29 af 59 leikjum sínum á leiktíðinni og er eins og er fjórum sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Liðin í sjöunda og áttunda sæti, Los Angeles Clippers og San Antonio Spurs, hafa bæði unnið 33 leiki. LeBron James hefur komist með liði sínu í lokaúrslitin undanfarin átta tímabil og hann hefur ekki misst af úrslitakeppninni í fjórtán ár eða síðan hann var á sínu öðru tímabili í deildinni tímabilið 2004-05. Pressan er farin að aukast talsvert á LeBron James sem er ætlað að bjarga málunum og bera Lakers-liðið á herðum sér inn í úrslitakeppnina. LeBron er með 26,8 stig, 8,7 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik en það hefur ekki skilað betri stöðu. Fjarvera hans í sautján leikjum í desember og janúar kom Lakers liðinu mjög illa. Sumir álíta sem svo að LeBron James myndi verða fyrir álitshnekki missi hann af úrslitakeppninni í ár. Einn af þeim er Cris Carter sem er í þættinum First Things First á FOX Sports."If they do miss the playoffs, LeBron James will no longer be the greatest basketball player in the world. That title will be transferred." — @criscarter80pic.twitter.com/kqqplWxx9F — FOX Sports (@FOXSports) February 25, 2019„Ef þeir missa af úrslitakeppninni þá mun Lakers reka þjálfarann sinn. Ef þeir missa af úrslitakeppninni þá verður LeBron James ekki lengur besti körfuboltamaður heims. Sá titill mun þá færast yfir á einhvern annan,“ sagði Cris Carter. Cris Carter er líka á því að það gæti líka haft áhrif á ákvarðanir stjörnuleikmanna með lausa samninga í sumar. Missi Lakers liðið af úrslitakeppninni í ár þá gætu þeir farið að efast um framtíðarmöguleika liðsins og það gæti hjálpað þeim að taka ákvörðun um að fara annað en til Los Angeles Lakers. NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru í vandræðum í NBA-deildinni eftir tap á móti New Orleans Pelicans í síðasta leik sínum. Líkurnar aukast nú dag frá degi að Los Angeles Lakers missi hreinlega af úrslitakeppninni í ár. Liðið hefur „bara“ unnið 29 af 59 leikjum sínum á leiktíðinni og er eins og er fjórum sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Liðin í sjöunda og áttunda sæti, Los Angeles Clippers og San Antonio Spurs, hafa bæði unnið 33 leiki. LeBron James hefur komist með liði sínu í lokaúrslitin undanfarin átta tímabil og hann hefur ekki misst af úrslitakeppninni í fjórtán ár eða síðan hann var á sínu öðru tímabili í deildinni tímabilið 2004-05. Pressan er farin að aukast talsvert á LeBron James sem er ætlað að bjarga málunum og bera Lakers-liðið á herðum sér inn í úrslitakeppnina. LeBron er með 26,8 stig, 8,7 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik en það hefur ekki skilað betri stöðu. Fjarvera hans í sautján leikjum í desember og janúar kom Lakers liðinu mjög illa. Sumir álíta sem svo að LeBron James myndi verða fyrir álitshnekki missi hann af úrslitakeppninni í ár. Einn af þeim er Cris Carter sem er í þættinum First Things First á FOX Sports."If they do miss the playoffs, LeBron James will no longer be the greatest basketball player in the world. That title will be transferred." — @criscarter80pic.twitter.com/kqqplWxx9F — FOX Sports (@FOXSports) February 25, 2019„Ef þeir missa af úrslitakeppninni þá mun Lakers reka þjálfarann sinn. Ef þeir missa af úrslitakeppninni þá verður LeBron James ekki lengur besti körfuboltamaður heims. Sá titill mun þá færast yfir á einhvern annan,“ sagði Cris Carter. Cris Carter er líka á því að það gæti líka haft áhrif á ákvarðanir stjörnuleikmanna með lausa samninga í sumar. Missi Lakers liðið af úrslitakeppninni í ár þá gætu þeir farið að efast um framtíðarmöguleika liðsins og það gæti hjálpað þeim að taka ákvörðun um að fara annað en til Los Angeles Lakers.
NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira