Talið að bíll hafi farið i Ölfusá Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. febrúar 2019 22:17 Frá vettvangi. Vísir/MHH Mikið lið viðbragðsaðila er við Ölfusá á Selfossi eftir að tilkynning barst um að bíll væri í ánni. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar staðfestir að allar björgunarsveitir í Árnessýslu hafi verið boðaðar út en að auk þess sem óskað hafi verið eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Þá er einnig er búið að óska eftir björgunarsveitum úr Reykjavík með öfluga ljóskastara til að lýsa upp ánna og svæðið í kring.Uppfært 22:20Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þyrla fari af stað frá Reykjavík á næstu mínútum. Uppfært 22:30Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að tilkynning hafi borist um að bíll hafi farið í Ölfusá. Bíllinn hafi hins vegar enn ekki sést en brak hefur verið að koma upp. Brak eins og stuðarar og rúðuskafa. Björgunarsveitir úr allri Árnessýslu hafa verið sendir á staðinn, auk slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu, lögreglu og sjúkraflutningamönnum. Uppfært 22:59Leit björgunarsveitarmanna við Ölfusá á Selfossi, eftir að tilkynning barst um að bíll hefði farið í ánna, er mjög umfangsmikil. Björgunarsveitarmenn ganga meðfram bökkum og bátum er siglt upp og niður ána. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN er komin á vettvang og leitar áhöfnin úr lofti. Þá hafa slökkviliðsmenn notast við hitamyndavél við leit. Aðgerðum er stjórnað úr Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að skipulag leitarinnar sé umfangsmikið og líklegt að leitað verði fram eftir nótt.Fréttin hefur verið uppfærð.Stjórnendur viðbragðsaðila virða fyrir sér ánna en talið er að bíll hafi farið í hana.Vísir/MHHGengið er með bökkum Ölfusár og þá hafa slökkviliðsbílar verið notaðir til þess að lýsa upp ánna.Vísir/MHHÖflugir kastarar eru notaðir til þess að lýsa upp ánna sem er krafmikil. Kalt er á vettvangi og nokkur vindur. Leitað verður fram á nóttVísir/MHH Árborg Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Slökkvilið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Mikið lið viðbragðsaðila er við Ölfusá á Selfossi eftir að tilkynning barst um að bíll væri í ánni. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar staðfestir að allar björgunarsveitir í Árnessýslu hafi verið boðaðar út en að auk þess sem óskað hafi verið eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Þá er einnig er búið að óska eftir björgunarsveitum úr Reykjavík með öfluga ljóskastara til að lýsa upp ánna og svæðið í kring.Uppfært 22:20Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þyrla fari af stað frá Reykjavík á næstu mínútum. Uppfært 22:30Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að tilkynning hafi borist um að bíll hafi farið í Ölfusá. Bíllinn hafi hins vegar enn ekki sést en brak hefur verið að koma upp. Brak eins og stuðarar og rúðuskafa. Björgunarsveitir úr allri Árnessýslu hafa verið sendir á staðinn, auk slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu, lögreglu og sjúkraflutningamönnum. Uppfært 22:59Leit björgunarsveitarmanna við Ölfusá á Selfossi, eftir að tilkynning barst um að bíll hefði farið í ánna, er mjög umfangsmikil. Björgunarsveitarmenn ganga meðfram bökkum og bátum er siglt upp og niður ána. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN er komin á vettvang og leitar áhöfnin úr lofti. Þá hafa slökkviliðsmenn notast við hitamyndavél við leit. Aðgerðum er stjórnað úr Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að skipulag leitarinnar sé umfangsmikið og líklegt að leitað verði fram eftir nótt.Fréttin hefur verið uppfærð.Stjórnendur viðbragðsaðila virða fyrir sér ánna en talið er að bíll hafi farið í hana.Vísir/MHHGengið er með bökkum Ölfusár og þá hafa slökkviliðsbílar verið notaðir til þess að lýsa upp ánna.Vísir/MHHÖflugir kastarar eru notaðir til þess að lýsa upp ánna sem er krafmikil. Kalt er á vettvangi og nokkur vindur. Leitað verður fram á nóttVísir/MHH
Árborg Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Slökkvilið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira