R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Sylvía Hall skrifar 25. febrúar 2019 18:45 Kelly gefur sig fram við lögreglu á föstudag. Vísir/Getty Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af eru níu brot gegn stúlkum undir lögaldri. Sjá einnig: R. Kelly handtekinn í Chicago Handtökuskipun var gefin út á hendur R. Kelly á föstudag og gaf hann sig fram við lögregluyfirvöld í Chicago í kjölfarið. Hann var leiddur fyrir dómara í dag eftir að hafa eytt helginni í fangelsinu í Cook-sýslu. Á laugardag var tryggingargjald hans ákvarðað og nemur það einni milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 120 milljónum íslenskra króna. BREAKING: Attorney pleads not guilty on behalf of R&B singer R. Kelly, who faces 10 counts of aggravated sexual abuse. — The Associated Press (@AP) 25 February 2019 Steven Greenberg, lögmaður tónlistarmannsins, sagði í samtali við fréttamenn á laugardaginn að skjólstæðingur hans væri saklaus, hann væri rokkstjarna og þyrfti því ekki að stunda „ósamþykkt kynlíf“.Steven Greenberg, lögmaður R. Kelly.Vísir/GettyFleiri myndbönd líta dagsins ljósMichael Avenatti er lögmaður sex fórnarlamba Kelly. Hann segist hafa nú þegar afhent saksóknara eitt myndband sem sýni Kelly í kynlífsathöfnum við ólögráða stúlku og hyggst afhenda annað myndband sem færi sönnur fyrir brotum Kelly.I can confirm that we will be providing a second video showing R. Kelly engaged in sexual assault of a minor to prosecutors this morning. This tape was recently uncovered in connection with our ongoing nationwide investigation on behalf of victims. Justice must be done. — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) 25 February 2019 „Ég get staðfest að við munum afhenda annað myndband sem sýnir að R. Kelly tók þátt í kynferðislegri árás á ólögráða stúlku,“ skrifaði Avenatti á Twitter-síðu sína og sagði myndbandið hafa komið í ljós eftir að farið var að rannsaka brot Kelly á landsvísu. Þá segir hann mikilvægt að réttlætinu sé fullnægt. Avenatti deildi skjáskotum úr einu myndbandinu á Twitter-síðu sinni á föstudag. Þá segir hann það vera ljóst að Kelly var meðvitaður um aldur fórnarlambsins en hún kallar hann ítrekað „pabba“ í myndbandinu og hann minnist á að hún sé aðeins fjórtán ára gömul í rúmlega tíu skipti. Á blaðamannafundi sem Avenatti hélt í kjölfar birtingu skjáskotanna segir hann myndbandið einnig sýna Kelly í munnmökum við stúlkuna, samförum og endaþarmsmökum. Verði Kelly sakfelldur í öllum ákæruliðum gæti hann átt yfir höfði sér allt að sjötíu ára fangelsi þar sem hvert brot nemur um sjö ára refsingu. Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn í Chicago R. Kelly var handtekinn í Chicago í gærkvöldi. 23. febrúar 2019 09:54 Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11 R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53 Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. 21. febrúar 2019 23:50 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af eru níu brot gegn stúlkum undir lögaldri. Sjá einnig: R. Kelly handtekinn í Chicago Handtökuskipun var gefin út á hendur R. Kelly á föstudag og gaf hann sig fram við lögregluyfirvöld í Chicago í kjölfarið. Hann var leiddur fyrir dómara í dag eftir að hafa eytt helginni í fangelsinu í Cook-sýslu. Á laugardag var tryggingargjald hans ákvarðað og nemur það einni milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 120 milljónum íslenskra króna. BREAKING: Attorney pleads not guilty on behalf of R&B singer R. Kelly, who faces 10 counts of aggravated sexual abuse. — The Associated Press (@AP) 25 February 2019 Steven Greenberg, lögmaður tónlistarmannsins, sagði í samtali við fréttamenn á laugardaginn að skjólstæðingur hans væri saklaus, hann væri rokkstjarna og þyrfti því ekki að stunda „ósamþykkt kynlíf“.Steven Greenberg, lögmaður R. Kelly.Vísir/GettyFleiri myndbönd líta dagsins ljósMichael Avenatti er lögmaður sex fórnarlamba Kelly. Hann segist hafa nú þegar afhent saksóknara eitt myndband sem sýni Kelly í kynlífsathöfnum við ólögráða stúlku og hyggst afhenda annað myndband sem færi sönnur fyrir brotum Kelly.I can confirm that we will be providing a second video showing R. Kelly engaged in sexual assault of a minor to prosecutors this morning. This tape was recently uncovered in connection with our ongoing nationwide investigation on behalf of victims. Justice must be done. — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) 25 February 2019 „Ég get staðfest að við munum afhenda annað myndband sem sýnir að R. Kelly tók þátt í kynferðislegri árás á ólögráða stúlku,“ skrifaði Avenatti á Twitter-síðu sína og sagði myndbandið hafa komið í ljós eftir að farið var að rannsaka brot Kelly á landsvísu. Þá segir hann mikilvægt að réttlætinu sé fullnægt. Avenatti deildi skjáskotum úr einu myndbandinu á Twitter-síðu sinni á föstudag. Þá segir hann það vera ljóst að Kelly var meðvitaður um aldur fórnarlambsins en hún kallar hann ítrekað „pabba“ í myndbandinu og hann minnist á að hún sé aðeins fjórtán ára gömul í rúmlega tíu skipti. Á blaðamannafundi sem Avenatti hélt í kjölfar birtingu skjáskotanna segir hann myndbandið einnig sýna Kelly í munnmökum við stúlkuna, samförum og endaþarmsmökum. Verði Kelly sakfelldur í öllum ákæruliðum gæti hann átt yfir höfði sér allt að sjötíu ára fangelsi þar sem hvert brot nemur um sjö ára refsingu.
Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir R. Kelly handtekinn í Chicago R. Kelly var handtekinn í Chicago í gærkvöldi. 23. febrúar 2019 09:54 Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11 R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53 Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. 21. febrúar 2019 23:50 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11
R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53
Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. 21. febrúar 2019 23:50